Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 11
MINNING Stóru-Drangey í Skorradal. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Unnur Jónsdófetir og Eggert Guðnason, sem þar bjuggu. Ungur aS árum fluttist hann með foreldrum sín- um til Akraness, var þar nokkur ár, oða til 7 ára aldurs, að þau flutt- ust að Bráðræði í Innri-Akranes- hreppi. Þar ólst hann upp í syst- kinahópi — var hann elztur af 6 systkinum — þar af leiðandi fyrst- ur til að rétta mömmu og pabba hjálparhönd. Ungur að árum stund aði Guðni margs konar vinnu, bæði á sjó og landi. — Vorið 1935, þegar jörðin var að klæðast sínu fegursta skarti, gekk Guðni í hjóna band með heitmey s inni, Indíönu Bjarnadóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust 2 börn, pilt og stúlku, sem eru Sigurbjarni, kvæntur Huldu Friðriksdóttur — eiga einn son, Guðna — búsett í Kaupmannahöfn, en þau komu heim til að fylgja pabba síðasta spöliim, og svo Sigríði Erlu, gift Skafta Einari Guðjónssyni, og eiga þau þrjár dætur. Indíana Bjarnadóttir hefur reynzt manni sínum góður föru- nautur. Hún hefur verið honum svo mikill styrkur og stoð í hans langa og erfiða heilsuleysi. Indí- ana er góð kona, ef ég má orða það þannig. Það var gaman og gott að koma til þeirra, þau bæði svo gestrisin og skemmtileg. Aldrei heyrðist æðruorð frá þeim hvor- ugu allan þann langa tíma, sem Guðni var veikur. Stundum var þó tíminn lengi að líða hjá hon- um, sem var oft einn heima á dag- inn, þegar hún var að vinna úti. Vinir hans litu stundum iim til hans og styttu honum stundir um leið og þeir skemmtu sér við að tala við hann. Guðni var vel gef- inn maður, og skemmtilegt að tala við hann. Hann kunni öll ósköpin af vísum og kvæðum og var með afbrigðum ljóðelskur. Snjall hag- yrðingur var hann og var gaman að hlusta á hann fara með ljóð, hvort sem var eftir hann sjálfan eða aðra. Þegar fimdum okkar bar saman, fór hann alltaf með vísur og og kvæði fyrir mig, sem var hin mesta skemmtun af. Þannig var Guðni alltaf laus við allt dægur- þras, og góðvildin í annarra garð var honum svo eðlileg — alltaf að gera gott úr öllu. Ég má til að minnast á atvik, sem sannar bezt hans innri mann. Það var nú fjrrir stuttu, að hann Margrét Guðmundsdóttir F. 27. sept. 1926. D. 4. apríl 1971. In Memorlam. Brugðið hefur birtu dagsins brosa geislar sólarlagsins merlar skyn frá minningunni máttugt reyndist dauðans tafl. Kæra vina af kynningunni hvarflar að mér dulið afl. Þú varst búin þrótti og vilja þitt var allt að starfa og skilja líkna þeim sem þjáðir voru, þerra burtu sviðatár. Allir, sem að frá þér fóru fengu bata og leið því skár. Er þú flutt ert yfir hafið engilbirtu og Ijóma vafin, þar sem guð af gæzku mætir góðu barni á himins braut. Þér hið góða af gæzku bætir, græðir hverja sollna þraut. orti gullfalleg eftirmæli eftir konu, sém við þekktum bæði vel. Ljóð þetta mun hafa hrifið mann nokk- urn svp, að hann tekur það án leyfis óg birtir það sem eftirmæli eftir bróður sinn, og það sem verra var, að það var allt brenglað, sem gefur auga leið. Þóttist sá maður hafa gert kvæðið. Það er vítavert að taka annarra skáldskap og setja sitt nafn undir. Guðni sá þetta í blaðinu og þótti mjög und- arlegt. Út af þessu urðu nokkur orðaskipti, en þó ekki af Guðna hálfu. Einhver hafði orð á því við hann, hvort hann ætlaði ekki að skipta sér af þessu. Það vildi hann ekki gera, ekki að standa í nein- um illindum. svo málið féll niður. Þarna var Guðna rétt lýst. Alltaf var hann viðmótsgóður við alla, hjartahlýr og göfugur drengur. Eitt var það, sem einkenndi Hafðu þökk, er hinzta sinni horfin ert af lífsgöngunni, veit ég guð þér veitir friðinn vina fyrir góðverk þín. Er þín ævi öll er liðin ástkærasta vinan mín. Ragnheiður Guðmundsdóttir. hann. Það var átthagatryggðin. Hún var mikil. Á hverju sumri fór hann heim að sjá sveitina sína, og nú að leiðarlokum verður hann fluttur þangað og lagður til hinztu, hvíldar þar í faðmi hennar Slík var hans tryggð. — Nú, þegar leið- ir skilja, vil ég, Guðni minn, þakka þér alla þína góðvild, sem við hjónin höfum orðið aðnjótandi. Hér er flutt hjartans kveðja frá manni mínum með þökk fyrir allt gott á liðnum árum, sem voru of fá, en hér er það guð sem ræður. Áður en ég lýk þessum fátæklegu orðum mínum, viljum við hjónin votta ástvinum Guðna dýpstu samúð. Konu hans og börnum biðj um við guðsblessunar. Hann styrki þau í sorginni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Vinkona þln Hermína. fSLENDINQAÞÆTTlR 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.