Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 18
Hann unni LoftleiSum og félögum sínum þar af alhug. Þormóður var í Dulspekifélagi íslands. Trúin á annað líf varð hjá honum að staðreynd. Að fara yfir mörkin til lands eilífðarinnar. — Það var í hans augum jafn eðli- legt og skipta um föt. Þormóður var góður loftsiglinga fræðingur. Hann hafði oft stjörn- ur himinsins að leiðarljósi. Víðátt- ur Atlantshafsins eru miklar og þegar himininn var heiður í skini nætur, þá var oft gott að eiga himintungl að einkavini. Ég vil Ijúka þessum orðum með því að hafa yfir niðurlag á kvæði því, eftir Davíð, sem ég hef vitnað i. „Ég fagna með þeim, sem fljúga hátt. Fagurt er loftið draumablátt, og hættunni hetjur gleyma. Gef þeim faðir meiri mátt, lát magn þitt um brjóstin streyma, svo þeir get flogið djarft og dátt um draumanna undraheima." Fyrir hönd starfsbræðra minna hjá Loftleiðum, votta ég fjölskyldu og aðstandndum Þormóðs Hjörv- ars djúpa og innilega samúð. Við þökkum honum fyrir sam- fylgdina. Halldór Ó. Ólafsson. f Að morgni síðasta dags þess árs sem var að kveðja okkur, kvaddi þennan heim Þormóður Hjörvar loftsiglingafræðingur, eftir harða baráttu við skæðan sjúkdóm. Þor- móður fæddist í Reykjavík þann 24. maí, 1922, sonur hjónanna Rósu og Ilelga Hjörvar rithöfund- ar. Að loknu almennu námi lærði Þormóður loftskeytafræði í Loft- skeytaskóla íslands og starfaði að þeim fræðum á skipum og i landi. Árið 1948 hóf hann störf hjá Loftleiðum sem loftskeytamaður á flugvélum og síðar loftsiglinga- fræðingur, eftir að hafa lokið því námi. Hann var því einn af þeim sem störfuðu hjá félaginu á mesta e-’fiðleikatímabili þess um 1950 og lagði þar með fram sinn skerf þeg- ar verst gekk. Við Þormóður voru samstarfs- menn allan þann tima sem hann starfaði hjá Loftleiðum, frá því að vera á flugbátum til DC-8 þota og samstarfið mér ávallt hið ánægju- legasta. Maðurinn var léttur í skapi, en samvizkusamur og vand- virkur í sínu starfi og vann félagi sínu vel. Þormóður var gæddur sérstæðí um persónuleika sem einkenndist af samblandi af kímni og speki sem ekki var á allra færi að skilja í fljótu bragði og skopaðist að til- verunni á heimspekilegri hátt en menn almennt gera. Hann var einn ig gæddur listrænum hæfileikum, sem einkum komu fram í hinum snjöllu skopteikningum hans og naut kímnigáfa lians sín þar vel. Þormóður var því einn þeirra manna sem skera sig úr fjöldan- um og verða manni minnisstæðir. Ég vil votta eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Þormóðs sam- úð mína og fjölskyldu minnar, um leið og ég þakka honum samfylgd- ina í lofti og á jörðu. Jóhannes Markússon. t Þá er stund umbreytingarinnar hefir á brott kvatt góðan dreng, er hollt að minnast þess að: Föður- land vort er á himnum. Samruni hins eilífa lífs er hin fullkomna hringferð er stefnir stöðugt að fíngerðara og fullkomn ara litrófi sérhvers pílagríms á göngu sinni í gegnum jarðvistirn- ar. För eftir för unz hæsta takmarki er náð, en síðan eftir það sem þjónn í framvindu þróunarinnar. Þú hafðir, kæri bróðir og vinur, þroskað dyggilega með þér þá eig- inleika, er greiddu mjög götu þína og flýttu för þinni að þessari leið. Jarðvist þá, er þú hefir nú lokið hefur þú nýtt ítarlega, af vökulli dómgreind og fyrirhyggja. Til þessa hafðir þú þroskað með þér þá réttlætiskennd, er var ætíð vökul öllum öðrum en sjálfum þér til handa, og hún var svo fast mót aður- eðlisþáttur þinn, að helsjúk- ur varst þú að velta fyrir þér rétt- lætismálum gg velferð annarra. Einnig var kímnigáfa þín af þeim fínleik og lífgjafir þær, er þú stráðir um þig yfir umhverfi þitt, af þeim toga, að öllum er nutu návistar þinnar þótti þar gott að dveljast er þú varst nærri. Við Yoga-systkin þín er áttum þess kost að kynnast þér náið, og nutum þíns opna og vökula huga, við erum þér þakklát fyrir þá djúpu fræðslu er þú fluttir með þínum sérkennilega létta blæ. Hógværð þín og auðmýkt var þér svo eðlileg, að þú hafðir til fullnustu numið hinn yogiska anda að auðmýkt þín var slík, að þú leizt ekki niður á nokkurn mann. Þú gerðist einn af stofnendum Yoga-bræðralagsins og dvaldir með okkur eftir getu úti á Arnarstapa undir Jökli þau þrjú sumur er sumarskólinn hefur starfað þar. Eins og þú sjálfur sagðir í ræðu sumarið 1969: ,,Ilvarf veröldin og allt hennar amstur er komið var vestan í Axlarhyrnuna og Breiða- víkin, Arnarstapi og sjálfur Jökull- inn blasti við. Að nálgast hann er sem að ganga á vit eiílfðarinnar, en amstur daganna hverfur eða verður eftir fyrir austan Öxl“. Einnig sagðir þú s.l. sumar: „Svo miklir töfrar hvíla yfir Yoga-skólanum að ég, sem á þess kost að gista stórhótel stórborg- anna, þrái það framar öllu öðru að slá upp tjaldi mínu hér hjá ykkur úti á Stapa og lifa þar við skrínu- kost“. Að hafa eignazt vináttu þína er að eiga dýrmætan fjársjóð og þann ig munum við Yoga-systkin og fjölskylda þín hneigja til þín huga. Zóphónías Pétursson. f KVEÐJA. Er hugþekkur drengur héðan varð heimtaður fyrr en varði, þá stendur ófullt og opið skarð í ágætum frændagarði. Við skulum hrinda harmi úr lund því helstríð ei varir lertgur, og þú ert genginn á guðs þíns fund góði og prúði drengur. Við ferðir og dvöl á fjarri strönd fengum við oft að reyna, að vinátta þín og hlýja hönd var hjálpin og stoðin eina. S Þótt forlögin ströng þig felldu af grund fríði og trausti hlynur, þinn orðstír mun lifa langa stund Ijúfi og tryggi vinur. ^ Hafðu þökk fyrir allt. Guðrún og Vilhjálmur. 18 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.