Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 31
3. Erla, húsfreyja á Patreksfirði,
gift Guðjóni Jóhannssyni, tré-
smíðameistara.
5. Drengur, bóndi og hrepps-
nefndarmaður í Fremstuhúsum,
kvæntur Maríu Vagnsdóttur.
6. Rannvcig, húsfreyja á Þing-
eyri, gift Gunnari Friðfinnssyni,
kennara þar.
7. Kristín Sigríður, húsfreyja í
Reykjavík, er gift var Samúel Har-
aldssyni, sem nú er dáinn.
8. Hermann Birgir, starfar viS
húsgagnaiðnað í Hafnarfirði.
Barnabörn þeirra Fremstuhúsa-
hjóna eru nú 27 á lífi. í þeim
hópi eru verkfræðingar, hjúkrun
arkona, rennismiður, og nokkrir
nemendur í háskóla, kennara-
skóla og menntaskólum, en meiri
hlutinn þó enn á barnsaldri. Það er
því orðinn mikill og fríður hópur
afkomenda, sem umrædd hjón
skila ættjörðinni. Það hefir marg-
ur verið lofaður fyrir minna!
Ég gat þess í upphafi máls míns,
að Guðjón hefði verið hrifinn af
hugsjónum ungmennafélaganna,
enda fórnaði hann þeim félags-
skap, miklum tíma fyrri hluta
ævi sinnar, þar til annir við bú
störf tóku að aukast. En þá tóku
við önnur félagsstörf, sem bónda-
störfunum fylgja, svo sem störf í
búnaðarfélagi og Kaupfélagi hér-
aðsins. Þar lá Guðjón heldur ekki
á liði sínu. En eitt er það starf,
sem hann hefir stundað alla ævi
sína: orgelleikur og söngstjórn.
Hann lærði ungur að leika á orgel
og stjórnaði söng í ungmennafél.
í æsku sinni og síðar varð hann
organisti og söngstjóri í sóknar-
kirkju sinni, Mýrakirkju í 55 ár.
SIGURÐUR
Framhald af bls. 32.
sviði. Árið 1960 hlaut hann styrk
úr Vísindasjóði til að vinna að riti
um sögu messunnar. Mun það rit
ekki svo mér sé kunnugt enn hafa
komið á pxent, en nokkur önnur
rit eftir hann hafa verið gefin út
svo sem: Bænabók 1947, Messubók
1961, Náttsöngur 1944 og Miðmorg
unstíð 1945.
Ferðast hefur Sigurður allmikið
um önnur lönd bæði hé^ í Evrópu
og um Bandaríkin og þannig víkk-
að sjóndeildarhring sinn og sögu-
skilning.
Þar sem Sigurður Pálsson hefur
nú náð aldurshámarkj embættis-
Þar hefir hann unnið ómetanlegt
starf af alúð og trúmennsku, því
að hann er trúaður maður og ann
kirkjulegu starfi. Ljóðelskur er
Guðjón einnig og hefir sjálfur feng
izt við ljóðagerð, einkum síðari ár-
in, Ég hefi séð mörg góð kvæði,
sem hann hefir ort. En sennilega
vill hann ekki láta um það ræða,
því að hann er laus við allt yfir-
læti, en skapgerðin fast mótuð og
traust. Hann er hlýr og skemmti-
legur í viðmóti og vill hverjum
manni vel. Svona var hann þegar
við vorum saman og ég hygg að
svona sé hann ennþá, enda þótt
amstur daganna hafi að sjálfsðgðu
sett sitt mark á manninn. Það seg-
ir sig sjálft að einyrkja bóndi barn-
margur, hefir oft átt erfiða daga.
Þar við .bætist og vanheilsa þeirra
hjóna hin seinni ár, svo og sjúk-
leiki hjá börnum þeirra á stund-
um. En allt slíkt bera þau með
þreki trúaðra manna. Þau eru sú
manngerð, er segja má um með
skáldinu: „Bognar ekki, en brest-
ur í bylnum stóra seinast".
Og svo að lokum, kæri frændi.
Ég bið þig fyrirgefa fátæklega
afmæliskveðju og taka viljann fyr-
ir verkið. Ég óska þess einlæglega
að forsjónin láti ykkur hjónum,
líða bærilega í ellinni og leyfi
ykkur að bjástra við eitthvað þar
til yfir lýkur. En umfram allt óska
ég þess, að hinir mörgu afkomend-
ur þínir megi feta í fótspor þín
og verða nýtir drengskaparmenn,
sem vinni að ræktun lýðs og lands
í einlægri trú á guð og hið góða
í tilverunni.
Ritað á jónsmessudag 1971.
Ingimar H. Jóhannesson.
manna þá mun hann bxátt hverfa
frá starfi sem þjónandi prestur.
Vonandi endist honum langt líf,
heilsa og kraftar til að sinna hinu
veglega vígslubiskupsembætti og
til að vinna að vísinda- og ritstörf-
um á því sviði kirkjusögunnar,
sem honum er hugleiknast.
Sigurður sat hið gamla og góða
prestssetur Hraungerði frá 1933—
1956. Þó fátækur væri gerði hann
samt ýmislegt þar til umbóta.
Hann byggði þar stórt íbúðarhús.
girti jörðina af og varð meðal
hinna fyrstu á Suðurlandi að koma
súgþurnkun 1 heyhlöðu, sléttaði í
túni og kom upp trjá- og blóma-
garði. Árið 1956 flutti hann aðset-
ud sitt að Selfossi, reisti þar ibúð-
arhús á fögrum stað og hefur un-
að sér vel alla tíð með sunnlenzku
fólki. Honum hefur líka allt orðið
til gæfu hér á Suðurlandi. Hann
kvæntist 9. janúar 1934 ágætri
konu Stefaníu Gissursdóttur frá
Byggðarhorni, en hún var fóstur-
dóttir séra Ólafs Sæmundssonar í
Hraungerði. Samvistir þeirra hafa
verið eins og slíkt getur bezt orðið
og heimilislíf fagurt. Börn þeirra
eru sjö, þrjár dætur og fjórir syn-
ir. Flest eru þau gift og að heim-
an farin, öll góðir þegnar.
Alkunn er gestrisni þeirra hjóna
og gott viðmót. Margir eru þeir,
sem átt hafa erindi við séra Sig-
urð þau 38 ár, sem hann hefur ver-
ið sóknarprestur. Sótt hafa hann
heim menn með margvísleg erindi,
er þar auðvitað um að ræða sókn
arbörn ýmist í sorgarerindum eða
gleðihug, en hinir eru einnig marg
ir utan sóknar bæði lærðir og
leikir, sem til hans hafa leitað sér
til fræðslu og uppbyggingar. Hef-
ur hann öllum úrlausn veitt, ekki
síst ungum námsmönnum, stéttar-
bræðrum, erlendum ferðamönn-
um og öðrum þeim er á hans fund
hafa komið.
Árið 1965 varð séra Sigurður
prófastur í Árnesprófastsdæmi og
ári síðar var hann kjörinn vígslu-
biskup í Skálholtsbiskupsdæmi
hinu forna.
Tók hann vígslu til þess embætt-
is í Skálholtsdómkirkju sunnudag-
inn 4. september 1966. Var sú at-
höfn mjög hátíðleg og eftirminni-
leg fyrir þá er þar voru, en fjöl-
menni var viðstatt.
Vel hefði farið á því, að vígslu-
biskupinn hefði flutt aðsetur sitt í
Skálholt og víst er um það, að
margir hefðu glaðzt yfir því að
séra Sigurði Pálssyni hefði fallið
það fyrstum í skaut, að verða bisk-
up á hinum forna frægðarstað eft-
ir að endurreisn Skálholts var haf-
in svo mikill áhugamaður sem
hann er um endurnýjun biskups-
stóls í skálholti.
Hér hefur nú að nokkru verið
rakið ævistarf Sigurðar vigslubisk-
ups, og þó ekki til neinnar hlítar.
Má samt glöggt af því sjá, að sá
er meira en miðlungsmaður, sem
slíkan æviferil á að baki sjötugur.
Af því verður líka merkt, að holl-
vættir hafa við hlið hans staðið og
stýrt með honum förinni. Megi
hann enn njóta gæfu og gengis og
ganga fram til góðra verka meðan
kraftar endast.
Ágúst Þorvaldsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
31