Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 20
 Friðrik Salomonsson sæll og vel metinn. Georg Han- sen dvaldi á unglingsárum sínum á sumrum í Búðardal hjá þeim hjónum, Jóni Þorleifssyni, kaupfé- lagsstjóra og konu hans, Ingi- bjÖrgu Þorvaldsdóttur, sem var móðursystir hans. Komst hann þar í talsverð kynni við sveitabúskap. Virtist mér hann í viðtali kunna vel að meta starf sveitabóndans. Ungur' að árum tók hann að nema endurskoðun. Gerðist hann síðan endurskoðandi í Lands bankanum og sinnti þeim störfum til 1938. Fluttist hann þá til ísa- fjarðar og var bókari Landsbanka útibúsins þar í fáein ár, en flutt- ist þá aftur til Reykjavíkur og starfaði þar sem fulltrúi í ýmsum deildum bankans. Árið 1961 gerð- ist hann endurskoðandi og eftir- litsmaður Seðlabankans og var í þeirri stöðu þar til hann tók við forstöðu útibús Landsbankans á ísafirði sumarið 1968. Ýmsir menn lítt kunnugir mála- vöxtum telja slík endurskoðunar- störf lítils virði og skipt þeim efnum mestu hver á heldur. Georg Hansen tók öll störf sín alvarlega. Eftir að hann hóf endurskoðun í Seðlabankanum jókst starfssvið hans til mikilla muna. Var hann orðinn högum og háttum flestra peningastofnana landsins, ekki sízt sparisjóðanna, gagnkunnugur. Hygg ég, að ýmsir forstöðumenn sparisjóðanna hafi notið góðs af bendingum hans. Fyrstu kynni mín af Georg Han- sen voru, er hann kom til starfa í Landsbankaútibúinu hér í bænum. Mér virtist hann þá hæg- ur og afskiptalítil, utan síns verka hrings, en leikni hans 1 störfum duldist þó ekki. Sumarið 1968 tókst hann svo á hendur forstöðu téðs útibús. Varð ég þess brátt áskynja, að hér var kominn nýr maður, sem auðgazt hafði að reynslu og þekkingu á sviði bankamála og viðskipta. Úti- búið hafði átt í nokkrum þreng- ingum erh ann tók við því, þó víst varla meirj en ýmsar lánastofnan- ir aðrar um þær mundir. Stafaði það af miklu af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem verðfalls afurða og fleira og líka af mannlegum mistökum, og er sízt ekkert eins dæmi. Georg gekk með oddi og egg að því að greiða hér úr mál- um, með aðstoð góðra manna, svo nú mun ekki skorta þar á fuli- komna reglusemi. Ég tel mér ávinn Fæddur 6. okt. 1893 Dáinn 16. júní 1971. Fáir staðir í víðri veröld hafa breytzt meira á síðustu áratugum en Flatey á Breiðafirði. Þar sem áður iðaði allt af lífi, starfi og vonum blásir nú við auðn- in ein með gömul hús og fallin eða gleymd og gróin leiði í kirkju- garðinum. Þetta finnum við bezt og um leið sárast, sem munum tvenna tímana, sem heimafólk, önnur sem gestir á þessum friðsæla fagra bletti í faðmi hafsins. Þar virðist mörgum sem væri sjálf óskanna ey, þar sem jörð, himinn og haf mætast í hendi alföður. Og það voru viss eða sérstök hús eða heimili, eða ættum við heldur að segja ættir, sem féllu og höfðu árum og öldum saman fall- ið eins og fögur mynd lífsins sjálfs, mynd unaðar og mannlegs þroska, inn í þennan ramma hinn- ar fullkomnu fegurðar, sem eyjan sjálf veitti, ef séð var opnum aug- um. Við munum, þar bezt Klaustur- hóla, prestssetrið, þá Ásgarð kaup- mannshúsið og svo Hermannshús, rausnargarð sjósóknar og sögulegr ar hefðar og erfða. Þar sem spek- ingurinn og sæhetjan Hermann Jónsson var að vissu leyti síðasti ing í að hafa kynnzt Georg Han- sen. Hann var þaulæfður banka- starfsmaður og hygg ég mjög sýnt um starfstilhögun í banka. Hann gerði sér glögga grein fyrir heppilegri lausn útlánanna. Var jafnan afdráttarlaus í svörum við lánbeiðendur og gekk líka ríkt eft- ir að þeir stæðu við gefin loforð eða gerða samninga, svo sem skapföstum mönnum er tamt. Býst ég við að sumum mönnum. liafi þótt hann nokkuð kröfuharður, ekki hef ég orðið var rökstuddrar óánægju yfir því. Hann hafði ríkt í huga að efla þá stofnun, sem hann veitti forstöðu og tókst það giftusamlega. Georg kvæntist árið ' .1 I Flateyingurinn miðað við menntir og bókritun, að mörgum fannst. Og þar hefur hún Jónína Her- mannsdóttir átt heima alla tíð og gert garðinn frægan. Ásamt mann inum sínum, honum Friðrik Sal- omonssyni hefur hún staðið vörð um síðustu minjar og erfðir þessa fornfræga staðar, þar sem Flateyj- arbók var geymd og gefin. Og það er því táknrænt, að Friðrik var einmitt vitavörður í eyjunni um árabil. Og nú er hann Friðrik dáinn. 1935, Vigdísi Guðjónsdóttur úr Reykjavík. Frú Vigdís er að dómi þeirra, er til þekkja, afbragðskona, prúð, yfirlætislaus með öllu, fá- skiptin utan heimilis síns, en mjög umhyggjusöm eiginkona og móðir. Börn þeirra eru þrjú: Valdimar lækni, Dóra og Hildur, öll búsett í Reýkjavík og gift. Ég kveð Georg Hansen með þökk í huga fyrir ágæt, en of stutt kynni, og minnist lians meðal hinna heilsteyptustu manna, sera ég hef kynnzt. Konu hans 'og börn- um þeir-ra votta ég samúð mína. Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum. 20 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.