Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 9
GUÐNI EGGERTSSON FRÁ GERÐI Fæddur 26. ágúst 1907. Dáinn 27. apríl 1971. 4. maí s.l.'var lagður til hinztu livíldar að Innra-Hólmskirkju, Guðnl Eg'gertsson, fyrrverandi böndi í Gerði. Guðni fæddist að Stóru-Drageyri f Skorradal 26. ágúst 1907. Það- an fluttist hann ungur með foi'eldr- um sínum, Unni Jónsdóttur og Eggerti Guðnasyni, að Bráðræði í Innri-Akraneshreppi, þar sem hann ólst upp. elztur sex systkina. Eins og algengt var á þessum árum, fór hann snemma að heimanr og vann fyrir sér, aðallega við sveitastörf. Guðni fluttist að Gerði í Innri-Akraneshreppi 1929 og kvæntist eftirlifandi konu smni, Indíönu Bjarnadóttur, og hófu þau búskap þar ásamt foreldrum henn- ar. Þeim varð tveggja barna auðið, sem eru Sigurbjarni, tæknifræð- ingur, kvæntur og býr í Danmörku og Sigríður, gift og búsett í Reykja vik. Barnabörnin eru fimm og voru þau yndi afa síns og eftirlæti. Guðni og Indíana hættu búskap og fluttust til Reykjavíkur 1958. Við, sem þessar línur ritum. komum að Gerði ungir að árum bæði móður- og föðurlausir, þar sem við ólumst upp við ást og all fór hann að heiman. Lá leið hans eins og margra vaskra Norð- lendinga, um aldaraðir, á vertíð suður á Suðurnes. Réri hann þrjár vertíðir í Höfnum suður m. a. eina vertíð á togara. Nokkur sumur vann hann við vegagerð og brúar- smíði f heimahéraði sínu Skaga- firði. Veturinn 1934—1935 nam hann við Eiðaskóla. Um vorið kom hann heim að Ketu. Voru miklir fagn- aðarfundir með foreldrum hans og bræðrum eins og jafnan er hann bar að garði eftir dvöl að heiman. Svo virtist sem framtíðin blasti við hinum unga, glæsilega og tápmikla manni. Eigi hafði hann dvalið lengi heima er skyndilega syrti að. Rafn veiktist af sjúkdómi þeim, lömun- arveikinni, sem lék hann svo grátt, að hann sté aldrei í fæturna eftir það. Lá hann eftir það rúmfastur þar til yfir lauk. Þessi hörmulegu veikindi og örkuml lögðust eins og farg yfir heimilið. Engum urðu þessi hörmulegu örlög jafn þung- bær og móður hans. Er vart hægt að benda á fjölskyldu, er lagði sig jafn mikið fram um að létta þess- um glæsilega syni hinar þungu byrðar sjúkdóms og þjáninga, er á herðar hans liöfðu verið lagðir. Næstu ár urðu Rafni langir dag- ar sjúkrahússvistar, fyrst á Lands- spítalanum og síðan á sjúkrahúsi Sauðárkróks. Þar dvaldi hann um margra ára skeið og naut þar þeirr ar hjúkrunar og aðhlynningar, er unnt var að veita þeim, er svo illa voru á sig komnir. Minntist hann síðar Hallfríðar Jónsdóttur með þakklæti, en hún var hjúkr- unarkona á Sauðárkróki um langt skeið. Á Sauðárkróki kynntist Rafn konu sinni Arndísi Jónsdóttur. Gengu þau í hjónaband þann 7. desember, 1943. Hófu þau búskap fyrst í skjóii móður hans og stjúpa á Sauðárkróki. Fæddist þeim þar fyrsta barn þeirra, er var drengur og var honum gefið nafnið Birgir Brjánn. Var hann efnisbarn hið mesta, en hann lézt ársgamall að aldri og varð það þeim hjónum þungt áfall. Eftir það eignuðust þau fimm mannvænleg börn en þau eru: Guðrún Ragna, búsett á ísafirði, Sigurlaug i heimahúsum. Brynjar nemandi í Sjómannaskólan um, Sigurbjörg nemandi í Mennta- skólanum á ísafirði og Birgir, sem er yngstur og ófermdur í heima- húsum. Lengst af bjuggu þau hjón á Ægisstíg 8 á Sauðárkróki, er var heimili Rafns til dauðadags. Þar vann hann um skeið að verzlun er hann átti með öðrum. Þangað komu margir vinir hans nær og fjær. Rafn átti miklu vinaláni að fagna og margir reyndust vinir hans í raun. Hann var óvenju mik- ið karlmenni, er kvartaði aldrei yf- ir hinum þungu örlögum. Hann unni ljóðlist og kunni mikið fag- urra ljóða. Yfir huga hans lék jafnan birta. Oft var glatt á hjalla í kringum rúmið hans Rafns, þar sem hann var ætíð sjálfur hrókur alls fagnaðar. Þannig minnast margir vinir hans hins óvenjulega persónuleika, er sýndi mikið and- legt þrek í langri raun. En Rafn stóð ekki einn. Við hlið hans stóð óvenjuleg mannkosta kona, sem aldrei brást, en var trú og sterk svo einstakf er. Þrátt fyrir allt var Rafn gæfumaður um marga hluti. Hann átti góða konu eins og áður er getið og mannvæn- leg börn, bræður er reyndust hon- um eins vel og bezt verður á kos- ið. Unnu þeir honúm mikið og dvaldi hugur þeirra jafnan norðan heiða í hugsuninnu um að verða honum að liði í lífsbaráttunni. Ég vil að lokum þakka þessum ágæta Skagamanni, margar og bjartar samverustundir á liðnum árum og sendi konu hans og böm- um og öðrum ættingjum samúðar- kveðjur mínar um leið og ég kveð góðan vin með kveðju Jónasan Flýt þér vinur í fegra heim, krjúptur að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa Guðs um geim. Árni Sigurðsson. ÍSLENDINGAÞÆTTiR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.