Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 28
Oddur
Oddur A. Sigurjónsson er Aust-
ur-Húnvetningur a'ð uppruna,
fæddur á Grund í Svínadal 23.
júlí 1911. Um uppvöxt hans þar í
héraði er líklega ekki margt að
segja: gamalgróið umhverfi, fá-
breytt störf, efnin rýr. Ifvað átti
fyrir slíku ungmenni að liggja?
í langflestum dæmum að feta í
spor feðranna. sem raunar var tal-
ið hið eina rétta í dauðstjörfu sam-
félagi. En Oddur hratt af sér því
askloki, sem þvi miður hefur orð-
ið himinn svo marga íslenzka
gáfumanna, hvarf úr dölum Húna-
þings, hóf nám í Menntaskólanum
á Akureyri, sem var þá ung
menntastofnun með glæst fyrir-
heit, fátækur eins og flestir á
þeirri tíð: og lauk þaðan stúdents-
hinu dýrðlega sigurmerki eilífa
lífsins yfir dauðanum11.
Þessi tilfærðu orð lýsa vel innsta
kjarnanum í persónugerð Páls.
Hann var einlægur trúmaður, sem
átti marga göngu að leiðum for-
eldra sinna i Landakirkjugarði, þar
sem hann bað æðri máttarvöld um
hjálp og styrk í lífsbaráttunni.
Hann gerði það heils hugar og fór
ekki í felur með trú sína.
Árið 1920 kvæntist Páll Matt-
hildi ísleifsdóttur frá Kirkjubæ í
Vestmannaeyjum. Þau eignuðust
fimm börn, þrjá syni og tvær dæt-
ur, sem öll eru á lífi. Matthildur
reyndist Páli ómetanlegur lífsföru-
nautur, sem tók virkan þátt í hans
daglegu önn og umsvifum ásamt
fjölþættum heimilisstörfum. Hún
var frábær móðir og húsmóðir,
þar um bar heimilið í Miðgarði
henni mjög fagurt vitni. Hún and-
aðist árið 1945 tiltölulega ung að
árum og öllum harmdauði. sem til
hennar þekktu. Eftir þá breytingu
á högurn Páls, fannst mér raun-
verulega alltaf reka hjá honum.
Hann fluttist skömmu síðar úr
heimabyggð sinni og til Reykjavík-
ur, þar sem hann tók enn til
hendi og rak meðal annars verzl-
un á Keflavíkurflugvelli um árabil.
Hann gekk að vísu beinn og, að
því er virtist, óbrotinn um götur
SEXTUGUR:
A. Sigurjónsson
prófi 1935, þá tæpra tuttugu og
fjögurra ára. Sá stúdentsaldur var
þá síður en svo eins dæmi, því
fæstir gátu hafið skólanám, fyrr
en þeir höfðu aldur til að vinna
fyrir sér og þar með kosta sig
af eigin rammleik.
Samkvæmt hefð síns uppruna-
héraðs hefði Oddur nú átt að
nema annað tveggja: læknisfræði
og feta þannig í spor Guðmund-
anna og fieiri eða íslenzk fræði og
fylla svo flokk Björns M. Ólsens,
Sigurðar skólameistara, Sigurðar
Nordals og annarra slíkra. En Odd-
ur stytti sér leið. Þrátt fyrir ær-
inn dugnað og starfsorku, sem
hefði auðveldlega fleytt honum í
gegnum hvaða nám, sem var, hef-
ur honum ekki hugnazt að sökkva
höfuðborgarinnar, en arnsúgurinn
í vængjatakinu fór smám saman
að þverra og glóðin að dvína. Að
lokum settist hann að á Hrafnistu,
Dvalarheimili aldraðra sjómanna,
þar sem hann átti gott og ró-
legt ævikvöld og andaðist 24. júní
83 ára að aldri.
Þetta er í fáum og stórum drátt-
um lífssaga þessa athafnamanns.
Verzlunarmannsins, útgerðar-
mannsins, jarðræktarmannsins og
hugsjónamannsins, sem í ein-
Iægni og öfgalaust trúði á íslenzka
mold og íslenzk sjávarföng, sem
undirstöðu og aflgjafa þess, að við.
þessi litla þjóð, gætum lifað björtu
og hamingjuríku lífi í okkar fagra
landi, hann trúði á manngildið
ekki gervimennSkuna.
Og að lokinni för „þegar þrýtur
leið og sólin gengur undir“ vildi
ég mega þakka Páli samfylgdina
í gegnum lífið.
Ég á um hann hlýjar minningar.
Er. Jónsson frá Miðev.
t
sér niður í dauðar skræður í mörg
ár í viðbót, enda maður lífs og
starfs. Auk þess kom nú annað
til: hann var sumsé búinn að festa
sér kærustu, Magneu Bergvinsdótt
ur, tvítuga heimasætu af Svalbarðs
strönd. Eftir nokkurt nám í íslenzk
um fræðum við Háskóla Jslands
og að loknu kennaraprófi gerðist
Oddur skólastjóri gagnfræðaskól-
ans í Neskaupstað, stofnaði þar
heimili með konu sinni og átti
þar heima næstu tuttugu og þrjú
árin. eða þar til hann var skipað-
ur skólastjóri gagnfræðaSkólans í
Kópavogi, en því embætti hefur
hann.flú gegnt í ellefu ár.
Oddur varð snemma áhugamað-
ur um stjórnmál og hefur rnikið
lagt af mörkum á þeim vettvangi,
ætíð eindreginn jafnaðarmaður.
Fyrr á árum var hann í framboði
til Alþingis í ýmsum kjördæmum,
og í bæjarstjórn Neskaupssstaðar
sat hann ein þrjú kjörtímabil.
Eftir að liann tók við sínu anna
sama embætti hér syðra, hafa færri
stundir gefizt til stjórnmála-
afskipta. En áhuginn hefur ekki
dvínað. Og marga grein hefur
Oddur skrifað til stuðnings mál-
stað sínum. Stjórnmálin hafa ver-
ið honum hugsjón og tilbreyting,
en alls ekki tæki til valda eða á-
bata, eins og svo títt er. Til að
mynda bauð hann sig jafnan fram
í kjördæmum, þar sem flokks-
fylgi var svo naumt, að vonlaust
var að ná kosningu ál Alþingis.
Þó að hann hafi aldrei sótzt eft-
ir þingsæti, hygg ég, að flokks-
bræður hans hafi illa þekK^ sinn
vitjunartíma að veita honum ekki
brautargengi til þingsetu með því
að eftirláta honum öruggt kjör-
dæmi, því að hann hefði reynzt
mörgum þeirra snjallari og lifgað
upp á þingið, sem þykir nú harla
litlaust orðið. Því að Odiur er
gæddur flestum kostum þmgskör-
ungs: einbeittur, orðhagur. skap-
heitur, en málefnalegur í viðhorf-
urn, og afarfundvís á hnyttnar lik-
ingar til að krydda með stíl sinn
Þegar öllu er á botninn hvolft, er
þó kannski skiljanlegt, að honum
28
ÍSLENDINGAÞÆTTIR