Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 4
NNINC
KARL EINARSSON,
SÝSLUMAÐUR í VESTMANNAEYJUM
Karl Júlíus Einarsson, fyrrver-
andi sýsluma'ður og bæjarfógeti í
Vestm.eyjum, andaðist í Reykjavík
24. september 1970 rúmlega 98
ára að aldri. Beztu manndóms- og
starfsár sín var hann sýslumaður
og bæjarfógeti í Vestmannaeyjum,
og 1 krafti þess oddviti sýslunefnd-
ar og bæjarstjórnar í hálfan ann-
an áratug, og átti á þeim árum
frumkvæði að og forustu margra
nauðsynjamála Vestmannaeyj-
inga, en sérstaklega er þó tvennt,
sem varðveita mun minningu hans
í Eyjum. Það eru afskipti hans af
sfcofnun Björgunarfélags Vest-
mannaeyja og kaupum á björgun-
ar- og eftirlitsskipinu Þór, og upp-
haf framkvæmda að hafnargerð í
Vestmannaeyjum. Þetta hvort
tveggja voru stórmál fyrir sjávar-
útveginn-og sjómennina í Eyjum.
Vestmanneyingar hafa kunnað
að meta störf hans í þeirra þágu.
Á áttræðisaímæli Karls afhentu
Vestmanneyingar honum tuttugu
þúsund króna heiðursgjöf fyrir
forustu hans í þessum málum bæði
utan þings og innan. Af þessari upp
hæð lagði Bátaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja til sjö þúsund og fimm-
hundruð krónur fyrir starfsemi
hans að slysavörnum og björgun-
armálum.
Karl Júlíus Einarsson fæddist 18.
janúar 1872 að Miðhúsum í Eiða-
þinghá í Suður-Múlasýslu og voru
foreldrar hans Einar Hinriksson
bóndi þar og si'oar veitingamaður
á Vestdalseyri í Seyðisfirði og
kona hans Pálína Vigfúsdóttir.
Voru þau bæði af austfirzkum ætt-
um að langfeðgatali. Einar dó að
Hofi í Vestmannaeyjum árið 1910,
en Pálína í Winnepeg hjá Jarð-
þrúði, dóttur sinni, 1915.
Karl var stúdent^árið 1895, en
lagði stund á lögfræði við Kaup-
mannahafnarháskóia oig lauk það-
an prófi 1903. Á árunum 1904 og
1905 var hann settur sýslumaður í
Rangárvallasýslu og Skaftafells-
sýslu, en 1. maí 1906 varð hann
aðstoðarmaður í Stjórnarráði og
fékk málflutningsleyfi v ið Lands-
yfirrétt í desember 1906. Hann
var skipaður sýslumaður í Vest-
mannaeyjum 1. ágúst 1909, en var
veitt lausn frá embætti 25. febrú-
ar 1924. Skömmu síðar gerðist
hann starfsmaður í Stjórnarráði og
vann þar einkum að endurskoðun
ríkisreikninga fram á háa elli.
Karl kom ekki til embættis síns
I Vestmannaeyjum fyrr en í febrú-
armánuði 1910, sakir þess, að hann
•gegndi störfum í Landsbankanefnd
inni, sem Björn Jónsson ráðherra
skipaði til þess að rannsaka hag
Landsbankans.
Karl var kosinn alþingsmaöur
Vestmanneyinga 11. apríl 1914, og
sat á Alþingi til 1923, en þá féll
hann við ' alþingiskosningarnar 23.
•któber og var Jóhann Þ. Jósefs-
lon kaupmaður þá kosinn í hans
Itað.
Á Alþingi var Karl liðtækur
Itarfsmaður. Hann hélt ekki lang-
ir tölur, en var rökvís og ræddi
höfuðatr.íði mála. Einkum lét hann
sig skipta fjármál landssjóðs og
framfarir í landinu, og kom á fram
færi nauðsynjamálum kjördæmis
síns. Hér verður aðeins minnzt á
tvö stórmál Vestmanneyinga, hafn-
armál Vestmanneyja og björgun-
ar- og eftirlitsskip við strendur
landsins, sem bæði skyldi sinna
slysavörnum og landhelgisgæzlu.
Það kom í hlut Karls að annast
um framkvæmdir að upphafi hafn
argerðar í Vestmannaeyjum. Árið
1914 var byrjað að byggja Hring-
skersgarðinn. Það verk sóttist
seint og var við mikla erfiðleika
að etja bæði heima fyrir og á Al-
þingi. Sýslunefnd og oddvita verð-
ur naumast gefin sök á því hvern-
ig til tókst. Það verður að hafa í
huga að hafnargerðir voru nýjung-
ar á íslandi á þeim árum, og sér-
fræðingar þeir, sem unnu að und-
irbúningi og framkvæmd verks-
ins, gerðu sér ekki grein fyrir því
við hvert ofurefli var að etja, þar
sem var úthafsbrimið við Eyjar.
En það er og vert að hafa í huga,
að upptökin eru undirstaða þess
áfanga, sem náðst hefur í dag.
Ég mun ekki frekar rekja hér
sögu hafnargerðarinnar, enda hef
ég rakið hana nokkuð rækilega í
grein, sem birtist í Tímariti verk-
fræðingafélags íslands árin 1946
1947.
Um slysavarnarmálin vil ég fara
nokkrum orðum og rekja sögu
þeirra í Vestmannaeyjum frá upp
hafi í stórum dráttum.
Á þessu ári munu vera rúm átta
•tíu ár síðan fyrst var í Eyjum haf-
izt handa um slysavarnir. Fyrir at-
beina séra Odds V. Gíslasonar,
prests á Stað í Grindavík, var í Eyý-
um stofnuð bjargráðanefnd undir
forustu Sigurðar Sigurfinnssonar
bónda á Vilborgarstöðum. Að til-
stuðlan nefndarinnar var árið 1894
stofnað Sundfélag Vestmannaeyja
til þess að kenna ungum mönnum
sund.
Séra Oddur hafði skrifað ritling
ÍSLENDINGAÞÆTTIR