Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 27
erlendis, og kom að utan búinn
ótæmandi starfsorku og bjartsýni
á lífið og framtíðina. Hann hófst
þegar handa og setti á stofn mynd-
arlega klæðaverzlun, sem hann
rak um áraraðir. Hann réðst í það
stórvirki árin 1933—34 að reisa
ó þeirra tíma mælikvarða, stórt og
myndarlegt verzlunarhús við Báru
götuna, í Eyjum. En árin sem á
eftir komu, reyndust mörgum, sem
við atvinnurekstur fengust, þung í
dtauti og Páli ekki síður en öðr-
um. Hann hætti verzlunarrekstrin-
um, en hóf þess í stað útgerð,
fiskkaup og fiskverkun, bæði einn
og í félagi með öðrum. Hann bjó
yfir mjög athyglisverðum hug-
myndum um fiskverkun, einkum
skreiðarverkun. Hann mun einn
manna á sinni tíð hafa flutt út til
Hollands söltuð þorskflök í tunn-
um. Sá atvinnurekstur mun hafa
lagzt niður með brottför Páls frá
Eyjum. Þó mun Páll vera Vest-
mannaeyingum, einkum hinum
eldri, einna minnisstæðastur fyrir
þann mikla jarðræktaráhuga, sem
með honum bjó. Hann var um
langt skeið félagi í Búnaðarfélagi
Vestmannaeyja og í stjórn þess um
tíma. Sjálfur tók hann stórar spild-
ur í hrauninu og gerði að gróandi
\
túni. Eitt af fyrstu handarverkum
Páls á því sviöi var túnið suðvest-
ur af kirkjunni, sem hann skýrði
Oddgeirshóla eftir föður sínum.
Það land seldi Páll og hóf brátt
nýtt landnám suður á Eynni og
kallaði Breiðabakka. Þar byggði
Páll lítið og vinalegt sumarhús,
sem hann dvaldi í á sumrum með
fjölskyldu sinni, sér til hvíldar og
hressingar. Það var hans líf og yndi
að rífa upp grjótið, færa til mold-
ina og sjá litlu grænu stráin skjóta
upp kollinum úr þeim jarðvegi
og við þau lífsskilyrði, sem hann
hafði sjálfur búið þeim. Slík störf
voru Páli sem ákall til íslenzkrar
náttúru.
Eins og áður var sagt, var Páll
mjög hugmyndaríkur maður, nán-
ast hugsjónamaður. Hugmyndir
hans í félags- og atvinnumál-
um voru margar sérstaklega at-
hyglisverðar. Því miður talaði Páll
alltof oft fyrir þessum hugmynd-
um sínum fyrir daufum eyrum ís-
lenzkra banka- og valdamanna. Sú
afstaða til mála kann að hafa fyllt
hann einhverri beiskju og jafnvel
tortryggni út í lífið. Einstaka menn
hneigðust til að leggja þetta hon-
um út til stolts og merkilegheita.
Það er rétt, að það gustaði stund-
um um hann á hans mestu anna-
og athafnaárum, en hann var fé-
lagslyndur maður, félagshyggju-
maður, sem naut þess að blanda
geði við góða vini á gleðinnar
stund. Þá var hann ævinlega sá,
sem glaðastur var og kryddaði
mál sitt góðlátlegri kímni. Ég held,
að slík manngerð eigi ekkert skylt
við hroka og merkilegheit.
Eitt af hugsjónamálum Páls, og
eitt það hjartfólgnasta, var hug-
mynd hans að minnismerkinu um
drukknaða og hrapaða í björgum
við Vestmannaeyjar. Páll minntist
alltaf með hlýhug þeirra mætu
Vestmanneyinga, bæði karla og
kvenna, sem hjálpuðu honum til
að koma þessu máli heilu í höfn.
Og við Landakirkju stendur minn-
ismerkið, gert af meistaranum Guð
mundi frá Miðdal, sjómaðurinn
með luktina i hendinni og færið
um öxl, horfandi mót rísandi sól
og minnir um leið á einn af alltof
fáum óskadraumum Páls, sem
hann sá þó rætast til fulls. Þegar
minnismerkið var afhjúpað, 21.
okt. 1951, hélt Páll aðalræðuna og
sagði þá meðal annars: „Minning-
arnar um harmasögu hins liðna
mun nú gista margan dapran hug
nær og fjær, en vér biðjum
þess, að hin dýrlega páskasól megi
ljóma í hverju særðu hjarta
minnug sögunnar um konurnar,
sem gengu árla páskamorguns að
gröfinni til að smyrja lík frels-
arans, en þær fundu ham ekki
en engillinn, sem birtist þeim,
sagði — hann er upprisinn.
Það er vegna þessa almáttuga at-
burðar að allir, sem bera harm
I hjarta, geta látið huggast, fyrir
dýrð og fyrirheit páskanna. Upp
risu sálar og eilíft líf þar sem
vér fáum sameinazt horfnum ást-
vinum vorum í framhaldi jarð-
nesks kærleika, í fyllri og fegurri
mynd en jarðlífið veitir oss. í
þessari trú og þessu trausti,
skulum vér öll, elska, heiðra
og minnast í dag og ævinlega".
Og í ræðulokin sagði Pálh „Megi
friður og fegurð umvefja og blessa
þennan minnisvarða, og minning-
arnar, sem í honum skulu varð-
veitast. Hér í skjóli Landa-
kirkju, unrfA' merki krossins
(SLENDINGAÞÆTTIR
27