Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 32

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 32
SJÖTUGUR: SIGURÐUR PÁLSSON VÍGSLUBISKUP Sigurður Pálsson vígslubiskup á Selfossi fæddist 8. júlí 1901 að Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru Páll bóndi Sigurðsson frá Tröð og Jóhanna Guðríður Björns- dóttir frá Stóra-Hrauni. Sigurður ólst upp á heimili for- eldra sinna, sem var 1 betri röð bændaheimila um alla menningu á þeirri tíð. Hann gerðist fljótt bók- hneigður og sannaðist á honum hinn forni málsháttur, að snemma beygist krókurinn að því er verða vill því hann eignaðist þegar í bernsku þá hugsjón, að verða lærð ur maður og ganga í þjónustu kirkjunnar. Mun hinn kunni klerk ur Árni Þórarinsson á Stóra- Hrauni, sem var sóknarprestur og fræðari Sigurðar hafa fljótt fundið hvað í piltinum bjó og iætt hug hans til að ná því maki er hann þráði. Braust Sigurður til mennta og vann jafnframt fyrir sér. Var sb'kt ekki heiglum hent á þeirri tíð því þá var atvinna oft lítil og laun lág. Myndu lífskjör hins námfúsa *kólapilts frá Haukatungu ekki þykja glæsileg þeim er nú skipa foina æðri námsbekki í skólum tándsins, en hann braust í gegn um nám sitt af mikilli viljafestu. Munu hin fátæklegu lífskjör á námsárun- um hafa gengið mjög nærri líkam- legri heilsu Sigurðar og bjó hann að því fram á miðjan aldur, en náði eð lokum allgóðri hreysti. Sigurður tók guðfræðipróf frá Háskóla íslands vorið 1933 og vígð ist þá þegar til Hraungerðispresta- kalls í Árnessýslu, en þar hafði hann hlotið prestskosningu úr bópi þriggja umsækjenda. í Hraungerði höfðu þeir feðgar Sæmundur prófastur Jónsson og Ólafur sonur hans setið í full 70 ár við miklar vinsældir sóknar- barna sinna. í prestakallinu voru prestskosningar 1933 fólkinu þar harla framandi athöfn og líklega hafa allmargir af kjósendum verið fremur áhugalitlir fyrir öllum hinna þriggja umsækjenda þó ali- ir væru þeir ágætismenn, og tek- ið mun það hafa nokkurn tíma fyr- ir sum sóknarbörnin, að sætta sig vel við nýja prestinn. Hann hafði auðvitað ýmislegt öðruvísi en gamli presturinn og kunnu sumir því ekki vel í byrjun. Líklega hafa því ýms af ofckur sóknarbörn- um séra Sigurðar Pálssonar verið heldur tómlát um hann í fyrstu. En þetta breyttist eftir því sem tímar liðu. Flestir fundu, að hann gerði öll sín embættisverk af áhuga og alvöru og vandaði til þeirra með smefckvísi og mann- legri hlýju. Hann flutti líka ræður sínar á hreinu og fögru máli, sagði liug sinn um eitt og annað á predikun- arstólnum og annarstaðar auðvitað ekki svo að öllunr líkaði, en áreið- anlega varð það honum drjúgt til trausts og virðingar hjá flestum þegar fram í sótti, að hann var op- inskár og hreinskilinn og fylgdi sannfæringu sinni hvað sem öðru leið, en Sigurður hefur alltaf verið bæði hreinn í andstöðu og heill í fylgi sínu við menn og máleiií. Áhugamál hans eru flest á sviði trúmála og kirkjumála og annara menningarmála. Hann hefur mjög ríkan áhuga fyrir því, að reisn og hagur hinnar íslenzku þjóðkirkju eflist og að samantengist og vai’ð- veitist í starfi kirkjunnar fornir messusiðir og nýjir, að biskups- stólar rísi á hinum fornu biskups- setrum Skálholti og Hólum og, að kirkjan á íslandi eflist að starfs- kröftum og eignir þær, sem á sín- um tíma voru frá henni teknar verði henni aftur í hendur fengnar. Sigurður hefur manna mest kynnt sér sögu og siði hinnar ís- lenzku kirkju frá upphafi og er sennilega nú einn hinn fróðasti maður hér á landi um þá hluti. Gæti því vel átt við um hann það sem Fornólfur kvað um Stefán Jónsson Skálholtsbiskup: „Honum var lagin ekki ein animarum cura, vissi hann flesta vísdómsgrein, versificatura kunni hann klerka bezt, þar með kirkju — og kristnilög, — kom það upp á mest“. Hefur liann ritað allmikið um messusiði og dregið fram úr húmi aldanna margan fróðleik á því Framhald á bls. 31. 32 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.