Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 12
NNING
LÁRA SKÚLADÓTTIR
FRÁ MOSFELLI
Frú Lára Skúladóttir, ekkja sr.
Hálfdans Helgasonar prófasts að
Mosfelli, lézt á heimili sínu
í Reykjavík, 14. okt. s.l., rúmlega
71 árs að aldri.
Um Láru mætti skrifa langt mál
og forvitnilegt, því að persónuleiki
hennar var um sumt nokkuð sér-
stæður, en þeim kostum búinn,
sem ekki er allra. Sá vandinn
mestur hvað segja skal, og hvað
ósagt látið, í afmarkaðri minninga-
grein.
Þeir Mosfellingar og aðrir, sem
muna tímana tvenna, en þó sérstak
lega fyrsta þriðjung þessarar ald-
ar, hljóta að minnast Úlfarsfells-
heimilisins eins og það var þá —
alþekkt og rómað fyrir snyrti-
mennsku og myndarbrag
Hjónin, sem þar bjuggu þetta
tímabil, og gerðu garðinn frægan,
voru Skúli Guðmundsson frá Ell-
iðakoti og Guðbjörg Guðniunis-
dóttir frá Miðdal, bæði af innan-
sveitarfólki komin, en áitu ættir
sínar að rekja í fjarlæg héruð
lengra fram.
Guðmundur í Elliðakoti tók á
seinni árum sínum upp ættarnafn-
ið Norðdahl, og það ge.ðu einnig
börn hans. Síðan hafa flest.r niðj-
ar Guðmundar borið þeóa ættar-
nafn. Lára var þar undantekning,
því að hún kenndi sig jafnan að-
eins við föður sinn.
Guðbjörg, móðir Láru, var mikil-
hæf kona, ættrækin og félagslynd.
Er vert að getaþ ess, hér, að hún
markaði varanleg spor í þróunar-
sögu Mosfellssveitar með þátttöku
sinni í Kvenfélagi Lágafellssóknar,
en hún var formaður þess um
langt skeið og hafði enn lengur
mikil afskipti af ýmsu því, sem
til velfarnaðar mátti verða.
Skúli var einnig atkvæðamaður,
lagvirkur og eftirlitssamur um að
allt færi sem bezt úr hendi. M.a.
var hann vegagerðaverkstjóri um
S«bil. — Skúli var frjólslynd-
ur í hugsun, ákveðinn í skoðun-
um og áhugasamur um það, sem
hann taldi að betur mætti fara,
jafnt í hlutrænum efnum sem hug
lægum.
Dóttir þessara hjóna var Lára,
ein af 8 systkinum og þeirra næst
elzt, fædd 26. júlí 1899. En þá um
vorið höfðu foreldrarnir flutzt bú-
ferlum að Úlfarsfelli.
Þar ólst Lára upp við góð
þroskaskilyrði í umönnun foreldra
sinna og ástsæld allra, sem að
henni stóðu. Eðliseigindir hennar
og uppeldisáhrif sem hún hlaut í
heimahúsum, urðu henni haldgott
veganesti sem entist ævina út.
Æskuheimilið varð hennar sama-
staður unz hún giftist sr. Hálfdani
Helgasyni, þeim ástsæla presti okk
ar Mosfellinga, sem enn er saknað,
þótt nú séu liðin meira en 16 ár,
frá því er dauða hans bar mjög
óvænt að. Ilafði hann þá verið
prestur okkar og meginhluta Kjal-
arnesinga, tæpum tveim mánuð-
um skammt í 30 ár. Og lengst af
þessum tíma þjónaði hann einnig
Þingvallaprestakalli.
Með giftingunni urðu þáttaskil
í lífi Láru. Staða hennar í þjóðfé-
laginu var orðin önnur en áður,
en þó var hið nýja starfsvið henn-
um fátt framandi. Langdvöl
þeirra hjóna á Mosfelli varð beim
báðum til mikils ávinnings. Óhjá-
kvæmilega varð hún að kynnast
nýjum mönnum, öðrum iífsform-
um og ólíkum viðhorfum. En slíkt
varð henni ekki fjötur um fót. I.ára
var áfram hún sjálf eins og eðlis-
eigindir og uppeldisáhrif liöfðu
mótað hana. Jafnlyndi hennar og
tillitssemi til annarra voru henni
áskapaðir eiginleikar. Og þó gat
hún verið ákveðin og föst fyrir ef
með þurfti. Hún var sjálfri sér sam-
kvæm um flest og um margt öðr-
um fremri. — Það er ekki ofmælt
þótt fullyrt sé, að hún hafi verið
þannig gerð, að öllum, sem veruleg
kynni höfðu af henni, hlaut að
þykja vænt um hana, og hún batzt
órofatryggð við flest það fólk, sem
hún hafði samskipti við, eða varð
henni hugstætt öðrum fremur.
Eðliskostir og hlutdeild hvers
og eins í framvindu lífsins var það
sem mestu máli skipti. Var hún í
því sem öðru tilgerðarlaus og. i
styrkum tengslum við samtíð sína
og þjóðlega erfð. — Mismunun
manna eftir því hvernig þeir voru
settir á taflborð lífsins, var henni
eins og hvert annað fjarrænt hug-
tak.
Að eðlisfari var Lára draum-
lynd og leitandi að þeim verðmæt-
um, sem líklegust væri til að gefa
lífinu aukið gildi. Hún var sérstak-
lega ljóðelsk og gerði sjálf nokkuð
að því að festa hugsanir sínar og
ýmis tilvik í bundið mál. Er
margt af því þannig gert, að vert
væri varðveizlu.
Fráfall séra Hálfdans varð Láru
mikið áfall og mátti fljótt sjá, hver
þrekraun það hafði orðið henní.
Þá varð hún að ganga í móti ókunn
um viðhorfum og ráða fram úr
framandi viðfangsefnum. Naut
hún þar í' ríkum mæli þeirrar ást-
sækiar, sem þau hjóni/n höfðu
áunnið sér með lífsstarí'i sínu og
reyndist þá margur vinur í raun.
Það kunni hún vel að meta.
Þótt Lára flyttist búferlum úr
sveitinni, rofnuöu ekki tengslin við
heimahagana né það fólk, sem
eftir sat. Það var henni sú líftaug,
sem aldrei brast. Til hinztu stund-
ar var hún söm og jöfn um tryggð
og hjálpsemi við vini sín og sam-
ferðafólk. Umhyggja hennar og
öll framkoma við þá, sem miður
máttu sín, var einlæg og sönn. Og
borin uppi af þeirri lífsskoðun að
samhjálp og gagnkvæmur skiln-
ingur væri undirstaða alls velfarn-
aðar. í sem fæstum orðum sagt:
Hún var betri, einlægari og sann-
ari en algengast er, og því voru
ÍSLENDINGAÞÆTTIR