Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Síða 17
dregur þá tll samneytis en meðan
sameiginleg áhugamál greru örast
þeim í brjósti, en vi'ö fráfall skóla-
og starfsfélaga, sem af öðrum bar
í þokkasælli viðkynningu, er í senn
ljúft að minnast góðra samfunda
og hugraun að sjá á bak honum á
blómaskeiði lífsins.
Eiginkonu, börnum, aldraöri
móður og öðrum vandamönnum
Þormóðs Hjörvar sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur. Ég veit að
hugljúf minning um mikinn dreng
ökaparmann og ástríkan heim-
ilisföður er þeim mikil huggun í
sárum harmi.
Sigurjón Davíðsson.
t
„Kynslóð fæðist og kynslóð deyr.
Kjarninn er andi, skelin leir,
sem brestur af feigð og fúa.
Ég tigna þá alltaf meir og meir,
sem meistarans orðum trúa,
og huga mannanna hefja þeir,
sem himninum næstir fljúga.
Lát höndina starfa við heilans bál.
Frá hjartanu stígur bænamál.
Heill þeim, sem náðar nýtur.
Hann vegur sig upp: hans vængur
er stál,
sem vilja og afli lýtur“.
dóttur, mætri og góðri konu.
Hjónaband þeirra var farsælt og
stóð hún með manni sínum allt til
hinztu stundar. Þau eignuðust
fimm börn: Stúlku, sem lézt á fyrsta
ári. Önnur börn þeirra eru: Finn-
bogi Rútur, Tryggvi, Jóhanna og
Þormóður.
Árið 1943 nam Þormóður loft-
skeytafræði. Hann hóf starfsferil
sinn með loftskeytamaður á stríðs-
árunum með m/s Artic. íslenzk
þjóð fær þeim seint fullþakkað, er
þá hættu lífi sínu og færðu þjóð-
inni björg í bú. í einni ferðinni
strandaði m/s Artic við Mýrar.
Veður var válynt, öldur miklar og
dimmviðri. Þoi'móður var þar með-
al áhafnar og hygg ég, að atburð-
ur þessi hafi meitlazt í hug hans.
Þormóður réðst til Loftleiða ár-
ið 1948 og starfaði þar æ síðan.
Fi'aman af var hann loftskeytamað
ur hjá félaginu eða til ársins 1955,
en síðan flugleiðsögumaður.
Bernska millilandaflugsins á ís-
landi er jafnframt hetjusaga
þeirra er klifu tvítugan hamarinn.
Þegar horft er á þá staðreynd, að
íslendingar skipa í dag veglegan
sess meðal flugþjóða heims, þá
hygg ég, að ekki sé ofmælt, þótt
sagt sé, að íslenzk þjóð standi í
þakkarskuld við frumherjana.
Davíð kvað enn:
loknum prófum dreifðist hópur-
inn á skip og stöðvar í Reykjavík
og úti á landi, en þrátt fyrir
dreifða vinnustaði, slitnuðu per-
Sónuleg tengsl skólafélaganna
furðulítið. Starf loftskeytamanna
er háð samvinnu rnargra aðila og
samstarfið tengir þá traustari bönd
Um en jafnan er í öðrum stéttum.
Oft bar fundum félaganna óvænt
saman, bæði í heimabyggð og er-
lendis. Var það jafnan fagnaðar-
efni að hitta Þormóð. Hispursleysi
hans og prúðmennska í orði og
æði ásamt geislandi gamansemi
skóp honum persónuleika, sem all-
ir samferðamenn hans aðhylltust.
Á þeim fundum voru margar sög-
ur sagðar, en það sem öðrum virt-
ust ógnþrungnir atburðir urðu á
tíðum léttvægir á tungu Þormóðs.
Vafalaust hefur græskulaus
glettni hans bægt þungum kvíða
frá brjóstum skipsfélaga, sem þá
og þegar bjuggust við válegum
atburðum, sérstaklega í söluferð-
um til útlanda á stríðsárunum.
Um tíma sá Þormóður um þátt
í sjómannablaðinu Víkingi, sem
nefndur er Á frívaktinni. Þáttur-
inn byggist á kímnisögum og frá-
sögnum í léttum tón af kynlegum
kvistum í mannlífinu. Kryddaði
hann oft frásagnir með myndum,
sem hann dró sjálfur. Handbragð
hans var auðþekkt, þó ekki fyr-
ir æfða hönd eða meistaralega
teiknikunnáttu, heldur fyrir frjótt
ímyndunarafl. Hugmyndaauðgi
hans í skopinu var eins og djúp
lind í skógarþykkni. Grínsögur úr
þættinum gengu milli manna á góð
um stundum og þátturinn var eft-
irlætisopna sjómanna á vökustund
um, ef tiltækt var að líta í blað.
Eftir 5 ára loftskeytamannsstarf
á skipum og við landsstöðvar,
réðst Þormóður til starfa hjá Loft-
leiðum, fyrst sem loftskeytamaður
og síðar, eftir ákveðið nám, sem
siglingafræðingur. Fjörug starf-
semi félagsins og framsókn í
tæknilegri þróun í tengslum við
margbreytilegt mannlíf var hugð-
arefni hans og undi hann vel hag
sinum hjá félaginu. Atoi’ka og sam-
vizkusemi í starfi ásamt reglusemi
í hvívetna skóp Jionum traust og
virðingu samstarfsmanna og vinnu
Veitenda.
Breytt atvinna á fullorðinsárun-
um og ýmsar aðrar ástæður valda
því, að fundum félaganna úr Loft-
skeytaskóJanum frá 1942—43 hef-
ur fækkað, enda er færra sem
Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns
sonar komu mér í hug, er
ég heyrði, að lát Þormóðs Hjörvar
liefði borið að á gamlársdag.
Þegar við starfsbræður hans lít-
um yfir nýfarinn veg, þá fyllir það
hug okkar, hve skammt er á milli
vina.
Árið, er leið, hefur höggvið stórt
skarð í fylkingu íslenzkra flugliða.
Þegar við tregum látna vini, þá
er það huggun harmi gegn, að orð-
stír þeirra góðu og djörfu drengja,
sem áður fylltu skarðið deyr aldrei.
Þormóður Hjörvar fæddist í
Reykjavík, þann 24. maí 1922.
Hann var sonur Helga Hjörvars,
fyrrverandi skrifstofustjóra út-
varpsins. Helgi Hjörvar var þekkt-
ur af alþjóð, vegna frjórrar hugs-
unar, hnyttni í svörum og sér-
stæðrar frásagnargáfu. Þessir eig-
inleikar prýddu einnig son hans,
Þormóð Hjörvar.
Móðir Þormóðs er Rósa Daða-
dóttir, bónda að Vatnshomi f
Haukadal, Dalasýslu.
Þormóður kvæntist, þann 21.
júlí, 1945, Geirþrúði Finnboga-
„Djai-fa sál, — þú ert djúp og
sterk.
Di'ekinn er andans sigurverk,
trúboði hins nýja tíma“.
Þormóður Hjörvar var sérstæð-
ur um rnargt. Listhneigð var hon-
um í blóð borin. Þegar hann var
erlendis, þá teiknaði hann oft í
blokk sína, það sem honum fannst
myndrænt í umJiverfinu. Hann fór
sínar eigin leiðir á stundum. og
fáir íslendingar munu hafa þekkt
sögu New York eins vel og hann.
Þormóður ritaði greinar í sjó-
mannablaðið „Viking“ urn þessa
„höfuðborg heimsborganna11. Þær
bera vott um frábæra þekkingu, lif
andi frásögn, næmt auga og
hnyttna íhugun.
Þeir sem báru gæfu til þess að
fylgja Þormóði á gönguför um
völundarhús stórborgarinnar urðu
þess vísari, að húsin fengu mál,
steinar töluðu og saga hins liðna
varð lifandi.
Þoi’móður Hjörvar var vitur og
dáður af þeim, er þekktu hann.
}■?
SSLENDfNGAÞÆTTJR