Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 8
björg gift síra Helga Tryggvasyni, búsett í Kópavogi, og Sigríður, heima í föðurgarði. Vorið 1924 urðu svo þáttaskil { lífi Bjarna. Þá brá hann á það ráð, að kaupa jörðina Litla-Ármót, í fæðingarsveit sinni, og hóf þar búskap., Un þær mundir standa yfir í Flóanum miklar fram- kvæmdir þar sem er gerð Flóaáveit- unnar, og þar kom Bjarni mjög við sögu. Hann réðst til þess vandasama verka að gerast spreng ingamaður við þær miklu spreng- ingar, sem varð að gera í aðalæð Flóaáveitunnar, og svo giftusam- lega tókst honum það, að enginn maður fékk svo mikið sem skrámu við þetta hættulega verk. Jafnframt hófst Bjarni handa með mannvirkjagerð á jörð sinni til þess að geta nýtt áveituna, og gekk svo vel frá öllu, að þáverandi framkvæmdastjóri áveitunnar, Ing ólfur Þorsteinsson, lýsti því einu sinni á fundi, að bezt gerða áveitu- kerfið í Flóanum væri á Litla-Ár- móti. Strax þegar Bjarni fluttist að Ármóti kom hann sér upp eld- smiðju og stundaði járnsmíði jafn framt búskapnum. Margir leituðu til hans á þeim árum með alls konar smíðar, því að liann var af- kastamikill, ^andvirkur og útsjón- arsamur í öllum verkum. Mér fannst alltaf eiga við hann þessi vísuorð úr Lilju Eysteins Ásgríms- sonai’: „Varðar mest tii allra orða, að undirstaða sé róttlig fundin“. Bjarni þaulhugsaði hvernig ver'k ið skyldi unnið og hóf það ekki fyrr en hann hafði fundið hina réttu undirstöðu. Hygg ég, að það hafi sjaldan brugðizt. Hann hafði og ákaflega listrænt auga, og var þá sama, hvort hann skoðaði stór mannvirki eða listsaum í höndum kvenna. Hirðusemi og skil- semi voru honum í blóð borin. IHann hafði járnvilja sem hann lét aðra lítt hafa áhrif á. Því var hann eterkur persónuleiki og ógleyman- legur öllum, sem honum kynnt- ust. Bjarni Litla-Ármóti batt ekki bagga sína alltaf sömu hnútum Og samferðamenn hans. Hann var fastheldinn & fornar dyggðir og tók umróti hlns nýja tíma með nokkurrl varúð. En þó að Bjarni væri mikill starfsmaður lét hann gleðina ekki fara fram hjá sér. Hann sótti allra manna bezt NNING Rafn Guðmundsson frá Ketu Aldrei erum við, eins minnt á tímans óráðnu gátu, eins og þegar vinir okkar hverfa af sviði lífsins. Sú staðreynd færir okkur heim sanninn um, að sérhvert líf, hvert starf, hvert bros og sérhvert tár allt hefir sinn tíma, sem er þrot- laus uppspretta, eilífur straumur, sem ekkert afl getur staðizt. Tím- ann, sem raunar enginn maður hef ir ennþá getað skýrt, hvað er í raun og veru. En okkur verður, ef til vill aldrei, eins hugsað til hinnar tor- ráðnu gátu mannlífsins, eins og þegar þeir hverfa sjónum okkar, sem með lífi sínu skildu eftir sig spor í hugum samferðamanna sinna. Gáfu einhvern veginn eitt- hvað af sjálfum sér, eitthvað er lifir í minningu þeirra, sem eftir standa. Þannig var það, er ég frétti lát góðs vinar, Rafns Guðmundssonar frá Ketu. En hann lézt á heimiU sínu á Sauðárkróki þann 13. jan- úar sl. Hann fæddist að Ketu á Skaga þann 21. júní 1912. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Rafnsson, bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Sveinsdóttir, en þau slitu samvist- um. Ólst Rafn því upp hjá móð- ur sinni og seinni manni hennar Magnúsi Árnasyni, sem reyndist honum jafnan sem bezti faðir, Eins og alsiða var um hrausta og mannvænlega unglinga á þeim tíma, fór Rafn að vinna fyrir sér ungur að árum. Sautján ára gam- mannfundi sveitar sinnar og fannst gaman að gleðjast á góðra vina fundum, og var þá hrókur alls fagnaðar. Hann hafði yndi af söng og nafði sjálfur góða söngrödd, og á gleði- mótum fór hann ekki dult með það, að hann kynni að meta Bakk- us konung. Nokkur hin síðustu ár voru starfskraftar Bjarna þrotnir, en hann hafði þó alltaf fótavist, nema síðasta mánuðinn, og andlegum kröftum hélt hann fram í and- I&tið. En nú er kulnað á aflinum og hamarshöggin hljóðnuð. Mikill og góður starfsmaður hefur safnazt til feðra sinna, svifinn á vængjum morgunroðans, meira að starfs guðs um geim. í nær 47 ár uröum við Bjarni samferðamenn í lífinu. Það er að vísu ekki langur tími í sögu þjóð- ar, og fyrir þeim árum fer ekki miltið á spjöldum sögunnar. Þau munu hverfa í aldnahafi, sem dropi í hið mikla úthaf. En 47 ár eru langur tími í lífi hverrar kynslóðar, og nú við leiðarlok þakka ég Bjarna kærlega þessa löngu samleið. Þá vil ég að end- ingu biðja ekkju hans, börnum og öðrum ástvinum allrar blessun- ar á öllum þeirra ókomnu ævidög- um. Kristinn Helgason. (SLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.