Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 21

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 21
þessi hugþekM, bjargtrausti mað- ur, sem engum brást til hins bezta, hefur nú einnig kvatt Flatey í síð- asta sinn. Ég man hann einmitt haustið 1928, rétt um það bil, sem hann kom í eyjuna til dvalar. Það var á ungmennafélagsfundi og ef óg man rétt var rætt um að stofna til blaðsútgáfu. Og þótt ótrúlegt megi virðast finn ég nú, að þetta var fyrsti fundur, sem ég sótti á ævi minni og Friðrik fyrsti ræðumaður.s em ég'heyrði flytja fundarmál, slá í borð og biðja um orðið: „Þetta blað getur orðið ykk- ur sá Mjölnir, sem molar björg hins ljóta og logna. En þið verð- ið að stjórna því með drenglund og af heilindum svo að það verði í þjónustu sannleikans". Þetta voru orð hans, sem mcr líða aldrei úr minni. Og alla tíð, þrátt fyrir lítil persónuleg kynni, fannst mér þau geta verið yfir- skrift skapgerðar hans og eðlis alls. Sumir töldu, að vandi yrði að vera maðurinn hennar Jónínu, sem var þá þegar fullmótaður persónu- Ieiki í umgjörð Flateyjar, sterk og viðkvæm í senn, stórbrotin og glæsileg að allri reisn og risnu. vaxin upp í erfð og heíðum þess hefðarstaðar, sem Flatey hafði um aldir verið. En þetta tókst honum á hinn fullkomnasta hátt, svo hógvær og hlédrægur, sem hann var þó að eðlisfari. Það sýndi sig raunar allt- af, að hann var kristall úr ósviknu bergi íslenzkrar menntar og menn ingar, greindur vel, traustur og trúr í smáu og stóru, æðrulaus, hljóður, dulur og þolgóður, en um leið skilningsríkur, hreinhjartað- ur, góðviljaður, hjálpsamur og fórnfús. Þótt ég ekkert viti um skólagöngu hans, þá fannst mér hann alltaf menntaður maður. Og þau hjón voru því sem eitt til að mynda varöstöðu um verðmæti liinna fallandi vígja í baráttunni við eyðingu Flateyjar, þar sem ljós hins eilífa frá strönd hins liðna mátti lýsa út í sortann og veita framtíð allri verðmæti minn- inga og minja. Varðstaða þeirra sem hinna síð- ustu Flateyinga liðinna alda, mun í minnum höfð, þegar rituð verð- ur saga merkustu eyðibyggðanna á íslandi. En þar verður Flatey með- al fegurstu gimsteina. Friðrik Salomansson, bóiksali og Guörún Þorvaldsdóttir Höfða, Vatnsleysuströnd Þann 22. maí s.l. var til moldar borin, frá Kálfatjarnarkirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni, Guð rún Þorvaldsdóttir, húsfreyja á Höfða á Vatnsleysuströnd, nærri níræð að aldri, fædd 4. nóvember 1881 á Lambastöðum í Mýrasýslu. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Sigurðsson, sem lengi bjó í Álftár- tungukoti á Mýrum, og kona hans Valgerður Anna Sigurðar- dóttir frá Valbjarnarvöllum. vitavörður í Flatey á Breiðafirði, fæddist að Drápuhlíð í Helgafells- syeit 6. okt. 1893. Hann var sonur Elísabetar Sigurðardóttur og Sal- omons Sigurðssonar. Og eru sumir bræðra hans landskunnir menn eins og t.d. Helgi Hjörvar, Gunnar Ursus, Lárus lögreglumaður og Pétur Hoffmann. En þau systkini voru mörg og öll gáfuð og sér- stæð að myndarskap og mann- dómi. Fimm ára að aldri fluttist Frið- rik með móður sinni til Stykkis- hólms og átti þar alla tíð heima, unz hann fór til dvalar í Flatey. Stykkishólmur, „borgin við sund ið“, sem lengi hefur verið kallað- ur með réttu höfuðbær Breiða- fjarðar, var hans minninga- og draumaland. „Þar átti mamma heima“, móðir hans, sem var hon- um ákaflega kær og hjártfólgin. Og þar átti hann lítið leiði einka- sonar, hans Helga Skarphéðins, sem dó níu ára að aldri og faðir lians, liann Friðrik, harmaði alla daga. Sú viðkvæma umhyggja og ástúð, sem Friðrik veitti öllum börnum, sem á vegi hans urðu, var útgeislun frá sorgarperlu í sál hans. Og hið síðasta, sem lagt var honum látnum að armi var Bernsk an, skrifbókin og pennastokkur- inn hans Helga litla. Þannig geta leikföng lítilla handa orðið helgir dómar hjört- um og hugum, sem elska. Þann- ig breyta hlutirnir, jafnvel hinir hversdagglegustu, um gildi í lielgi- Að Guðrúnu Þorvaldsdóttur stóðu sterkir stofnar Mýramanna, manndóms- og dugnaðarfólk. Hér er ekki rúm til að rekja þær ætt- ir í greinarkorni þessu, en þó lang- ar mig að nefna hér nokkra, sem svip settu á sína sarntíð. Má þar nefna Einar Bjarnason, bónda í Laxárholti í Hraunhreppi, f. 1651, er einna kynsælastur varð allra Mýramanna á 17- öld, enda átti hann 9 börn, sem náðu fullorðins- dómi kærleikans í hugsun göfugs fólks, þar sem enn ríkja hinar fornu dyggðir tryggð og festa. Annars var Friðrik að dómi þeirra, sem þekktu hann bezt, mjög trúhneigður maður, og sú trú var skyggn á dýrð æðri heima. Ég vona, að þeir feðgar finnist í einhverjum Guðs himnesku heima. „Anda sem unnast fær aldrei eilífð aðskilið“. Friðrik kvæntist 12. maí 1929 Jónínu Hermannsdóttur i Flatey og heimili sitt áttu þau alla tíð 1 hennar húsi, Hermannshúsi. Hann reyndist Þorbjörgu Guð- mundsdóttur fósturdóttur Jónínu og læknisfrú í Ólafsvík hinn ágæt- asti stjúpfaðir og börnum þeirra læknishjóna Arngríms Björnsson ar og hennar umhyggjusamur og elskaður afi. Og mörg börn hafa i áranna rás dvalið í Hermannshúsi ógleymanlegar stundir við hlýja handleiðslu húsráðenda beggja. Ég lýk svo þessum fáu og fátæk- legu kveðjuorðum með hlýrri hlut tekningu til þín og þinna, Jónína mín. En gott var þér að mega fylgja honum hinztu spor. Það varð ekki öðruvísi betra. Og svo bíður þú við veginn og horfir á dýrð sólarlagsins lióma yfir eyjarnar. Og höfnin verður höfn fyrirheitna landsins, sem gæzka guðs veitir eftir trausta varðstöðu, þar sem gulltöflur glóa í grasi. Reykjavík 24. júní 1971, Árelíus Níelsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.