Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 22
aldri. Á síðari hluta 19. aldar voru
afkomendur hans flestir bændur á
hinum betri jörðum á Suður-Mýr-
um. Af sonum Einars Bjarnasonar
verða hér tveir nefndir: Eiríkur,
sem var langafi Jóns Sigurðssonar,
hins ríka á Álftanesi, og Þorvald-
ur, bóndi í Skutulsey. Dótturson-
ur Þorvalds í Skutulsey var Þor-
valdur Sigurðsson, bóndi í Þver-
holtum, f. 1760, en hann átti 13
börn, sem náðu fullorðinsaldri.
Frá Þorvaldi í Þverholtum er fjöl-
menn ætt komin. Hann var lang-
afi og alnafni Þorvalds Sigurðsson-
ar í Álftártungukoti.
Af bömum Þorvalds og Valgerð
ar Önnu í Álftártungukoti náðu
sex fullorðinsaldri. Elzt var
Guðrún, húsfreyja á Höfða, fædd
4. nóvember 1881, eins og áður
segir, þá Sigurður, f. 23. janúar
1884, kennari, bóndi og hrepp-
stjóri á Sleitustöðum, Skagafirði,
Sesselja, f. 4. mai 1888, húsfreyja
í Álftártungu á Mýrum, látin, Sig-
ríður, f. 19. september 1892, hús-
freyja í Borgamesi, Friðrik, f. 10.
desember 1896, framkvæmda-
stjóri í Reykjavík, og Jónas, f. 21.
septembpr 1899, skólastjóri í Ólafs
vík, síðar fulltrúi í Reykjavík. Allt
greindar- og manndómsfólk.
Guðrún Þorvaldsdóttir fæddist
og ólst upp á einu mesta harðinda
skeiði síðustu aldar, þegar fátækt
var við hvers manns dyr og fólk
fór í stórum hópum til Ameríku
í von um betri tíma. Á þessum
árum, eða nánara tiltekið frá 1882
til 1893, bjuggu foreldrar hennar
í margbýli á Miðhúsum í Alftanes
hreppi. Árið 1893 fluttu þau að
Álftártunmkoti í sömu sveit og
fór þá hagur þeirra batnandi. Álft-
ártungukotið var fO hundruð að
fornu mati og talin góð fjárjörð,
enda varð afkoma þeirra sæmileg,
þótt aldrei væri þar auður í búi.
Það var gaman og fróðlegt að
tala við Guðrúnu Þorvaldsdónur
um liðinrt tima. Hún var ágætlega
greind og stálminnug. Var næst-
um ótrúlegt: hve vel hún mundi
alla hluti fram á síðustu ár Ég
spurði hana margs frá uppvaxtar-
árum hennar um líf fólks í bh'ðu
og stríðn o? fékk ávallt greina-
góð svö>' ••'on þótti mér um
islegt, s-m hún sagði mér um
heimih • míns, Sveins Hel^a-
sonar, Ik ■ Hvitsstöðum Hún
var þar n> '-kra mánuði árið 1900,
frá því í september og fram yfir
áramót. Þegar ég ræddi um þessa
dvöl hennar á heimili föður mins,
var hún ein á lífi af þeim, sem
lifðu og störfuðu á Hvítsstöðum á
þeim tíma.
Ekki naut Guðrún neinnar
venjulegrar skólagöngu á uppvaxt
arárum sínum, eins og flest syst-
kini hennar, sem öll voru yngri.
En þess í stað dvaldi hún um
lengri eða skemmri tíma á nokkr-
um fyrirmyndarheimilum og lærði
þar ýmislegt til munns og handar,
en ekki verður sé saga rakin hér.
Sumarið 1909 flytur Guðrún að
Bergskoti á Vatnsleysuströnd til
unnusta síns, Þórarins Einarsson-
ar, sem er mikill dugnaðar- og
gæðamaður. Þórarinn fæddist 12.
apríl 1884 í Stóra-Nýjabæ í Krísu-
vík. Voru foreldrar hans Einar
Einarsson og Margrét Hjörtsdóttir.
Vorið 1905 hafði Einar ásamt
konu sinni og sex börnum flutt að
Bergskoti. Var Þórarinn elztur, en
tvö þau yngstu á barnsaldri. Mar-
grét líjörtsdóttir andaðist á bezta
aldri, 52ja ára í júlímánuði 1909.
Þá voru öll börn Einars í föður-
húsum, einnig lítill drengur, sem
tekinn hafði verið í fóstur. Það
kom í hlut Guðrúnar Þorvalds-
dóttur að taka þetta stóra heimili
að sér. Þar var raunar ekki tjald-
að til einnar nætur, því að þar og
síðar á Höfða, sem er samtýnis
Bergskoti, átti Guðrún eftir að
vera húsmóðir í meira en sex ára-
tugi.
Guðrún o<? Þórarinn gengu i
hiónaband á»-ið 1910. Hjónavígsl-
una framkvæmdi Ólafur Ólafsson,
þá fríkirkiuprestur í Reykjavík.
Börn þeh-ra hjóna eru fimm, sem
öll eru á lífi. Þau eru: Þorvaldur,
f. 11. nóvember 1909, hæstaréttar-
lögmaður í Reykjavík, Margrét, f.
9. febrúar 1911, húsfrú að Minna-
Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd,
Anna Soffía, f. 3. ágúst 1912, verzl
unavstjóri í Reykjavík, Unnur. f.
15. september 1913, húsfrú í Borg
amesi, Ásta Gunnþórunn, f. 5. okt
óber 1920, húsfrú að Höfða, Vatns
leysuströnd. Auk þess ólu þau upp
fimm fósturböm: Sigurð Hilmars-
son, f. 16. febrúar 1908, bifreiðar-
stjóra, Ytri-Njarðvík, Huldu Valdi
marsdóttur, f. 10. september 1922,
húsfrú _f Bandaríkjum Norður-
Ameriku, Gimnþórunni Sigurjóns-
dóttur, f. 8. júní 1925, húsfrú,
Reykjavík, Elízabetu Brynjólfs-
dóttur, f. 31. janúar 1933, húsfrú,
Reykjavík og Kristjönu Guðmunds
dóttur, húsfrú, Reykjavík, f. 7.
marz 1939. Börnin í Bergskoti og
síðar á Höfða urðu því alls tíu.
Hlutu þar ágætt uppeldi, sem hef-
ur reynzt þeim vel.
Þeim, sem eru fæddir og upp-
aldir í gróðursælum sveitum, þyk-
ir ekki búsældarlegt á Vantsleysu
strönd. Þannig fór fyrir mér, þeg-
ar ég fyrst fór þar um fyrir rúm-
um fjörtíu árum. Ef undan eru skil
in nokkur stórbýli, voru túnin (og
eru enn) víða smáblettir kringum
bæina, en gróðurlítið hraun utan
túns. Ein af þessum jörðum var
Bergskot. Þar var ekki hægt að
stunda búskap nema í mjög smá-
um stíl, aðeins til heimilisþarfa.
Öll afkoma fólks byggðist því að
mestu leyti á sjósókn, en stutt var
á fiskimið. Sagt er að Ströndin
hafi frá fyrstu tíð átt ágæta for-
menn, sem oftast sigldu skipum
sínum heilum í höfn, þótt lending
væri slæm. Einn af þessum happa-
og dugnaðarmönnum er Þórarinn
Einarsson á Höfða. Hann var lengi
formaður á eigin skipi og dugandi
sjómaður í hvívetna.
Eins og fram kemur í grein þess
ari bjuggu þau Þórarinn og Guð-
rún fyrst í Bergskoti og þar fædd-
ust öll þeirra börn. Höfði liggur
samtýnis Bergskoti, og þegar það
býli losnaði úr ábúð, festi Þórar-
inn kaup á þeirri jörð og fluttist
þangað> Fékk hann þá mun betri
aðstöðu til landbúnaðar, enda nytj
aði hann báðar þessar smájarðir
eftir það.
Heimili þeirra hjóna, Guðrúnar
og Þórarins, var alla tíð til fyrir-
myndar. Allur heimilisbragur var
þar ágætur, og eru allir sem til
þekktu á einu máli um það. Bæði
22
fSLENDINGAÞÆTTIK