Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 26

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 26
MINNING PÁLL ODDGEIRSSON KAUPMAÐUR F. 5. júní 1888. D. 24. júní 1971. Á meðan saman lá hér vegur vor, þá voru mínar beztu sólskins stundir. Ég man og þakka þær við hvert mitt spor, unz þrýtur leið og sólin gengur undir . . . Þessar ljóðlínur Þorsteins Er- lingssonar komu mér í hug, er ég frétti lát míns gamla vinar, Páls Oddgeirssonar. Svo margra sól- skinsstunda minnist ég úr kynn- um okkar Páls, að mig langar að láta nokkur fátækleg kveðjuorð fylgja honum, er för hans hefst inn í óræðið handan móðunnar miklu. Páll Oddgeirsson fæddist í Kálf- holti í Holtum, 5. júní 1888. For- eldrar hans voru þau Anna Guð- mundsdóttir og séra Oddgeir Gud- mundsen. Árið 1889 fluttist Páll með foreldrum sínum til Vest- 'mannaeyja, þar sem séra Oddgeir var þjónandi prestur um hartnær 40 ára skeið. Páll ólst síðan upp á prestsetr- inu á Ofanleiti í stórum systkina- hópi. Börn prestshjónanna á Ofan- leiti urðu fimmtán og komust tíu þeirra til fullorðinsára. Af þeirn stóra hópi er nú aðeins einn á lífi, Björn, búsettur í Ameríku. Með eldmóði æskumannsins brauzt Páll til mennta og bjó sig undir það starf, sem að langmestu leyti varð lífsstarf hans um langa ævi, verzlunarstarfið. Ilann hlaut þann undirbúning bæði heima og Ólafur Hrafn Þórarinsson fæddur 26. júlí 1933 dáiiin 29. júní 1971. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Haukum, Hafnarfirði. Sá sorglegi atburður gerðist að Kvöldi þriðjudagsins 29. júní, s.l. á handknattleiksæfingu hjá félag- inu, að einn félagi okkar Ólafur Hrafn Þórarinsson hné niður og var látinn skömmu síðar. Ólafur hóf ungur þáttöku í íþróttum og var fjölhæfur íþrótta- maður, þótt að mestu hafi hann helgað sig handknattleiknum. Hann var traustur keppnismaður en varðist ætíð drengilega, og var hollur í störfum sínum og gerði harðar kröfur til sjáfs sin. Forgöngu hafði hann um að handknatteikur var á ný leiddur til vegs hjá félaginu og var einn fremsti leiðtogi þess á því sviði allt þar til yfir lauk. öil störf sín vann hann með sér- stakri prýði, og naut þar vand- virkni hans og ósérhlífni, vegna þess eiginleika sinna var Ólafi fal- inn fjöldi trúnaðarstarfa innan fé- lagsins, auk þess sem hann var fulltrúi þess í fjölda mörgum nefndum og þingum innan íþrótta- hreyfingarinnar og í þágu íþrótt- anna. Ólafur var sannur íþróttamaður, heill og lifandi í hverju verki, og liafði jákvæð viðhorf til allra mál- efna. Þess nutu félagið okkar og íþróttirnar í ríku mæli. Við samstarfsmenn ólafs úr Haukum þökkuin nú að ieiðarlok- um viðkynningu góða og ánægju- legt samstarf af iieilum hug. Nú viljum við á kveðjustundinni heiðra minningu góðs drengs og félaga. sem hefur verið kvaddur á vit æðri máttarvalda beint af leik- velli starfs og lífs, en söknuðurinn er sárastur, þegar hinir ungu deyja um aldur fram. Megi Guð styrkja ástvini hans í þungum harmi, það er skarð fyrir skyldi, en minningin um góðan dreng og sannan íþróttamann lif- ir. 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.