Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Blaðsíða 10
hlýju frá þér, konu þinni og tengdaforeldrum. Við þökkum þér af alhug fyrir alla hjálp á erfiðu æskuskeiði. Kæri vinur, þú varst góður félagi, skemmtilegur, spaug- samur og hnyttinn í orðum, enda vel hagmæltur og hafðir gott vit á kveðskap, og ortir mjög fögar tækifærisljóð og stökur. Þú unnir sveitinni okkar og sýndir bezt hug þinn í þessum ljóðlinum: < Fagra Akrafjallið kæra, fiest sem geymir sporin mín, kýs ég nú í litlu Ijóði leiða hugann upp til þin. Fyrst í dalsins faðmi blíðum fylltist sálin guðaró, þá var tíðum tæpa gatan tifuð, þó að væri mjó- Hjartans þökk um ævi alla áttu, kæra fjallið mitt, fyrir okkar fornu kynni fel ég drottni nafnið þitt. Hinztu hvíld þar helzt ég vildi hljóta eftir liðinn dag, svo ég aftur á þeim slóðum ætti fagurt sólarlag. Guðni var mjög söngelskur og hafði mjög góða rödd. Hann var einn af stofnendum kirkjukórs Innra-Hólmssóknar. Guðni var mjög verklaginn mað- ur og kunnu sveitungar hans vel að mela það. Þeir leituðu oft til hans og var hann alllaf boðinn og búinn til hjálpar. Það eru margir, sem vildu segja: ,,þökk sé þér“ Hann var fjárglöggur mjög og hans mesta yndi voru bestar og átti hann marga gæðinga um dag ana. Þegar fundum okkar bar saman eftir að liann fluttist til Reykjavík- ur, var alltaf efst í huga hans sveit- in okkar og hvernig fólki vegnaði þar. Guðni andaðist eftir stutta sjúk- dómslegu. en hafði átt við van- heilsu að stríða undanfarin ár, ein- mitt þegar bjartari og nýrri dag- ar voru á næsta leiti, en vorið og sumarið kunni hann manna bezt að meta. Elsku Inda mín, við vollum þér og börnunum, inniíega samúð okkar. Farðu vinur sæli um ljóssins lönd lif þar sæil ég þakka okkar kynni, vertu sæll þér veiti drottins hönd vernd og styrk í nýju lífsvistinni. Jón og Geir Gíslasynir. t „Hvar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir“. Á mildum ok björtum vor- morgni kvaddir þú, vinur, þá ver öld, er hafði verið heimkynni þín í rösk 63 ár. Á svo löngum degi er ekkj að efa, að margt hefur bú reynt, bæði blítt og strítt. Hin sið- ari ár tók heilsu þinni mjög að hraka, en aldrei heyrðust frá þér æðruorð og brosið og hjartahlýjan voru ætíð þau sömu. Vagga þín stóð í einu blómieg- asta héraði þessa lands, Borgarfirði. Heimkynnum Egils á Borg og Snorra í Reykholti og er þvi sízt að furða, þótt „stakan“ væri þér kær. Var þér tamt að grípa til ljóðlistarinnar, bæð'i í gleði og sorg, en slík náðargjöf er aðeins fáum útvöldum gefin. Ég minnist þess, er fundum okk ar fyrst bar sanian, Guðni minn, að þú taldir að ég hlyti að vera a.m.k. hagyrðingur, ef ekki stór- skáld, þar sem uppruni minn væri úr Þingeyjarsýslu og tjóaði ekki á móti að mæla. Barst tal okkar því fljótlega að ljóðagei'ð og minnist ég þess, að þú þuldir upp heilu ljóðabálkana eftir góðskáldin okk- ar o<g fluttir með slíkri kynngi, að ég hygg það á fárra færi að lifa sig svo inn í hugsjónir og drauma þessara snillinga, hvort sem í hlut eiga lærðir eða leikir. Við Þingey- ingar höfum ekki talið okkur neitt smáveldi á þessu sviði, en ég játa það fúslega, vinur, að ég fann ónotalega til vanmáttar míns í þessu sambandi og skammast ég mín ekki fyrir að játa það. Öll þin beztu starfsár stundaðir þú búskap í heimabyggð þinni og þar mun hugur þinn löngum hafa dvalizt, þótt leiðir þínar lægju að lokum til höfuðborgarinnar, þar sem þú endaðir þitt æviskeið. — Ég minnist þess hve ásjóna þin ljómaði, er þú ræddir um góð- hestana þína og í augum þínum voru þeir vinir og félagar, og okk- ur bæri að umgangast öll dýr, sem okkur væri trúað fyrir, á þann hátt. í dag ert þú á ný kominn til þinnar kæru heimabyggðar, þar sem þú munt sjá bjarma fyrir nýjum degi á leið þinni til ljóss- ins. Ég minnist ekki að íiafa heyrt þig hallmæla nokkrum manni, allra sízt þeim, sem minna máttu sín, og um hjálpsemi þína i garð hinna smáu vita allir, sem til þekkja. Þannig munu samferða- mennirnir minnast þín. Ég lýk svo þessum fátæklegu orðum með því að votta konu þinni, börnum ykkar og fjölskyld- um þeirra, dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar og kveð þig, kæri mágur, með þeim orðum, sem þér voru svo töm á kveðju- stundu. — Vertu blessaður, elskan mín, við sjáumst bráðum aftur. Steingr. Benediktsson. t „Dáinn, horfinn “ — Harmafregn! Hvílikt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir. Það er huggun liarmi gegn. J.H. Svo kvað Jónas, er hann frétti lát vinar síns, Tómasar. Það fór líka þannig fyrir okkur hjónum, er við fréttum lát vinar okk- ar, Guðna Eggertssonar. Þó kom það ekki með öllu á óvart, hann var búinn að stríða við langvar- andi heilsuleysi. I-Iann andaðist á sjúkrahúsi hér í borg snemma morguns, N þi'iðjud. 27. apríl s l. eftir stutta en erfiða sjúkrahús- vist. 4. maí s.l. kvöddum við trygg- an og góðan dreng — svo af bar — án þess að kasta rýrð á nokfc- urn samfei'ðamann. Guðni Eggerts- son fæddist 26. ágúst 1907 að 10 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.