Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Side 7
BJARNI BJARNASON LITLA-ÁRMÓTI Það hefur dregizt lengur en ég ætlaði, að minnast með nokkrum orðum, nágranna míns og vinar, Bjarna Bjarnasonar bónda og járn- smiðs Litla-Ármóti, en hann lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi 19. jan. síðastliðinn. Bjarni fæddist að Ölvisholti f Flóa 25. apríl 1887, sonur hjón- anna þar Bjarna Bjarnasonar og konu hans, Elínar Guðmundsdótt- ur. Ólst Bjarni upp með foreldr- um sínum við sízt lakari kjör en þá tíðkuðust í sveitum, en fátækt var þá mikil á seinustu áratugum nítjándu aldar. Þá var það vinnan og aftur vinnan, sem var eina vonin til lífsbjargar. Um skóla- göngu var varla að ræða, því það var ekki fyrr en Bjarni var tví- tugur, að fyrstu skólalögin voru sett á íslandi. Snemma fór Bjarni að stunda sjóinn á vetrarvertíðum, á skútum, persónulega minnist sérstaklega ánægjulegrar kvöldstundar á heimili ykkar hjóna fyrir nokkru síðan, stund ólíkri flestum öðrum. öli H. Þórðarson. t Séra Sveinn Víkingur var sókn- arprestur á Seyðisfirði át ímabilinu 1926—1942. Lengst af bjó hann á Dvergasteini í Seyðisfjarðarhreppi, sem er í nokkurri fjarlægð frá kaupstaðnum, norðan fjarðar, og rak þar búskap. Síðustu árin, sem hann þjónaði prestakallinu, bjó hann í kaupstaðnum og hafði þá jafnframt látið af búskap á Dverga steini. Leiðir hans lágu í kaupstað- inn nærri því daglega vegna emb- ættisstarfsins, svo búseta í kaupstaðnum hentaði betur en é Dvergasteini. Átti það ekki sízt við á vetrum, þegar færð og veð- árabátum og síðast á togurum, en ekki varð þó sjómennskan honum að lífsstarfi. Eitt var Bjarna gefið í vöggugjöf langt fram yfir aðra ur torvelduðu oft og einatt þessi ferðalög. Embætti sitt rækti séra Sveinn með samvizkusemi og kostgæfni. Hæfileikar hans sem ræðumanns eru kunnari en frá þurfi að segja. Stólræður lians og aðrar ræður, sem hann flutti á vegum embætt- isins voru því með afbrigðum vel samdar og ræðuflutningur allur með ágætum, Bæður hans voru lausar við orðskrum og lijóm en voru þrungnar fróðleik, vizku og vísdómi. í ræðurn sínum lagði hann jafnan mikla áherzlu á sið- gæðið og nauðsyn góðvildar og kærleika í öllum mannlegum sam- skiptum. Hver sá, sem sótti kirkju til séra Sveins, fór þaðan fróðari og betri maður en áður. Viðræður í heimahúsum í góðu tómi við séra Svein gleymast eng- um, sem þeim kynntust. Með hinum óvenju miklu gáfum, sem honum voru gefnar, léku á vörum hans alvara, gáski og kýmni með svo menn, það var hagleikur hans. Hann reyndist völundur á alla smíði, þó sérstaklega járn, og þeg- ar hann yfirgaf foreldrahús, fór hann að stunda járnsmíði í brúar- vinnu á sumrin en í járnsmiðjum í Reykjavík á vetrum. Veturinn 1918 vann hann við sprengingar í kolanámunum á Tjörnesi. Bjarni var einn af stofnendum Járn- smíðafélags Reykjavíkur og heiðurs félagi þess mörg hin síðari ár. Hefði liann eflaust getað verið bú- inn að afla sér meistararéttinda í eldsmíði fyrir löngu, ef liann hefði hirt um það. Árið 1920 byrjaði Bjarni búskap í Reykjavik og gekk að eiga heit- konu sína. Sigúrbjörgu Sigurðar- dóttur af Eyrarbakka. Voru þau því búin að lifa í farsælu hjónabandi i rúm 50 ár. Þeim varð þriggja barna auðið, sem eru: Bjarni Ellert bóndi á Litla-Ármóti. Guð- sérstæðum hætti. að tími slíkra viðræðna hvarf mönnum áður en þá varði. Rauði þráðurinn i þess- um viðræðum, og raunar ekki síð- ur í ræðum hans öllum. var ástríðu full leit að sannleikanum. Þessa leit mun hann hafa stundað af áhuga og nákvæmni allt sitt líf. Tilhneiging hans til að ráða gátur og semja gátur var liður í þessarl stöðugu sannleiksleit. Með þessura hætti þjálfaði hann hugarfar sitt. Þetta voru æfingar, sem hann iðk- aði til þess að temja sér skynsam- lega leið til að finna réttu lausn- ina, sannleikann í hverju máll, sannleikann í tilverunni, Við hjónin þökkum séra Sveini og Sigurveigu Gunnarsdóttur konu lians, trausta og hlýja vináttu alla tíma og vottura frú Sigurveigu og fjölskyldu hennar einlæga samúð við fráfall ágæts eiginmanns og föður. Reykjavík, 5. júlí 1971. Hjálmar Vilhjálmssou. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.