Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.07.1971, Qupperneq 3
aftur í tímann en kunningsskapur okkar náði, en þó sagði hann mér frá ýmsu sem á dagana hafði drif- ið. Skarphéðinn var Mýramaður að uppruna, fæddur að Heyholti í Borgarhreppi hinn 17. des. 1885. Hann var því á 86. aldursári er hann andaðist. Hann ólst upp á Mýrum og varð fljótt að vinna fyr- ir sér svo sem títt var um ungl- inga á þeim tímum. Var hann um 14 ára skeið hjá Jóni Jónssyni í Galtarholti, sem var kunnur póst- maður á sínum tíma. Fór Skarp- héðinn oft með honum í póstferð- ir og lenti þá einatt í hinum mestU svaðilförum. Kvað hann þetta hafa verið sér góðan skóla, sem herti hann og hvatti til frekari starfa. Þrítugur að aldri fluttist hann suður með Jóhanni Eyjólfs- syn i alþingismanni frá Sveina- tungu og var með honum í Braut- arholti um nokkurra ára skeið. Þaðan fór hann til Vífilsstaða og vann með Þorleifi Guðmundssyni, sem þá var bústjóri þar. Var hann •kunnur atorkumaður og vel að sér um allt er að búskap laut. Taldi Skarphéðinn sig margt og mikið hafa af honum lært, sem síðar kom að góðum notum. Eftir tveggja ára starf á Vífils- stöðum réðst Skarphéðinn til Egg- erts Briem í Viðey, en hann rak svo sem kunnugt er, mikið bú þar auk þess sem hann hafði mikil umsvif í Reykj aVÍk. Hafði meðal annars 40 kúa fjós hér við Laufás- veginn, svokallað Briemsfjós. Starf aði Skarphéðinn við þetta kúabú í mörg ár. Árið 1937 fluttust þau hjón að Minna-Mosfelli og hafa átt þar heima síðan. Þótt ekki þætti þetta mikil jörð þegar þau hófu þar búskap, varð hún í höndum þeirra ein af mestu jörðum Mos- fellssveitar áður en lauk. Hóf Skarphéðinn þegar mi'klar jarð- ræktarframkvæmdir á staðnum og liýsti jörðina vel. Þótti hann sýna óvenjulegan dugnað og fyrir- hyggju við öll þau umsvif, enda varð árangurinn eftir því. Það sem fyrst og fremst einkenndi allan bú- skap Skarphéðins var óvenjuleg snyrtimennska í allri umgengni, hirðing búfénaðar svo sem bezt varð á kosið og festa og reglusemi í allri daglegri önn. Á Vífilsstöðum kynntist Skarp- héðinn eftirlifandi konu sinni, Katrínu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti. Eignuðust þau hjón MINNING Guðlaug Jónsdóttir Nú skreytir foldu fagur og fagnar lengstur dagur og sólin gyllir grund. Er þyngstu þrautir rofna er þreyttum gott að sofna það gefur gull í mund. Við kveðjum rómi klökkum og kærleikshótin þökkum en minning geymist góð. Um konu, er götu greiddi og gremju úr brjóstum eyddi og vörður vinum hlóð. Ef eitthvað örðugt reyndist og efi í hjarta leyndist og innra erfitt var. Þá vékstu góðu að gestum með gjöfum þínum beztum og orðum ástúðar. Þú geymdir guð í hjarta þig gisti ljósið bjarta þar gafst þú öðrum af. Á ljóssins fagra landi nú lifir sæll þinn andi við þökkum þeim sem gaf. Ég bið góðan guð að styrkja og leiða eftirlifandi elskulegan eigin- mann, börn og barnabörn og aðra aðstandendur. Blessuð sé minning þín, elsku Lauga mín. Þinn vinur, X.I.V. t þrjá mannvænlega syni, þá Guð- mund, sem nú hefur tekið við búi að Minna-Mosfelli, Skúla sem kvæntur er Þuríði Hjaltadóttur frá Æsustöðum í Mosfellsdal, og Sig- urð, sem enn er í foreldrahúsum, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur, ætt aðri af Vestfjörðum. Fjölskylda Skarphéðins hefur ávallt verið ákaflega samrýnd og samta'ka í öllum framkvæmdum og athöfnum, enda hefur vegur henn- ar varið vaxandi með hverju ári. Jörðin er nú vel hýst og glæsileg og allt er þar með miklum ágætum og myndarbrag. Mikill harmur er nú kveðinn að fjölskyldu Skarphéðins heitins, ekki sízt bamabörnunum, því að hann var óvenju barngóður mað- ur. Hændust börn mjög að honum enda kunnú fáir betur lag á ungl- ingum en hann. En það er þó hugg- un, að minningin um góða mann lifir í hugum þéirra. Ég flyt þeim öllum innilegustu samúðarkveðju. Hann hvíli í friði. Baldvin Jónsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.