Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 14.03.1974, Qupperneq 14

Heimilistíminn - 14.03.1974, Qupperneq 14
í útlöndum eru búnir til margir gómsætir réttir úr lifur, sem þykir finn matur. Hér heima þykir lif- ur ekki sérlega spennandi og er oftast matreidd á einn eða tvo vegu. Uppskriftir af lifur upp á grisk- an og indverskan máta fylgja hér með ásamt fleiri uppskriftum, sem ekkert mælir gegn,að séu finasti helgarmatur. LIFUR í HELGARAAATINN 'M DONEGAL ÍWEED Kjólatweed káputweed buxnatweed 10 litir FLAUEL Grófrifflað flauel fínrifflað og slétt flauel Margir fallegir litir VERZL. CGRunp) Laugavegi • Sími 1-90-52 U_____________ Lifur er hollur matur, sem gefur mikið af næringarefnum og lamba- og kálfalifur fæst i hverri almennilegri matvöruverzl- un. Mörgum hættir við að skemma lifrina, með þvi að matreiða hana i of þykkum sneiðum og setja of mikið af hveiti- og eggjum á, áður en steikt er. Lifur á aðeins að steikja i nokkrar minútur, þar til hún er brúnuð utan, en bleik að innan. Eftirfarandi uppskriftir eru frá ýmsum löndum. I flestum þeirra er kálfalifur, en að sjálfsögðu má nota lambalifur i stað- inn. Laukur er ekki i neinni uppskrift- anna, en vandalaust er að bæta honum i, ef einhver vill það heldur. Tómatar, steiktir i smjörliki og kryddaðir eru ákaf- lega gott meðlæti með lifrarréttum. Og þá eru það uppskriftirnar sem ætlaðar eru fyrir fjóra i mat: Eggjakaka veiðimannsins Fylling i eggjakökuna: 100 gr. brytjað bacon 1 fint skorin púrra (má nota lauk) 1/4—1/2 kg. sveppir salt, pipar, smjörliki 1 lifur ldl. kjötsoð 3—5 msk. sýrður rjómi Eggjakakan: 6 egg 12 msk. rjómj^ eða vatn salt og pipar. Ristið baconbitana á þurri pönnu og takið þá af. Siðan er púrran (laukurinn) og sveppirnir kraumað i smjörliki. Blandan er krydduð með salti og pipar og siðan sett saman við baconbitana. Ristið siðan lifrina, sem skorin hefur verið i bita. Hún á að brúnast vel að utan, en vera bleik að innan. Kryddið hana og blandið siðan saman við hitt. Haldið heitu. Eggjakökublöndunni er hellt á heita pönnu með dálitlu af smjörliki. A nokkr- um minútum verður hún stif og hefar sig. Fyllingin er sett á helming kökunnar og hinn helmingurinn brotinn yfir. Siðan er hún sett varlega á fatið. Soðið er upp á pönnunni með kjötseyðinu (eftir að fyll- ingin hefur verið brúnuð) og það jafnað i sýrða rjómann. Úr þvi verður indælis sósa með. Lifur á grisku Grikkir kunna manna bezt að matreiða lifur. Oftast nota þeir lambalifur. 1 þessa uppskrift má einnig nota kálfalifur. 1/2 kg. lifur smjörliki, olifuolia salt, pipar Merian eða oregano, safi úr 1/2 sitrónu Með: Sitrónusneiðar, merian, hvitlauks- yoghurt búið til úr 1/4 1 hreinu yoghurt 1 msk. vinediki, 2 hvitlauksgeirum, 14

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.