Heimilistíminn - 14.03.1974, Page 25

Heimilistíminn - 14.03.1974, Page 25
OG ANNAÐ FÓLK eru frá miðjunni og afgangurinn prjónast alveg eins og á afturstyHkinu. Samsetning: Pressið stykkin. Saumið blómin með lykkjuspori eins og myndinni. Saumið hakið á afturstykkinu saman fyrir hæl og siðan hliðar og innanfótarsaumana saman, þannig að rendurnar standist á. Heklið fastalykkjur umhverfis brúnirnar að ofan og i leiðinni 2 lykkjur fyrir hnappa á axlir framstykkisins. Saumið 2 litla hnappa i hvora öxl á afturstykkinu. LEISTARNIR Fitjaðar upp 15 L og prjónað alveg eins og skriðbuxurnar. Fellt er af framstykkinu, þegar það er 7 cm, en afturstykkinu þegar það er 10 1/2 sm. Saumið saman fyrir hæl á afturstykkinu og saumið saman. SOKKABUXURNAR: Prjónaðar eins og skriðbuxurnar, en þeg- ar stykkið er 9 sm frá miðjunni er prjónaður snúningur (1 sl, 1 sn) og i 3. prjóni er prjónuð gataröð: 1 sl, + slá um, 2sl saman, 1 sn, 1 sl + Endurtakið frá + til + prjóninn á enda. Prjónið 3 prjóna súning i viðbót og fellið af. A framstykk- inu byrjar snúningurinn, þegar stykkið er um 7 sm. Saumið saman eins og skrið- buxurnar og dragið teygju i gataröðina. PONCHO, HÚFA, TREFILL, VETTLINGAR 1 allt settið þarf um tvær hnotur af hvitu og afganga i hinum litunum. Poncho: Prjónuð eru tvö eins stykki, þannig: Fitjið upp 102 1 og prjónið beint áfram með garðaprjóni, en jafnframt er tekið úr á hverjum prjóni á réttunni alla leiðina þannig: Prjóniðslétt, þartil 3 1 eru að miðju, takið þá 21 öfugar saman, 2 sl og 2saman og ljúkið siðan við prjóninn. Eftir 10 prjóna garðaprjón er skipt yfir i slétt prjón og röndótt (rendurnar eins og á skriðbuxunum). Þegar 34 1 eru eftir, er afturskipt yfir i garðaprjón og hvitt (enn tekið úr i miðjunni). Eftir 6 prjóna er fellt laust af. Húfan: Fitjið upp 90 1 og prjónið 12 sm beintuppi snúningi (2 sl, 2 sn). Skiptið yf- ir i slétt prjón og prjónið 5 sm frá snún- ingnum. I. úrtaka: + 7 sl, 2 sl saman + Endurtakið frá + til + og prjónið siðan einn prjón á röngunni. 2. úrtaka: + 6 sl, 2 sl. saman + Endurtakið frá + til +. Prjónið einn prjón á röngunni. Haldið áfram að taka úr og i hvert sinn er einni 1 færra á milli úrt. begar 2 1 eru á milli, eru prjónaðar 2 saman allan prjóninn og end- inn dreginn i gegn um 1 sem eftir eru. Vettlingarnir: Fitjið 28 1 upp og prjónið 3 1/2 sm snúning (2 sl, 2 sn) Skiptið i slétt prjón og prjónið 2 1/2 sm beint upp, svo er tekið úr: + 5 sl, 2 sl saman + Endurtakið frá + til + út prjóninn. Prjónið einn prjón á röngunni. Takið siðan úr, þannig að fækki um eina 1 á milli i hvert sinn, þar til ein 1 er á milli. Dragið þá endann i gegn og prjónið hinn vettlinginn alveg eins. Trefillinn: Fitjið 14 1 upp og prjónið 45 sm með garðaprjóni. Fellið af. Samsetning: Pressið allt nema snúning- ana. Saumið Poncho-inn saman i hliðun- um og saumið út blóm með lykkjuspori á við og dreif á það slétta á húfunni og vett- lingunum. Saumið húfuna og vettlingana saman frá röngunni á þvi slétta og varpið snúningana. Brúðufötin eru mátuleg flestum brúðum, sem eru 45 sm háar, en þær sem vanar eru að prjóna, finna fljótlega út, hvernig þau eru minnkuð eða stækkuð. ef brúðan sem á að fá þau, er stærri eða minni, nema miklu muni. HI^GIÐ 25

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.