Heimilistíminn - 14.03.1974, Síða 38

Heimilistíminn - 14.03.1974, Síða 38
38 A nýársdag stóðu þau hlið við hlið fram- an við litið altarið. Gisela Deike varð eig- inkona Jurgens Bartsch. Hún: 24 ára gömul hjúkrunarkona með bæklaðan hægri fót, blind á vinstra auga og lömuð i andliti vinstra megin. Hann: 27 ára barnamorðingi, dæmdur i fjórfalt lifstiðarfangelsi fyrir morð á fjór- um smádrengjum. Brúðkaupið átti sér stað i hátiðasalnum I geðveikrahæli i Eickelborn. Veizlumat- urinn var hælisrétturinn þann daginn — gúllas með steiktum kartöflum og appel- sina i eftirmat. Eftir brúðkaupið skildu leiðir þeirra. I framtiðinni fá þau að hittast i mesta lagi þrisvar i viku, — milli kl. 9—11 fyrir há- degi og milli kl. 14 og 17 eftir hádegi. En Gisela er i starfi og getur ekki komið nema einu sinni i viku. Þau fá aldrei að vera út af fyrir sig. Engum þótti vænt um hann Jurgen Bartsch var barnaheimilisbarn. Fimm ára gamall fór hann i fyrsta skipti á fósturheimili. Þau urðu fleiri siðar. Hann var innhverfur, taugaóstyrkur og vis til alls — og fór alltaf einförum sem barn, engum þótti vænt um hann. Þegar hann var átta ára gamall, var hann tekinn i fóstur af slátrarafjölskyldu nokkurri. Fósturmóðir hans klæddi hann eins og brúðu og meðhöndlaði hann sem slika. Honum var bannaö að óhreinka sig, bannað að leika sér við önnur börn. Refs- ingin var sifellt sú sama, barsmiðar og löðrungar. Þegar hann var 16 ára gamall, myrti hann átta ára gamlan dreng i helli einum, þar sem hann á næstu árum framdi þrjú önnur viðurstyggileg morð á smádrengj- um. Arið 1966, þegar hann var 19 ára, hand- tók lögreglan hann. Arið eftir, 1967, var hann dæmdur i fjórfalt lifstiðarfangelsi. Blöðin lýstu honum sem kvalráðri skepnu. Utanveltu Arið 1970 heppnaðist lögfræðingi hans að fá mál hans tekið fyrir að nýju. Hann gat sannað, að Jurgen Bartsch væri geð- veikur, og að hann yrði að fá meðhöndlun á geðveikrahæli. Hann var kominn á geðveikrahælið i Eickelborn, þegar hann fékk fyrst bréfið frá Giselu Deike. Hann svaraði þvi ekki. Allt frá fæðingu var Gisela mikið bækl- uð, svo að hún var utanveltu á skólaárum sinum. Snemma fór hún þvi einförum. Hún talaði naumast við nokkurn. Vegna þessarar reynslu sinnar fékk hún áhuga á vandamálum sjúkra einstæðinga. Þess vegna gerðist hún hjúkrunarkona. Arið 1970 las hún um, að mál Jurgens Bartsch hefði verið tekið fyrir að nýju. Láttu mig i friði! — Ég efaðist um, að hann væri eins vondur, ómannlegur og slæmur i sér og blöðin sögðu, segir hún. Ég var viss um, að hann hefði lika sinar góðu hliðar. — Ég get aldrei lokað augunum fyrir þvi, að hann myrti fjóra litla, saklausa drengi. En mér var ljósþað hann þarfnað- ist hjálpar, og mér fannst ég vera nógu sterk til að geta hjálpað honum. Fyrsta bréfinu hennar var ekki svarað einu orði. Eftir annað bréfið fékk hún Hjúkrunarkonan Gisela Deike las um manndýrið og morðingj- ann Jurgen Bartsch i blöðunum og hóf bréfaviðskipti við hann. — Ég get aldrei lokað augunum fyrir þvi, að hann myrti fjögur sakiaus börn. En ég efaðist um, að hann væri eins vondur og sagt var. Mér var ljóst, að hann þarfnaðist hjálpar og fannst ég vera nógu sterk til þess að reyna. Bæklaða stúlkan, sem giftist morði' — Ég var viss um, að hann hefði sínar góðu hliðar

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.