Heimilistíminn - 14.03.1974, Qupperneq 40
0 Einstæðingar
misskilningur, sem hvorki þér eða hann
ráðið við.
Andlit fröken Prehn var orðið náfölt, og
það fóru viprur um munnvik hennar. Orð-
in höfðu komið illa við hana, þvi að hún
fann. að það var mikili sannleikur i þeim.
En hún brynjaði sig með þrjósku — og
stóð teinrétt og ákveðin, þegar Anne fór út
úr ibúðinni.
Næsta sunnudag fóru þau Holger Kragh
og fröken Prehn út i skemmtigarðinn eins
og svo oft áður. Þar sem þau sátu á bekk
undir grænum trjánum, fannst henni hún
ekki lengur geta afborið þennan skripa-
leik. Tilfinningar hennar voru allar i báli,
og hún þráði svo að taka um hönd hans —
undur blitt. Og hún gerði það — starði sem
i leiðslu á svera fingur sina, er þeir lögð-
ust um úlnlið hans. En hvað hann var
grannur og vesældarlegur, hugsaði hún i
vandræðum sinum. Hann var að veröa
gamalmenni. Hún minntist hans frá fyrri
dögum — kraftarlegra, sólbrenndra
handleggja hans. Þetta var liklega allt
um seinan, þvi að hann sneri höfðinu og
starði i undrun á hana. Hún dró höndina
aðsr. Roðinn færðist l'rarn i vanga hennar
— og hjarta hennar hamaðist svo æðis-
legta, að henni fannst hann hlyti að heyra
það.
Og svo skildi hann — i fyrsta skipti. Ó
guð minn góður — henni sortnaði fyrir
augum, og það var eins og hún hrapaði og
hrapaði. Hugsanirnar drukknuðu i
örvæntingu og skyndilegri skeifingu. En
henni þótti þó vænt um hann, hugsaði hún
örvingluð og brast i grát. Hvers vegna
hafði hún alls ekki fengið leyfi til að lifa
lifinu? Hvers vegna var það svo hlægilegt,
að hún skyldi verða ástfangin, þar sem
hún var feitlagin og ónett? Hló hann að
henni? Hún þarfnaðist þess að fá að lifa —
fá að veita karlmanni allt — og hún fékk
ekkert.
— F'röken Prehn, sagði hann rólega.
Mér hefur þótt vænt um vináttu yðar. Þér
hafið verið góöar við mig. Ég var ein-
mana. Mér kom það aldrei til hugar, að
þér bæruð nokkrar aörar tilfinningar til
min. Konan min sagði alltaí, að ég væri
afar barnalegur. Það er vist alveg rétt.
Fyrirgefið mér, fröken Prehn — það er
vist bezt. að við förum heim núna. Þurrk-
ið yður um augun. Þér megið ekki gráta
svona.
Hann rétti henni vasaklút. Gegnum tár-
in sá hún, að i klútinn voru saumaðir
stafirnir L.K. — LeilaKragh. Hún snökti
enn ákafar en áður. Hún hafði vonazt eftir
ást hans — og hún hafði ekki íengið annað
en að úthella tárum i einn af vasaklútum
konunnar hans sálugu.
Hann bætti lágt við:
— Það hefur aldrei veriö nokkur önnur
kona i lifi minu en eiginkona min — og það
verður aldrei nein önnur. Það er erfitt að
vera einmana, en mannleg byrði er svo
margvisleg. Það er svo fáum hjónum
leyft að deyja á sama tima. I flestum til-
fellum verður annar aðilinn að ganga
siðasta og erfiðasta spölinn algjörlega
einn. En öðruvisi getur það ekki verið. Og
jafnframt er ég fullkomlega sáttur við
sjálfan mig — þvi að endurminningarnar
getur enginn frá mér tekið...
Þegar Holger Kragh kom heim — eftir
að hafa fylgt fröken Prehn, snöktandi og i
uppnámi, heim til sin — fannst honum
hann þreyttur og ringlaður. En hugsunin
um hjálp Leilu hjálpaði honum. Honum
fannst hann geta séð hana brosa og heyrt
hana segja: — Holger þó, kjáninn þinn,
sem alltaf ert að leggja aumingja kvenna-
hjörtu að fótum þér. Aumingja fröken
Prehn!
Já, hann hafði innilega samúð með
henni. Það stoðaði ekkert. Hún hafði sagt,
að hún vildi aldrei sjá hann framar.
Og þannig fór það næstum þvi, enda
þótt hún hefði i hugaræsingu sinni gert
heldur mikið úr þessu, þvi að Holger
Kragh hélt áfram að kaupa álegg i
verzluninni, sem orðin var örlög hennar.
Og dæturnar hringdu til hans á hverjum
degi. Þær nefndu fröken Prehn aldrei á
nafn — en gerðu allt til að kæta hann og
telja i hann kjark. Smám saman róaðist
hann aftur. Oft sat hann og hugsaði um
Leilu — um allt, sem þau höfðu átt
sameiginlegt. Og hann var rólegur og
skapgóður, þvi að lifið hafði fundið nýja
farvegi. Honum féll þaö bara illa, að frök-
en Prehn skyldi alls ekki vilja sættast.
Stundum hittust þau af tilviljun á götunni,
þegar þau voru á kvöldgöngu — og þá
kerrti hún hnakkann, horfði beint fram
fyrir sig og gekk fram hjá honum án þess
að heilsa.
0 Sniðugur
þakið i upphafi þessa máls. Það var að
vonum. Djarflegt litaval hans þá dró dilk
á eftir sér, ekki aðeins i næsta nágrenni,
heldur og um allan bæ. Hverja sólskins-
stund i fyrrasumar voru menn um alla
Keflavik önnum kafnir við að mála hús
sin i alls konar litum, sem engum hafði til
hugar komið að setja utan á hús áður, án
þess að eiga á hættu háð og svivirðingar.
Gömlu húsin við Suðurgötu ljómuðu svo
fagurlega i siðsumarsólinni, að menn
spurðu sjálfa sig, hvort hún væri ekki
bara fallegasta gatan i bænum.
En sjón er sögu rikari, og svo fer einnig
hér. Meðfylgjandi myndir bera handlagni
Sævars á hinum fjölmörgu sviðum marg-
falt betra vitni en orðaflóð á ritvél. Með
orð skáldsins i huga,
,,Sá máttur fylgir meistarans höndum
að leysa fjötraða fegurð úr böndum”
skulum við virða myndirnar fyrir okkur
og reyna að gera okkur grein fyrir þvi
hugviti og erfiði, sem i langflestum tilfell-
um liggur að baki verkinu.
B.H.
Attu margar
brúður?
Eða á litla systir þin eða önnur
stúlka, sem þú þekkir margar brúður.
Sé svo, er hægur vandinn fyrir þig, að
búa til svona rúm fyrir brúðurnar
hennar. Allt sem þarf, eru þrir jafn-
stórir trékassar og hliðarstykki úr ein-
hvers konar plötu. Kassarnir eru
klæddir með fallegum pappir eða
sjálflimandi veggfóðri. Og þannig er
bezt að fara að þessu öllu: Klæddu
fyrst kassana utan og innan, en þó ekki
á endunum að utan. Þegar það er búið,
neglirðu hliðarstykkin á endana og það
má klæða þau lika með pappir ef þess
þarf. Passaðu, að naglarnir gangi ekki
inn i kassana, svo dúkkurnar rispi sig
ekki, þegar þær fara að hátta. Rúmföt-
in eru pokar úr bómullarefni, sem
fylltir eru af bómuli.
40