Heimilistíminn - 06.06.1974, Blaðsíða 10
Blómunum finnst gott
að láta hæla sér
BLÓMAUNNENDUR hafa lengi haft það
fyrir satt, að blómin vaxi betur, ef talað er
vingjarnlega við þau annað slagið. Marg-
ir hafa skemmt sér yfir þessari fullyrð-
ingu.
En nú er komið i ljós, aö þetta eru ekki
hindurvitni, heldur visindaleg staðreynd.
Blóm vaxa betur, ef sá, sem hugsar um
þau, er vinur þeirra og lætur sér annt um
velferð þeirra, og þau vaxa verr, ef þeim
er bölvað.
Hugsaði um byggakur
Einn frægasti náttúrulæknir Dana,
Kindt Flyborg, verkfræðingur, gerði fyrir
nokkrum árum tilraun i samráði við
kandidat frá Búnaðarháskólanum. Þeir
skiptu litlum byggakri i 100 fleti, sem voru
einn fermetri hver og settu snúrur á milli.
Siðan reyndu þeir að hafa áhrif á fletina
með ýmsu móti, t.d. með ultrahljóðum, til
að vita hvort þeir gætu aukið haustupp-
skeruna með einhverju móti.
— Engin aðferðin hafði nokkur teljandi
áhrif á vöxt byggsins — nema i einum
fleti, sem ég hugsaði sérstaklega til. Við
tókum myndir af öllum akrinum og einn
flötinn klippti ég út og stakk myndinni i
vasann. Að mnmsta kosti einu sinni i viku
allan vaxtartimann tók ég myndina fram,
horfði á hana og hugsaði stift um, að ein-
mitt i þessum fleti skyldi kornið
verða verulega gott og mikið.
Þegar uppskeran var siðar mæld og
metin á rannsóknarstofu, kom i ljós, að
hún var 22,4% meiri úr þessum fleti en
nokkrum öðrum.
Bölvaði korninu
Flyborg er alls ekki sá fyrsti, sem reynt
hefur þetta. Þegar árið 1924 gerðu frönsk
læknishjón, Vasse að nafni, svipaða til-
raun i Paris. Þau sáðu korni i tvo stóra
bala og i fimmtán minútur á hverjum degi
stóðu þau og töluðu við hornið i bölunum.
Annar balinn fékk allar góðar óskir um að
vaxa vel og rikulega, en hinum var bólvað
og þess óskað af öllum mætti, að þar
mætti kornið visna og deyja. Enginn efað-
ist um árangurinn, sem hann sá. Þó að að-
stæður og skilyröi öll i báðum bölunum
væru nákvæmíega eins, óx kornið vel I
öðrum balanum, en hinn bar öll merki
vanþrifa.
Blóm hafa taugar
Bandariski presturinn Franklin Loehr
frá Los Angeles reyndi að endurtaka til-
raunina. Hann útvegaði sér heilmikið af
fræi og ungum plöntum og fékk 150 sókn-
arbörn sin til að taka þátt i þessu með sér.
Helmingurinn bað daglega bænir um að
vissar plöntur mættu dafna vel og hinn
helmingurinn bað jafn innilega um að
aðrar plöntur mættu visna og deyja.
Nokkrum mánuðum siðar lá árangurinn
ljóst fyrir. Fordæmdu blómin voru að
visna, en hin voru I fyrsta flokks ástandi.
Þessar tilraunir vöktu athygli fjölda
visindamanna og þeir tóku að velta fyrir
sér, hvort plöntur hefðu taugakerfi, sem
tæki áhrif frá mannlegum hugsunum.
Danski eðlisfræðingurinn Leif Karlsson
er einna fremstur á þessu sviði. Hann
hefur um árabil fengizt við rannsóknir á
indverskum gúmmiplöntum og hann not-
ar sömu tæki og notuð eru við rannsóknir
á heila- og hjartastarfsemi mannfólksins.
Lygamælir á blóm
Rannsóknirnar sýna greinilega, að
plöntur hafa eins konar taugakerfi.
Greinilegur munur er á þeim „merkjum”
sem blómin senda frá sér við ýmsar að-
stæður.
A næturnar hvilast þau og senda þá frá
sér merki, sem minna ótvírætt á merki,
sem koma frá sofandi manni. Á daginn
eru þau vakandi. Auk þess kom í ljós, að
blómin eru slappari yfir veturinn og kom-
ast ekki i fulla starfsemi fyrr en sólin og
sumarið koma. alveg eins og menn og
dýr. Nýlega tók rússneski sálfræðingur-
inn V.M. Pusjkin af allan vafa um að blóm
hafa taugakerfi, sem tekur við manníeg-
um hugsunum. Hann lét dáleiða tilrauna-
fóik þannig að það varð sérlega næmt
fyrir áhrifum. Siðan var fólkinu til skiptis
hótað og hrósað og lygamælir, sem tengd-
ur var við úlnlið fólksins, sýndi nákvæm-
lega sömu viðbrögð og mælir, sem tengd-
ur var við blóm i herberginu.
—-=Þegar tilraunamanneskjan brosti,
teygði blómið úr krónublöðum sinum og
þegar ég taldi manneskjunni trú um að
henni væri kalt, tóku blöð blómsins að
titra, segir Pusjkin. Hann hefur sett fram
þá kenningu, að vera hljóti náið samband
milli-taugakerfa manna og jurta, eins
konar fjarhrif. Jurtirnar finna á einn eða
annan hátt, hvernig fólkinu liður, alveg
eins og húsdýr tengjast eigendum sinum
föstum böndum.
Nema streitu
Bandariskur áhugagrasafræðingur
Clive Baxter að nafni hefur fundið all-
nokkur dæmi þess að jurtir nemi streitu
annarra. Baxter er fyrrverandi starfs-
maður bandarisku leyniþjónustunnar og
þar var hann sérhæfður i meðferð lyga-
mælis. Nú er hann meðeigandi i fyrirtæki
sem framieiðir þá og hæg eru heimatökin.
Nú notar hann lygamæli á blóm. Lyga-
mælir mælir m.a. rafstraum i húð þess
sem yfirheyrður er.
Fyrir nokkrum árum reyndi Baxter
nánast að gamni sinu að tengja lygamæli
við eitt stofublóma sinna. Hann setti skaut
mælisins á eitt blaðið og sá sér til undrun-
ar, að mælirinn féll, eins og hjá mann-
eskju, sem er þreytt eða leiðist.
Þá varð Baxter forvitinn fyrir alvöru og
hóf umgangsmiklar tilraunir i þessa átt.
Hann ógnaði blóminu með heitu kaffi eða
eldspýtu og mælirinn þaut upp úr öllu
valdi. Aðrar tilraunir hans haf sýnt, að
stofublóm taka til sin áhrif frá eigandan-
um, ef honum Iiður illa, jafnvel þótt hann
sé langt burtu frá heimili sinu.
Blómið varð hrætt!
t þessu öllu saman liggur ef til vill skýr-
ingin á þvi að sumum gengur svo vel að fá
blóm til að vaxa, en aðrir geta ekki haldið
lifi i þeim, hvað sem þeir reyna.
Ung, dönsk húsmóðir segir að hún hafi
aldrei getað haldið blómum lifandi — þar
til hún var skorin upp við meinsemd i
skjaldkirtlinum. Siðan hefur henni liðið
betur og blómunum lika.
Hinn danski Leif Karlsson, sem áður er
getið, hefur einnig reynt að ógna blómum
sinum með eldi og kaffi, en það hafði ekki
minnstu áhrif. Kannski hefur blómin
grunað, að hann meinti það ekki alvar-
lega.
En Karlsson fékk þó sönnur á þvi, að
hugsanir hafa áhrif á blóm. Hann velti ó-
vart vinflösku á sófaborðinu og mælirinn
á gúmmiplöntunni við hliðina rauk i topp
svo small i! Slöar reyndi hann að hella
Framhald af 47. siöu.
10