Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 38

Heimilistíminn - 06.06.1974, Page 38
Ósýnileg vera ræðst á stúlku MAÍNÓTT eina árið 1951 hópuðust veg- farendur um æpandi unglingsstúlku á götu i Manila i Filippseyjum. Svo virtist sem hún berðist við eitthvað ósynilegt, og hún æpti af skelfingu. Hún veifaði hand- leggjunum og reyndi jafnframt að slita eitthvað af sér, eitthvað sem enginn sá. Hún hrópaði: — Það bitur mig, það bitur mig! Hópurinn umhverfis gerði ekkert. Fólkið leit brosandi hvert á annað og hristi höfuðið. Það var greinilegt, að stúlkan var brjáluð. Kannski var hún hundir áhrifum ópiums, og ef vill var hún drukkin. Nú, sjón hennar gat lika hafa truflazt vegna hungrus. Greinilegt var, að hún var ein af þeim heimilis- og munaðar- lausu unglingum, sem þvælast um göturnar. Kallað var á lögregluna, og henni tókst með erfiðismunum að koma æpandi og sparkandi stúlkunni á stöðina. Þegar hún loks róaðist, sagðist hún heita Clarita Villaneuva og væri 18 ára. Hún grátbað lögreglumennina að lita á hand- legginn á sér, þegar þeir létu i 38

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.