Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 3
Hæ Alvitur! Mig langar til aö spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvað kostar flugfar til Kina? 2. Hvaö heitir konan hans Johns Lennon? 3. Er nóg aö vera gagnfræöingur til að vera snyrtisérfræðingur og há- greiðslukona? 4. Hvernig eiga meyjan (strákur) og meyjan (stelpa) saman, svo og hrút- urinn (strákur) og tvlburar (stelpa)? 5. Hvaö lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, aö ég sé gömul? Hvaö þýöir nafniö Hanna? Hanna. Svar: 1. Þessa dagana kostar þaö um 100 þúsund krónur, en það er ekki alveg sama hvaða leið þú ferð. 2. John Lennon hefur ekki kvænzt siðan hann skildi við Yoko. 3. Gagnfræðapróf er nægilegt til náms i snyrtingu,en hárgreiðslufólk þarf að ganga gegn um iðnskóla. 4. Tvær meyjar eru báðar svo skynsamar, að þeim hlýtur að hund- leiðast hvert annað, ef þau vinna ekki vel að þvi að hafa gaman i kring um sig. Það er alltaf rómantik og spenningur i sambandi hrútstráks og tviburastelpu,enlifiðerþóekki dans á rósum. 5. Það er heldur litið að lesa úr svona skólaskrift, nema vera skyldi að þig langaði til að vera svolitið sérstök og sniðug. Þú ert varla nema 14-15 ára. Ég finn hvergi neina skýringu á nafninu Hanna. Gæti ekki verið að þú hefðir átt að vera strákur? Alvitur Heiil og sæll, Alvitur góður! Ég sendi þér linu vegna spurningar, sem fram kom I „Hvað veiztu” i 13. tbl. Heimiiistimans. Spurningin var á þessa leið: „Hvað táknar H f rómverskum tölum?” Þessu var ég fljótur að svara á þá leiö að I róm- verskum tölum væri ekkert H. Ég varö þvi undrandi, þegar ég sá aö svariö, ssm gefiö var, var 200. t fyrstu datt mér i hug, að þetta kynni að vera tölutákn, sem fallið heföi í gleymsku, þar sem engin þörf var fyrir þaö, vegna þess aö 200 er CC. Ég kannaöi máliö og fletti upp i „Encyclopaedia Britannica” Þar kemur I ljós, að H hefur aidrei verið rómverkt töiutákn Á hinn boginn tiökaöist notkun þess i Grikklandi og þýddi þar 100. Þaö gætir þvi misskilnings bæöi i spurningunni og svarinu. Þetta þætti mér gaman aö kæmi fram, til aö komast hjá því aö einhverjir fari aö tákna 200 með H og heldi aö þeir séu aö nota rómversk tölutákn. Magnús. P.S. Hvers vegna var Heimilis- Timinn minnkaöur úr 48 siöum I 40 eftir sumarfri? Sami. Svar: Ég þakka kærlega fyrir ábendinguna, en sá sem seraur spurnin^arnar, þýddi þessa úr ensku blaði, orðrétta og svarið lika. Við PS- inu er það að segja, að valið stóð milli þess að minnka blaðið og ráða fleira fólk að þvi. Alvitur. AAeðal efnis í þessu blaði: 1. april er ^kkertgrin............... bls 4 Einkastjönuspáin .................... — 6 Fylltar pönnukökur................... — 9 Gömulkista — ný hirzla .............. — 10 Pop— Leon Russel..................... — 12 Frídagurinn minn, smásaga............ — 13 Tröllkarlinn, sem borðaði yf ir sig.. — 15 Hvað veiztu?.......,................. — 17 Símon Dalaskáld........................ — 18 Ljóð................................... — 20 Föndurhornið........................... — 21 Haf rar reka vindlingana burt.......... — 22 Merkar uppf inningar, rakblaðið...... — 24 Gleymda landið......................... — 26 Sagnist um einhyrninga ................ — 28 Ti I bóta.............................. — 30 Eruþæreins?............................ — 31 Að mála skápa og skúffur............... — 31 Það á ekki að leggjá Karþagó í rúst.. — 32 Kötturinn Bastian, frh.saga barnanna .. — 33 Ókunnureiginmaður, frh.saga............ — 35 Ennfremur Alvitur, skritlur, gátur, húsráð, pennavinir, spéspeki og fleira. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.