Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 32
Það á ekki að leggja
Karþagó í rústir
— Um allan heim eru forminjar í hættu. Karþagó er gott
dæmi um það sem gert er til að bjarga þeim.
— Og að endingu legg ég til, að Karþagó
veröi lögð i rústir.
Fyrir túmlega 2000 árum var þessi
setning gerö ódauðleg i rómversku
öldungadeildinni og nú á siöustu árum, er
hún komin á dagskrá aftur, en nú snýr
hún öfugt.
Nú á sem sé aö varöveita Karþagó.
Rústirnar, sem eftir standa af þessari
rómversku stórborg á noröurströnd
Afriku eru að molna niöur. Þaö er
UNESCO, menningar- og visindastofnun
Sameinuöu þjóöanna, sem gert hefur
miklar áætlanir um uppgröft og verndun
rústa Karþagó næstu fimm árin.
011 aöildarlönd Sþ hafa fengið boö um
að greiöa hluta kostnaoarins og fornleifa-
fræöingar frá f jölda landa munu á næstu
fimm árum streyma til Túnis til aö grafa.
Það mun kosta tugi milljóna króna að
varðveita rústir Karþagó handa af-
komendum okkar og framkvæmdirnar
við það verða svo miklar að hægt verður
að likja þeim við það sem gerðist I
Egyptalandi, þegar Assúan-sliflan var
reist. Þá þurfti að bjarga fjölda fornra
mustera undan vatni og þar var UNESCO
einnig að verki.
Flóð er einnig ástæða fyrir björgun
Karþagó, en það er annars konar flóð.
Útreikningar benda til að innan tiu ára
hafi ibúafjöldi Túnis tvöfaldast og aö
sjálfsögðu verður aukningin mest
umhverfis borgarrústirnar, þvi Karþagó
er útborg höfuðborgarinnar, Túnis.
Borgarrústirnar standa á svæði, sem
liggur ákaflega vel viö Miðjarðarhafinu
og þar hafa risið upp glæsileg ferða-
mannahótel á siðustu árum. Sérfræðingar
UNESCO óttast að tekið verði að ryðja
rústunum brott til að byggja fleiri hótel.
Enn hefur litið sem ekkert verið grafið i
mikinn hluta borgarrústanna og þykir
sérfræðingum timi til kominn, að alþjóða
samvinna myndist um að bjarga þvi sem
bjargaö verður. M.a. er fyrirhugað að
nota visindalegar aðferðir til að stöðva
eyðingu þeirra verðmæta, sem þegar hafa
komið fram i dagsljósið.
En það eru ekki aðeins náttúruöflin sem
eyða rústunum i Karþagó. Varzla er
heldur slæm og ferðamenn hika ekki við
að brjóta sér stykki úr súlu eða húsvegg
og taka með sér heim sem minjagrip.
Fyrst útlendingar eru svona hrifnir af
rústunum, þá er ekkert undarlegt þó
heimamenn ráðist á rústirnar og selji
útlendingum þær i smástykkjum.
Stranglega hefur verið bannað að f jar-
lægja svo mikiö sem steinvölu úr rúst-
unum, en það er þó gert i stórum stil og
jafnframt á sér stað mikið svindl með
minjagripi. Seljendur bjóða ferða-
mönnum hiklaust og ,,i algjörum trúnaði"
gamla peninga eða keramikbrot, sem þeir
segja aðhafi fundizt i rústunum. Margt af
þessu eru góðar falsanir og þarf venju-
lega sérfræðinga til að skera úr um að
hlutirnir séu ekki „ekta", En eins og
öllum er kunnugt, vilja allir láta gabba
sig og þvi gengur sala „minjagripanna"
alveg skinandi vel.
32