Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 24
AAerkar uppfinnmgar RAKBLAÐIÐ AÐALATRIÐIÐ er ekki aðeins að finna upp eitthvað, sem fólk þarfnast, heldur eitthvað sem það getur notað, fleygt og keypt aftur. Þegar Bandarikjamaðurinn King Camp Gillette starfaði sem sölu- maður, hugsaði hann mikið um þessa kenningu, sem eignuð var manni þeim, sem fann upp einnota-flöskutappann. Gillette var draumóramaður og dreymdi stöðugt um að verða skyndilega auðugur og hamingjusamur. Hann var fertugur, þegar hann fékk snilldarhugmynd sína. Hann stóð og var að raka sig að morgni dags og hugsuninni sló niður í huga hans: Rakskafa með blöð- um, sem hægt var að skipta um. Það var hluturinn! Þaö þurfti allt of oft að brýna rakhnifana, sem ekki voru aðeins leiðin- legir I notkun, heldur lika stórhættulegir. Það var svo sem engin furða, þótt þeir sljóvguðust fljótt, þvi i hvert sinn, sem maður rakar sig, sker hann sundur allt að 25 þúsund skegghár. Það hlaut að vera hægt að framleiða rakblað, sem festa mátti i til þess gert hylki og fleygja, þegar það yrði -sljótt. Gillette hljóp út og keypti sér svolitið af messing, stálbönd, sem notuö voru i klukkufjaðrir, litið skrúfstykki og þjöl. Með þessum hlutum bjó hann til fyrsta rakblaðið sitt. Þetta var árið 1895 og næstu sex árin barðist hann fyrir rakblaöið sitt. Ekki að- eins viðað fá uppfinninguna viðurkennda, en gerði stöðugt nýjar endurbætur og fann upp þynnri blöð og ódýrari framleiðsluað- feröir. En hann hafði alls enga tæknilega reynslu og kaupsýslumenn og stálkóngar hlógu að öllu saman. Meira að segja vinir hans héldu að hann væri orðinn galinn i kollinum. En svo hitti Gillette uppfinningamann- inn William Nickerson, sem tók þegar að sér að leysa tæknilegu vandamálin. Nick- erson hafði þegar fundið upp lyftuhnapp- ana, sem gátu stöðvað lyftuna við hvaða hæð sem fólk óskaði, vél til að vigta og binda kornknippi og fleira handhægt. Nú var myndað félag, sem i lauslegri þýðingu nefndist Gillette-öryggisrakstrarfélagið, 24 og aðalstöðvar þess voru i litlu herbergi yfir fiskbúð i hafnarhverfi Boston. William Nickerson endurbætti ekki að- eins rakblöðin, heldur útbjó vél sem framleiddi bæði raksköfurnar og blööin, næstum sjálfvirka. En vandamálin hlóð- ust upp á hinum vængnum: Félagið var á kafi i skuldum og hvað gagnaði þá að fjöldaframleiða rakblöð, þegar enginn vildi kaupa þau? Gillette og Nickerson gáfu öllum vinum sinum og kunningjum sköfur og blöð, jafnframt þvi sem syrti i álinn i peningamálunum. En skyndilega fékk einn kunningjanna trú á hugmynd- inni og lofaði fjárhagsaðstoð. Þá breyttist allt til hins betra. Árið 1903 var búin til 51 rakskafa og 168 rakblöð. Arið eftir fékk Gillette einkaleyfi á uppfinningunni og gat hafið auglýsingaherferð og jókst framleiðslan I 90 þúsund sköfur og 124 þúsund blöð. Arið 1908 seldust meira en 13 milljónir rakblaða. Eftir að hafa reist verksmiðjur i Bret- landi, Frakklandi, Þýzkalandi og Kanada, dró Gillette sig i hlé til að eiga náðuga daga i ellinni. A búgarði I Kali- forniu ræktaði hann ávexti og dreymdi um að endurskipuleggja fjármálakerfi alls heimsins. Mynd af honum, manni með liðað hár og vel snyrt yfirskegg, var utan á pökkunum með Gillette-rakblöðun- um allt fram til 1963. Um aldirnar hefur sá siður að raka sig breytzt. Stundum er i tizku að vera slétt- rakaður og á öðrum timum hefur allur rakstur verið bannaður af trúarástæöum. Hins vegar hefur hermönnum allra tima verið ráðið frá að safna skeggi, til þess að óvinurinn ætti ekjci jafn auðvelt með að ná á þeim handfestu á vigvöllunum. Gömlu rakhnífarnir voru hreinustu morövopn. Það varð að fara varlega með þá og það gat haft blóðugar afleiöingar að gera smámistök. Fyrsti rakhnífurinn, sem hægt er að segja, að hafi verið nokk- urn veginn öruggur, var fundinn upp I Paris árið 1762. Blað hans var fellt inn i málmhylki, þannig að aðeins eggin gekk fram úr. Það var siðan Breti, sem gerði hnifinn þannig, að blaðið kom þvers á skaftið. Raksköfur urðu ekki sérlega vin- sælar, þangað til Gillette kom með sina og blaöið með. Hann átti i hatrömmum deil- um og jafnvel illindum við framleiðendur rakhnifanna, þvi þeir töldu aðhann mundi leggja undir sig allan markaðinn. En siðan fengu rakblöðin keppinaut: Þurrraksturinn. Engin sápa, ekkert vatn eða froða, engir borstar eða krem. Fyrsta rakvélin kom á markaðinn með hnifum, sem snerust bak við rifaðar plötur og sniöu skeggstubbana sundur fljótt og sársaukalaust. G.P. Appleyard fékk einkaleyfi á þessari snilldaruppfinningu skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina og 1923 fann Jakob Schick upp fyrstu raf- magnsrakvélina, sem hefur siðan oröið til þess að rakarastofurnar gömlu heyra nú sögunni til. Teikning frá 18 öld, þegar rakhnffurinn ógnaði eyrum manna og nefjum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.