Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 35
hafði svo mikinn áhuga á hlutunum á Burnettia og var svo samvizkusöm. Hann hafði oft strítt henni á því að hún gat aldrei látið neitt bíða næsta dags. Alltaf þurfti hún að elda mat eða gera eitthvað fyrir bræðurna. Þegar hann stóð upp til að fara, sagðist hann ætla að koma aftur og sagði Neil strax, að hann mundi koma daginn eftir og spurði hvort hún þarfnaðist einhvers að heiman. Janet brosti til hans. — Ef ri hlutann af náttfötun- um, sem þú komst með. — Áttu við... — Að þú hafir bara komið með buxurnar, út- skýrði hún og John Stack hló, í fyrsta sinn þennan daginn. Hafði hann ekki einu sinni gert nákvæm- lega sömu mistökin? — Ég skal gera það. Neil fannst hann enn sauðar- legri en áður. Luke brosti til hans og hann f lýtti sér að skipta um umræðuefni. — Ég er búinn að ganga frá því að málararnir koma í vikunni. Þeir geta unnið í f riði, því við erum að byrja uppskeruvinnuna. Jane gladdist yfir þessum fréttum, en það var ekki alveg laust við að hún fyndi til samvizkubits. Hér var hún að leika hjúkrunarkonu á annarra manna heimili, meðan hennar menn þræluðu til að bjarga uppskerunni, áður en færi að rigna. En hún huggaði sig við, að hún gæti kannske ekið yfir að Burnettia öðru hverju og litið eftir því að nægur matur væri í húsinu og málararnir ynnu eins og hún vildi. Luke stóð og hallaði undir flatt og beið og Neil horfði efasemdaraugum á hann. Jafnvel John tví- sté og beið eftir að eitthvað gerðist. Neil fannst þeir báðir bíða eftir að einmitt hann gerði eitthvað, en svo tók hann að roðna. Þeir skyldu þó ekki vera að bíða eftir þvi að hann kyssti Janet? Þau stóðu öll á tröppunum fyrir utan, það var alldimmt og útiljósið var ekki kveikt. — Kannske ég sé fyrir, sagði Luke í gamansöm- um tón og Neil langaði mest af öllu til að sparka í afturendann á honum. Janet fann á sér, hvernig honum leið, Hún hélt líka að hinir biðu eftir að Neil kveddi konuna sína, en þau skyldu svo sannarlega vera ein, þegar Neil kyssti hana í fyrsta sinn. Hún greip hönd hans, þrýsti hana hlýlega og sagði: — Góða nótt, Neil. Sé þig á morgun. Góða Janet, hugsaði hann og flúði inn í dimman bílinn. Þegar hann kveikti á Ijósunum, sá Janet f raman í hann rétt í svip. Munnurinn var samanbit- inn og hann horfði hörkulegu augnaráði á bíl Lukes, sem stóð framundan. Janet var fimm daga hjá frú Stack, sem var dá- lítið slöpp eftir lostið og naut þess að geta legið í rúminu og látið Janet stjana við sig. En hún óskaði þess að hinn skelfdi eiginmaður hennar færi út til elsku kindanna sinna, í stað þess að hanga inni hjá henni á svipinn eins og hans síðasta stund væri upp runnin. Ötal gestir komu eftir að fréttist um óhappið. Þeir komu með blóm, kökur, bækur og allt sem þeir héldu að gleddi konuna, sem svo oft hafði komið þeim til hjálpar, þegar eitthvað var að. Janet fannst hún ekki gera annað en taka á móti gestum og laga te og eftir tvo daga fannst henni hún næst- um eiga heima á Byways. Neil kom á hverju kvöldi, eftir að þeir Ray voru búnir með störf dagsins, en hann hafði lítið að segja, nema fréttir af uppsker- unni. Hún vonaði, að þeir yrðu ekki búnir, áður en hún kæmi heim, því hana langaði til að sjá stóru bindivélarnar aðstörf um. Neil fullvissaði hana um, að það væru að minnsta kosti tíu dagar ef tir. Þessar samræður tóku um það bil tíu mínútur og siðan varð þögn. Neil leit alltaf til dyra, þegar bíll ók upp að húsinu og varð skritinn í f raman. En Luke kom alltaf fyrir hádegið og hún sagði Neil ekki ffá því, af þeirri ein- földu ástæðu að hún sá ekki ástæðu til þess. John sagði heldur ekkert, það komu svo margir, að hann tók ekki eftir neinum sérstökum. Hann gladdist bara yfir að sjá alla og yfir umhugsunarseminni gagnvart Arabellu hans. Þriðja daginn fór f rú Stack á fætur og sendi Janet yf ir til Burnettia eftir gardínuefninu. Hún sagði, að þó hún gæti ekki sjálf saumað þessa dagana, gæti hún mælt og sagt Janet, hvernig hún ætti að gera og Janet gæti notað saumavélina hennar. Þegar Janet ók gegn um hliðið heima hjá sér, greip hún andann á lof ti af undrun og hrif ningu, þvi öll framhlið hússins var Ijóslillablá og þetta var fallegt með græn trén og hæðirnar i baksýn. Hún brosti ánægð, þegar hún gekk inn. Bluey heilsaði henni fagnandi, hann var ekki sérlega ánægður með það hlutskipti að elda ofan í Neil og Ray. Andlitið á honum lengdist, þegar hún sagðist ekki vera komin alkomin. Hún þóttist ekki sjá vonbrigði hans og sagði: — Ö, Bl uey, hef urðu séð húsið að utan? — Mörgum sinnum, svaraði hann stuttlega, en svo sá hann hrifninguna í svip hennar. — Já, frú Janet, það er fallegt. 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.