Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 16
strákur og barði á hellisdyrn-
ar.
— Hver er það nú? næstum
öskraði Sófus að innan.
— Það er bara ég, litill
tröllastrákur, sem er svo
óskaplega svangur. Geturðu
ekki gefið mér svolitið að
borða?
— Burt með þig, óþægðar-
anginn. Ég vil borða matinn
minn sjálfur, þrumaði Sófus.
Og litli tröllastrákurinn rölti
inn i skóginn aftur, bæði
svangur og leiður. En
skömmu seinna átti trölla-
stelpan hún Trýna leið fram-
hjá hellinum. Hún var lika
svöng og þá var ekki úr vegi
að banka upp á hjá Sófusi og fá
svolitinn mat. En þá var Sófus
orðinn alvarlega reiður og var
ekkert betri við hana en hina.
Svo hún rölti sömu leið.
— Þetta er meiri betlara-
lýðurinn, sem á leið hér um,
drundi i Sófusi. — Maður getur
ekki einu sinni fengið matfrið.
En svo lét hann fara vel um
sig i stólnum sinum með
grautarskálina á hnjánum.
Það var nærri hálftimi siðan
hann hafði borðað og þá var
hann orðinn glorhungarður.
Hann tróð i sig grautnum,
smjattaði og kyngdi og gerði
ekki hlé langa stund, nema til
að hneppa frá buxnastrengn-
um, þvi alltaf stækkaði istran.
En úti fyrir dimmdi og það
fór að rigna og hvessa. Veðrið
versnaði, trén svignuðu í rok-
inu og iskalt regn fossaði niður
yfir tröllaskóginn.
Tvö litil tröllabörn, sem
hétu Ketta og Patti höfðu villzt
i skóginum. Þau höfðu verið
úti að tina ber allan daginn, en
nú gengu þau grátandi um i
myrkrinu. í hvert sinn sem
þrumur og eldingar komu,
hjúfruðu þau sig hvort að öðru
og kveinuðu. Þess vegna urðu
þau afar fegin, þegar þau
komu auga á hurðina fyrir
hellismunnanum hjá Sófusi.
— Hver er nú að berja?
hrópaði Sófus.
— Það eru bara Ketta og
Patti, tvö góð tröllabörn, sem
hafa villzt. Við erum hrædd og
blaut. Megum við koma inn og
nlýja okkur og fá eitthvað að
borða? spurðu þau eins fallega
og þau kunnu.
— Snautið burtu, hrópaði
Sófus. — Ég hef ekki meira
rúm en ég nota sjálfur og mat-
inn minn vil ég hafa i friði.
Tröllabörnin hlupu dauðskelfd
inn i skóginn aftur. Þetta var
nú ljóti karlinn, hugsuðu þau.
Inn i helli Sófusar var hlýtt
og notalegt. Hann heyrði i
regninu og þrumunum úti fyr-
ir og hugsaði ánægður með
sjálfum sér: Það er svei mér
gott, að ég er ekki úti i þessu
vonda veðri. En nú þarf ég að
hita upp svolitinn graut,
reglulega góðan skammt. Þar
með slengdi hann i sig þvi sem
eftir var af grautnum og lagð-
ist svo upp i rúm og sofnaði.
En ekki var hann búinn að
sofa lengi, þegar hann vaknaði
við að honum var skelfing illt i
maganum. Hann gat ekki einu
sinni staðið upp, en lá bara og
bylti sér.
— Æ, æ,æ, óóó, kveinaði
hann. — Maginn i mér!
Kannski lagast það, ef ég
borða svolitið meira. Hann
skóf innan úr skálinni, sem lá
á gólfinu við rúmið, en það
hefði hann ekki átt að gera. Nú
fann hann svo til, að tárin
runnu niður stóru, feitu
kinnarnar hans.
— Getur enginn hjálpað
mér? stundi hann, mér, sem
er svo góður og hjálpsamur.