Heimilistíminn - 21.11.1974, Qupperneq 13
Frídagurinn minn
Ég ákvað að gera eitthvað skynsamlegt
— gera hreint.
En þegar dyrabjallan hringdi og ég sá, hver
kominn var, vissi ég að dagurinn var
eyðilagður.
NÚ ER eitt ár siðan Sveinn hvart út úr lifi
minu, án þess svo mikið að segja bless.
Ég hafði ekki neinn grun um, hvað var i
bigerð, þegar hann bauð mér út i kvöld-
mat. Hann hélt i hönd mina og sagði að ég
væri dásamleg og þjónninn kveikti á
rauða kertinu á borðinu. Sveinn kyssti
mig, þegar hann fylgdi mér heim.
Það var það. Allt búið án nokkurra
skýringa. Allt i einu náði ég ekki tali af
honum lengur. Hann var annaðhvort „rétt
farinn” af skrifstofunni i hvert sinn, sem
ég hringdi, eða „rétt ókominn”. En loks
komst ég þó að þvi, hvað var að. Önnur
stúlka.
Dag einn sá ég þau saman. Hún var há
og grönn, ljóshærð og glæsileg. Hún hélt
dauðahaldi i handlegg hans eins og hún
ætti hagn og tilheyrði honum.
Ég fór að hata sumarið og gat varla
verið sæmilega glaðleg við fólkið, sem
kom inn á ferðaskrifstofuna, þar sem ég
vinn,til að gera áætlanir um ferðalög sin.
Eg held, að yfirmaður minn hafi tekið
eftir slæma skapinu i mér og hafi þess
vegna fundizt ég þurfa á frfdegi að halda.
Ég ákvað að gera siðbúna vorhrein-
gerningu og Silla, sem ég leigi með,
skammaði mig fyrir það, áður en hún fór i
vinnuna i morgun.
— Unnur, þú ættir heldur að fara i
bæinn og kaupa þér einhvern dýran
óþarfa. Það gerir öllum konum gott.
Drifðu þig af stað! Sjáðu hvernig sólin
skin, hélt hún áfram. — Þú þarft að hreyfa
þig. Þú hefur verið eins og pislarvottur
siðan Sveinn hvarf. En hættu þvi nú og
finndu upp á einhverju hressandi!
Þegar Silla var farin, sá ég að glugga
tjöldin voru ekki sérlega hrein og tók þau
niður. Eg safnaði saman öllu óhreinu taui
sem ég fann og fór með það i þvottahús.
Þegar ég kom aftur, var kominn timi til
að fá sér morgunkaffi.
Við Silla búum i gamalli ibúð i gömlu
húsi, á fyrstu hæð og á sumrin deilum við
litla, illa hirta garðinum með fólkinu, sem
býr i kjallaranum. Það er að segja, við
gerðum það, þangað til þau fluttu burt um
páskana. Nú býr einhver Reynir Hólm i
kjaiiaraibúðinni.
Ég þekki hann ekki, nema sem „góðan
daginn” eða „góða kvöldið” i stiganum og
stundum fylgja smá veðurspár með.
Hann er þvermóðskulegur og merkilegur
með sig, að þvi er virðist .og hárið á
honum er rauðleitt. Annars verð ég aldrei
vör við hann, þvi hann er vist i námi og
alltaf lesandi. Að minnsta kosti segir Silla
það. Hún sá inn til hans eitthvert kvöldið
og þar var fullt af bókum alls staðar.
Ég fékk mér kaffið og strauk svo yfir
eldhúsgólfið, auk þess sem ég vorkenndi
sjálfri mér óskaplega. Útvarpið gat ekki
huggað mig með öðru en sykursætum
ástarsöngvum, sem ég hafði oft hlustað á
áður með Sveini Heilt ár, hugsaði ég.
Það er allt of langur timi til að vera i
ástarsorg.
Silla segir alltaf, að það sé fullt af
fiskum i sjónum, en Sveinn var ekki eins
og hinir. Hann gat gert venjulegustu hluti
að einhverju spennandi. Sjarmi, kallaði
Silla það og þá heyrðist manni það vera
eitthvað ógeðfellt. En Sillu hafði heldur
aldrei likað við Svein...
Ég fór með tröppuna inn i stofu og
byrjaði að þvo gluggana. Minningarnar
ásóttu mig stöðugt.
Fyrsti fundur okkar hafði verið ákaf-
lega rómantiskur. Það var hringt til skrif-
stofunnar og djúp, viðkunnanleg karl-
mannsrödd spurði hvort ég væri Unnur.
Ég sagði, að það stæði heima og þá
sagðist hann vera vinur Péturs og Pétur
hefði beðið hann að hafa samband við
mig, þar sem hann þekkti engan hérna.
Hann bað mig að hitta sig...
Það gat ég og hann tiltók tima sama
kvöld utan við strætisvagnaskýli, sem var
með tvennum dyrum, en það mundi ég
ekki þá.
Um kvöldið stillti ég mér upp við dyrnar
að skýlinu og leið undarlega i maganum.
Skyldi ha,nn finna mig? Hvernig átti ég að
þekkja mann, sem ég hafði aldrei séð? En
þegar hann kom gangandi til min, þekkti
ég hann strax.
— Unnur? sagði hann brosandi. Hann
var hár, dökkur og virðulegur. Ég velti
fyrir mér hvernig honum hefði tekizt að
vera ókvæntur ennþá. Fyrst drukkum við
kaffi og svo fórum við á veitingahús og
borðuðum og siðan gengum við um
göturnar og spjölluðum endalaust.
Ég lauk við gluggana og hugsaði um
kvöldið eftir fyrsta fundinn. Við fórum i
bió og á eftir mundi ég ekki baun úr
myndinni...
Ég fór þrjar lerðir út i ruslatunnu og sá
ekki nokkra manneskju neins staðar.
Siðan prilaði ég aftur upp i tröppuna til að
setja upp hrein gluggatjöld. Þar sem ég
stóð og barðist við að halda jafnvæginu,
lék ég eftirlætisleikinn minn, imyndaði
mér að siminn hringdi: — Sæl, þetta er
Sveinn. Hefurðu saknað min, ástin min?
Siminn hringdi reyndar einmitt, þegar
ég var búin að hengja upp gluggatjöldin.
Ég flýtti mér svo mikið að svara, að ég
13