Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 37
núna eins og hann hafði ævinlega gert. Alltaf hafði hann verið honum þakklátur fyrir góðu ráðin. — Já, ég er það. — Þetta hlýtur að vera í f yrsta sinn, sem hún sér hann í svona skapi, sagði Luke hugsandi. — Hann hefur verið sérlega skapgóður siðan hann kom heim. Þó vissi hún, hvað var bezt að gera. Nei, ég skil þetta ekki. Hann hrissti höfuðið. — Það getur ekki verið. — Hún fullvissaði mig um að hún vissi upp á hverju hann gæti tekið í reiðiköstum, sagði Ray hægt og þeir horfðu hvor á annan. — Ég veit ekki hvað hún sagði við hann eða gerði, en það er stað- reynd að hann hætti við hótun sína. — Kannski fékk hann reiðikast í Englandi. — Enþaugiftusigdaginnáðurerrþau komu hing- að. — Og þau þekktust lítið áður. — Kannski Phoebe frænka haf i átt einhvern hlut að máli. — Að hjónabandinu áttu við? Luke leit hissa á hann. — Það efa ég. Mér skilst, að Neil hafi ekki orðið sérlega hrifinn af ættingjum sínum þar fyrir handan. Hann hefur aldrei minnzt á Phoebe frænku. En það var ekki hjónabandið, sem við vor- um að tala um, heldur hvernig Janet gat vitað, hvernig hann hagar sér í köstunum. Ray glotti.— Erum við ekki allir f rændurnir með þessa smápúka í okkur. Við getum ekkert gert að því. Pabbi hafði voðalegt skap líka. En ég hef á til- finningunni, að þarna sé samband á milli. — Læturðu þér kannski detta í hug, að Neil hafi kvænzt henni í reiðikasti? sagði Luke kaldhæðnis- lega. Þeir litu spyrjandi hvor á annan því þeim datt báðum það sama í hug. Svo litu þeir niður, Ray f itl- aði við eldspýtnastokkinn. — Það var ég sem sagði það, var það ekki? Morguninn, sem hann kom með hana. — Aumingja Janet, tautaði Luke. Ef þeir höfðu getið upp á þvi rétta, hlaut hann að dást að henni. Hún hafði gert Burnettia að heimili aftur, hún eignaðist alls staðar vini og hún var setzt hér að eins og hún hyggðist vera hér áfram. Hún hugsaði meira en vel um manninn, sem hún hafði gengið að að eiga svo snögglega og bróður hans líka. Ekki hafði hún kvartað yfir neinu. Luke sat lengi og hugsaði eftir að Ray var farinn heim aftur. Hann horfði rannsakandi á Janet morguninn eft- ir, þegar hann fór yf ir til að athuga hvórt f rú Stack þarfnaðist einhvers úr bænum. Hann mætti Janet í ganginum. Þá gerði hann sér grein fyrir, að hann hafði aldrei séð hana öðruvísi en vandlega klædda og vel fyrir kallaða. Aldrei gekk neitt á fyrir henni og hún var aldrei óróleg. Honum féll þessi eiginleiki vel. Vonandi hefði það áhrif á Neil líka með tíman- um. — Hvernig gengur, vina? spurði hann brosandi. — Ágætlega. Sjúklingurinn er ekki sjúklingur, iengur. Hún er frammi í eldhúsi, ef þú vilt hitta hana. Það er ómögulegt að halda henni í rúminu lengur... — Ert það þú, Luke? Komdu inn, komdu inn, hrópaði rödd framan úr eldhúsinu. — Ég er að kom- astað því hvað maður er ótrúlega mikill klauf i með einn handlegg. Aldrei hefði mér dottið í hug, að ég notaði vinstri höndina svona mikið. Frú Stack kom brosandi inn úr dyrunum. — Þú lítur út fyrir að vera búin að ná þér sagði Luke undrandi. — Það er bara af því að hjúkrunarkonan hefur veriðalveg stórkostleg. Hún leit ástúðlega á Janet. — Hún hefur verið ströng og látið mig gera allt, sem læknirinn fyrirskipaði. — Nú, svo hún hefur ráðið yfir þér? Luke leit á Janet, þessa smávöxnu kvenveru og f rú Stack, sem var algjör andstæða hennar hvað það snerti. — Nei, allsekki að minnsta kosti tók ég ekki eftir því, svaraði frú Stack hlæjandi. — Ég mæli eindregið með henni handa öllum sjúklingum. — Ég skal muna það næst þegar ég fæ hitaslæð- ing og langar til að einhver haldi í höndina á mér, tautaði Luke og leit stríðnislega á Janet. — Ef þú færð hita, sendi ég strax eftir hjúkrunarkonunni, sem Bluey er svo hræddur við, svarði hún í sama tón. — Ég fer heim í dag. Það koma menn úr bænum til að gera hreint hérna og við Mary og Louise skiptumst á um að búa til mat- inn fyrst um sinn. — Það mætti halda að ég gæti ekki haldið á hnif eða soðið egg, sagði frú Stack í uppgjafarión. — Þú getur það heldur ekki, svaraði Janet hrein- skilnislega og þær skiptust á svo þýðingarmiklu augnaráði, að Luke brosti. Það leit út fyrir að þessi litla manneskja hefði sérhæfileika til að sannfæra fólk með heilbrigðri skynsemi sinni og hversdags- legu útliti. Neil hlaut að vera galinn ef hann gerði sér ekki grein fyrir hvaða f jársjóð hann átti þarna. — Ég skal aka þér heim, sagði hann. — Takk en ég er með bílinn hér og ég fer ekki fyrr en síðdegis ég þarf að Ijúka við gardínurnar fyrst. — Ertu ennþá við sama heygarðshornið? — Já, það er mikilvægt verk, sem tekur tíma, sagði f rú Stack alvarleg. — Við verðum að haf a allt til, þegar málararnir eru búnir. Janet fór i bæinn og keypti meira af efni. Þú færð að sjá miklar breytingar á Burnettia bráðum. — Hún hefur þegar breytzt. Það er komið það sama heimilislega andrúmsloft og var á meðan Rosemary lifði. Frú Stack leit hugsandi á Janet sem var að taka plötu af skonsum út úr ofninum framan við dyra- staf inn. — Veiztu að Rosemary og Janet eru að vissu leyti likar. Hefurðu tekið eftir því? Báðar enskar, litlar og nettar. Ekki roðna, Janet, ég er ekki að smjaðra. Báðar elska Burnettia og gera allt til að þar verði raunverulegt heimili. Ég man svo vel hvernig leit út þar áður en frændi þinn kom þangað með Rose- mary sem brúði — ó ég vona, að Neil hafi ekki kvænzt þér af því að þú minnir hann á móður hans, bætti hún við og beindi máli sínu til Janetar og Luke beið eftir svari. En Janet tók þessu rólega. — Neil, kvæntist mér af allt annarri ástæðu, það Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.