Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 17
Ég hef ekki einu sinni lyst á mat. Hann kveinaði og kvart- aði svo það heyrðist langt út i Tröllaskóg. Veðrið var að batna. Trölla- börnin Ketta og Patti höfðu hitt Trýnu og þau höfðu öll leitað skjóls undir runnum. Nú var þeim svo kalt að tennurn- ar glömruðu i munnum þeirra. Allt i einu sagði Trýna: — Uss, mér heyrist einhver vera að gráta. Þau settust öll upp og lögðu við hlustirnar. Jú, þau heyrðu það greinilega. — Göngum á hljóðíð, sagði Trýna. — Kannski þarfnast einhver hjálpar, Þau gengu og loks stóðu þau framan við dyr Sófusar. Þangað var Fiddi fátæki kominn líka, þvi hann hafði heyrt hljóðið. — Við verðum að fara inn og hjálpa honum, sagði Fiddi. — Hann hlýtur að vera veikur. Þau opnuðu dyrnar varlega og komu auga á Sófus, sem lá og kveinaði i rúminu. — óóóóóó! Hjálpið mér! veinaði hann. — Mér er svo illt i maganum, að ég þoli þetta ekki! — Hann hefur ekki verið góður við okkur, sagði Trýna, þegar þau röðuðu sér um- hverfis rúmið. — En við verð- um að hjálpa honum samt, þvi hann á svo bágt. Svo horfðu þau stórum augum á istruna á Sófusi og sögðu loks öll i einu: — Hann hefur borðað yfir sig! Trýna prilaði upp á rúm- stokkinn til að athuga nánar þennan ógnarstóra maga. — Þú hefur borðað allt of mikinn graut, tilkynnti hún svo. — En ég á uppskrift, sem getur læknað þig. — Já, bara ef þú getur lækn- að mig, sagði Sófus og tárin héldu áfram að streyma. Trýna settist niður og hugs- aði. — Látum okkur nú sjá. Tvær skeiðar njólablöð, fimm skeiðar smárablöð, tvö söxuð fiflablöð og ein krús fifla- mjólk. Yfir þetta á að hella fimm litrum af vatni úr Tröllatjörn! Þau fóru öll út að sækja þetta og Trýna setti það i pott og hrærði i. Meðalið varð þykk, græn leðja, sem Trýna hellti i stóra skál. Loks tók hún fram stóra skeið og sagði Sófusi að gapa. Hann var viss um að þetta væri vont, en safnaði þó kjarki til að gapa. Trýna tók föstu taki i nefið á honum og mokaði meðalinu upp i hann. Hann kyngdi og kyngdi, en skelfingar ósköp var þetta vont. Hann ætlaði að spýta út úr sér, en Trýna reiddist og sagði, að ef hann kyngdi ekki öllu, batnaði hon- um aldrei. Þá þorði hann ekki annað en kyngja fimm skeið- um í viðbót. Loks settist hann upp i rúm- inu og þurrkaði af sér tárin. Honum fannst honum liða mun betur i maganum. Já, hann fann alls ekki til lengur. Hann brosti út að eyrum og leit i kring um sig. — Þið hafið svei mér unnið ykkur fyrir góðri máltið, sagði hann. — Og svo ætla ég að fá mér mikið af graut. Hann strauk istruna og sleikti út um. En þá sagði Trýna. — Nei, Sófus. Það dugar ekki. Ef þú vilt verða friskur aftur, máttu ekkert láta ofan i þig i fimm daga, nema vatn úr Trölla- tjörn. — Jæja, það verður þá að hafa það, sagði Sófus, svolitið skömmustulegur á svipinn. Þú veizt þetta liklega. En þið skuluð fá eins mikið að borða og þið viljið. Farið út og sækið fátæka tröllastrákinn, hann er áreiðanlega svangur lika. Svo eldaði Sófus besta mat- inn, sem hann átti og það var ekki svo litið. Þau borðuðu sig öll vel södd á meðan Sófus lagði sig. Hann var dauðupp- gefinn eftir lækningameðferð- ina hennar Trýnu. Þau borðuðu og borðuðu og þökkuðu siðan vel fyrir sig. Sófus var bara ánægður þó að hann yrði að megra sig. Það væri áreiðanlega betra en að fá illt i magann. Hann var líka innst inni ánægður yfir að hafa gesti og lif i hellinum. Hann sofnaði með ánægjubrosi. En eftir þetta var hann allt- af almennilegur, þegar ein- hver kom og bað um mat og húsaskjól. AUir fengu að koma inn og hlýja sér yfir grautar- skál hjá Sófusi. 1. Hvaö er brezki fáninn kallaöur i Bretlandi? 2. i hvaöa landi er Bagdad? 3. i hvaöa landi er Helder Camara biskup? 4. Milli hvaöa landa er Brenner- skaröiö? 5. Hver skrifaöi „Lygn streymir Don”? 6. Hvaö er Metúsalem sagöur hafa oröiö gamall? 7. Hvaöa þing kemur saman I Capitol? 8. Hvaöa Spánarkonungur sendi „flotann ósigrandi” til Englands? 9. Hvaö er þaö, sem kallast kibbutz I lsracl? 10. i hvaöa landi fæddist málarinn Picasso? Hugsaöu þig vandlega um —en svörin er aö finna á bls. 39. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.