Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 4
7. APRÍL,
er ekkert
grín
Laxinn hópast ó
land!
Piltbarn með alskegg
fætt fyrir norðan!
Skattur af loftinu í
bíldekkjunum!
Hestur með
gervitennur!
Slíkir atburðir gerast
aðeins ó einum
degi órsins, sem sé
1. apríl
til 1. janúar. Vaninn var að gefa gjafir á
nýjársdag en nú varð 1. april eiginlega
bara grin.
Eftir þvi sem við bezt vitum, hefur
siðurinn ekki haldið innreið sina i Sovét-
rlkin og vel getur verið að kimnigáfan þar
eystra sé af annarri tegund en okkar.
Eitt fyrsta aprilgabb, sem sögur fara
af, er frá 1566, þegar Filippus Búrgúnda-
konungur lofaði hirðfifli sinu skikkjunni
fullri af gulli, ef hann fyndi upp á verulega
góöu gabbi daginn eftir. Gæti fiflið það
ekki, skyldi það lifinu týna! Menn kon-
ungs færðu fiflinu drykk, svo hann sofn-
aði. Daginn eftir var hann vakinn, færður
aö höggstokknum og höfuð hans lagt á
stallinn. Böðullinn sló lauslega á háls
hans með bjúga og fiflið féll máttlaus um
koll. Skelfdur þaut konungur til og allir
aðrir, þvi ekki var annað að sjá, en fiflið
hefði dáið úr hræðslu. En hann hafði þá
bara látið sem hann væri bæði ölvaður
kvöldið áður og dauður i þetta sinn og stóö
nú brosandi upp og breiddi úr skikkju
sinni.
Það var lika konunglegt gabb, þegar
Friðrik 2. lét tilkynna árið 1780 að högl á
stærð viö dúfnaegg, hefðu fallið i Pots-
dam. Þetta olli hreinustu þjóöflutningum
þangað.
Árið 1846 varð mikill úlfaþytur, þegar
blaðiö Evening Standard birti aprilgabb I
fyrsta sinn. Þúsundir manna komu til
mikillar asnasýningar og fengu ekkert aö
sjá nema sjálfa sig. En áður hafði stór-
blaöið The Sun i New York birt gabb þess
efnis aö risasjónauka hefði verið komið
fyrir á Washingtontorgi og gegn um hann
mætti sjá bæði manneskjur og byggingar
á tunglinu. Þetta hafði geysileg áhrif og
siðan hafa flest blöð notaö sér 1. april til
að birta mestu fréttirnar.
Mikil skelfing greip um sig I Sviþjóö ár-
ið 1850, þegar Aland losnaði upp og fór aö
HAÐFUGLAR um allan heim biaka
vængjunum og það er mikið hlegið á rit-
stjórnum og frétt'astofum. 1. april getur
allt gerzt og hefur margt gerzt um aldir.
Sá siður að gabba náungann á þeim degi
er ævagamall og tiökast um allan heim.
Sjálfsagt hafið þið, lesendur góðir látið
gabbast nokkrum sinnum, en aprilgabbið
hefur ekki alltaf verið jafn saklaust og
skemmtilegt. Ef til vill skyldi maður ætla,
að nú á timum faldra myndavéla væri
erfitt aö gabba nokkurn, en hugmynda-
flug háðfuglanna virðist ekki vera neinum
takmörkunum háð og svo vilja menn lika
láta gabbast. En hvers vegna erum við að
þessu?
Skoðanir eru skiptar um uppruna
gabbsins, en trúlega er siðurinn kominn
að austan um Persiu til Suður-Evrópu og
þaöan til okkar. Oft er 1. aprfl talinn
óheilladagur, þvi sumir trúa, að svikarinn
Júdas hafi annað tveggja fæðzt eða fram-
ið sjálfsmorð á þeim degi. En það er auð-
vitað ekkert grin og kemur gabbinu ekki
viö. Það hvað veðrið i april er duttlunga-
fullt getur verið ein ástæðan að sumra
áliti. Þá hafa ýmsar gabbveizlur i fjölda
landa fyrir árhundruöum einnig komið til
mála sem ástæður.
Aprilgabb er að likindum um 2000 ára
gamall siður og á Norðurlöndum hefur
það tiðkazt meira og minna siðan á mið-
öldum. Nokkuð er mismunandi hvað
aprilgabbið er kallað i Evrópulöndunum,
en allt fer það eins fram.
Ævintýraskáidið Grimm taldi, að siður-
inn sé kominn frá Frakklandi, árið 1564,
þegar upphaf ársins var fært frá 1. april
Á slikum skautum var sett heimsmet 1. april.
4