Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 36
— Þessar fallegu súlur. Mér datt ekki í hug, að
þær gætu breytt svona miklu. Ég er ánægð yfir, að
við kiipptum niður vínviðinn...
— Neil sagði það sama. Hann er jafn hrifinn og
þú. Ég heyrði hann meira að segja segja málurun-
um, að þegar þeir væru búnir úti, gætu þeir byrjað
inni. Hann sagðist hafa fengið nóg af að mála dag-
stof una. Janet hló, þegar hún heyrði þetta. — Hann
hef ur heldur ekki tíma, því uppskeran er mikil í ár,
bætti Bluey við.
Kannskegóða skapið hans Neils kæmi aftur f ram
við tilhugsunina um að þurfa ekki að mála meira.
Hún vonaði það innilega, því hún vildi svo gjarnan
finna gamla vingjarnlega tóninn, þegar hún kæmi
heim af tur. Það væri að minnsta kosti betra en ekk-
ert, þó hún gerði sér nú grein fyrir, að það var mun
meira sem hún vildi í rauninni.
12. kafli.
Luke skildi hvorki upp né niður. Hann frétti öðru
iverju, hvað sagt var í bænum og nú suðaði allt af
ögum um það sem gerzt hafði á Burnettia, þegar
lim var rekinn. Sagt var að Neil hefði hótað að
irenna ofan af honum allar eigur hans og hann
.jálfan líka og verið bálvondur. Þann hlutann skildi
_uke reyndar. Jim var maður sem gat gert hvern
.em var reiðan, en hann skildi ekki hvers vegna
'Jeil hafði ekki staðið við hótunina. Um það var
;kki getið f sögunum. Hafði skap frænda hans
'.annske mildazt eftir að hann gifti sig? Hann bauð
iay í heimsókn eitt kvöldið, ákveðinn í að seðja for-
/itni sína.
Ray var f ús til að koma og teygja úr sér í þægileg-
jm sófanum í stofunni hjá Luke. Hann sat með
ijórglas í hönd og talaði um Antoinette og trúlof un
jeirra, sem stóð fyrir dyrum í veizlu á Burnettia.
— Verður þá veizla á afmælisdaginn þinn?
— Áreiðanlega. Ray kinkaði kolli. — Janet var
irif in af hugmyndinni, ég veit ekki hvort það var til
ið hún gæti sýnt öllum nýmálað húsið eða hitta
'ólkið.
Frændi hans leit rannsakandi á hann. — Mér
leyrist að þið Janet séuð orðin góðir vinir.
— Já, það er allt í lagi með hana, svaraði Ray
'ólega.
— Það var annað að heyra f yrir nokkrum vikum.
— Ég hef kynnzt henni betur síðan.
— Hmm! Lukefann að Ray vildi ekki segja hon-
um meira.
Þeir sátu og reyktu þegjandi nokkrar mínútur og
hvor hugsaði sitt. Ray hugsaði um Antoinette, Luke
um Neil og Janet. Síðan fóru þeir að tala um upp-
skeruna.
— Fenguð þið einhvern í staðinn fyrir Jim?
spurði Luke.
— Já, það kom maður, sem varð að flytja frá
ströndinni vegna þess að eitt barnið var með astma
og læknirinn ráðlagði þurrara loftslag.
— Nú svo það er bara f jölskylda, ekki vissi ég
það.
Það hefðirðu vitað, ef þú hefðir ómakað þig til að
heimsækja okkur, hugsaði Ray. — Neil innréttaði
36
gamla bílskúrinn handa þeim. Þar eru þrjú her-
bergi....
— Já, við lékum okkur þar í gamla daga, sagði
Luke og brosti við tilhugsunina.
— Já, það var gaman í þá daga, ekki satt. Þú
þurftir alltaf að skipa fyrir af því að þú varst elzt-
ur.
— Og Stonham-skapið hafði ekki gott af því, eða
hvað?
— Nei, Ray hló lágt. — Jæja, þetta er bara til
bráðabirgða handa þeim. Málararnir taka til við
bílskúrinn, þegar þeir eru búnir með húsið, svo
þetta verður ágætis íbúð.
— Já, það verður gott fyrir Janet að hafa aðra
konu þarna.
— Ja, hún varð himinlifandi, þegar Neil sagði
henni það. Ray kinkaði kolli. — Hún er ennþá hjá
frú Stack.
— Já, ég veit það, ég hef komið þangað á hverj-
um degi.
— Nú? Ray rétti sig upp í sófanum. Frændi hans
leit sem snöggvast til hans, en síðan niður í gólfið
svo glettnin kæmi ekki í Ijós.
— Hefurðu heyrtsögurnar, sem ganga í bænum?
spurði hann eins og honum stæði á sama.
— Um Jim? Nei, sagði Ray. — Hvað hefur hann
nú gert af sér?
— Það er ekki um hvað hann hef ur gert og sagt,
heldur það sem hann segir. Hann segir öllum, að
Neil hafi hótað aðbrenna allt, sem hann átti og bar-
ið hann sundur og saman.
— Vitleysa! sagði Ray. — Það var alls ekki
þannig.
— Hvernig var það þá? spurði Luke sakleysis-
lega. Ray skildistað hann hafði gengið beint í gildru
með því að segja eitthvað, sem þarfnaðist skýring-
ar. Bróður síns vegna hafði hann ekki minnzt á at-
burðinn við neinn og hafði ekki hugsað sér það.
Ekki fyrr en nú. Hann yppti öxlum. Kannske væri
ekkert verra þó Luke vissi sannleikann. Hann var
einmitt rétti maðurinn til að kveða niður lygasögur.
Allir tryðu fremur Luke en Jim. Þess vegna sagði
hannnú alla söguna, eins og hún hafði gerzt áður en
Neil fór niður að húsinu með þeirri ákvörðun að
brenna það.
— Hann ýtti bara við honum, þegar hann fór,
sagði Ray æstur. — Hann snerti hann ekki einu
sinni.
— Ég trúi þér. En hvers vegna brenndi hann þá
ekki húsiðr Ég þekki Neil of vel til að ég skil það
ekki.
— Janet kom í veg fyrir það.
— Janet? Röddin hækkaði af undrun, en svc
blístraði hann langt blístur. — Það hefði ég ekki
haldið, að væri hægt.
— En hún gerði það samt. Hún hljóp á eftir hon
um, ég ætlaði að gera það líka, en Bluey bað mig að
fara ekki og skipta mér ekki af þeim. Þegar ég kom
út, var Neil á leið niður að ánni og Janet sat á trjá
stubb við húsið sem stóð þarna óbrunnið.
— Mér heyrist þú vera næstum eins hissa og ég.
— Já. Ray fékk sér sígarettu og kveikti hugsandi
í henni. Hann gæti alveg eins rætt málin við Luke