Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 20
veginn finnst manni hann ekki vera i essinu sinu, þegar hann fór út i þá sálma. Þrennt er það, sem hann kveðst elska af þvi, sem heimurinn hafi upp á að bjóða. t fyrsta lagi: kvenfólkið, i öðru lagi: skáld- skapinn, og i þriðja lagi: sauðahjöröina I dalahliðunum. Hann minnist ekki á Bakkus i þvi sambandi, enda þótt hann blótaði hann oft, og hann tekur það fram, að stundum valdi kvenfdlkið synd- um, og virðist honum falla miður, að svo skuli vera. En tilfellið var, að Simon áleit sig mesta kvennagull og fannst það einkum að þakka þvi, hversu létt honum væri að yrkja. Sjálfsánægja hans i þeim efnum kemur vel fram i þessari visu, sem er ávarp til ungrar stúlku: Astar kyndum bál við bál bliðu myndum kæra og rlgbindum sál við sál sólin linda skæra. Auövitað er ærin ástæða til að efast um heilindin i visunni. Undir áhrifum vins .iafði Simon gaman af að tala eins og karl- menni og þá orti hann feiknin öll. Meinilla var honum við hroka sumra rikra stúlkna og taldi fátæka bóndadóttur betri en þá, sem var af hærri stigum. Ekki vil ég eiga neina af æðra tagi heldur bóndadóttur dýra, dyggðum búna, fagra, skýra, Betri eru margar búnar ullar-bættum voðum en sveipaðar í silkislæðum sæturnar með hroka skæðum. Auövitaö orti Simon mikið um skáld- skapinn sjálfan, — og var þakklátur for- sjóninni fyrir að hafa veitt honum þá náöargáfu að geta ort. Þetta kemur einna gleggst fram i kvæðinu „Hróðrardisin”. 0, þú hin helga hróðrardis, huggun i rauna þrá, nálægð þina ég kæra kýs, hvernig sem stendur á, þar til mitt hroðiö fjörsins fley flýtur við dauöans sker. Væn þó I boði væri mey vil ég ei sleppa þér. Enda fannst honum sem náðargáfa sln væri ekki af skornum skammti. — „Oft ég fögur yrki ljóð”, er byrjun á einni visu hans. Hann kvaðst elska sauðahjörðina I dalahlfðunum. Og ekkert er trúlegra en svo hafi verið, þvi hvarvetna má finna barnslega aðdáun og lotningu fyrir náttúrufegurð I ljóðum hans. Þegar hann kemur sunnan af landi heim I Skagafjöröinn eftir aö hafa farið gangandi um erfiða fjallvegi og sér yfir 20 sveitina sina, getur hann ekki stillt sig um aö yrkja ljóð — og þá yrkir hann fyrir sjálfan sig, af þvi aö hann þarf að yrkja, en ekki vegna þess, að einhverjir hlusti á hann og hann sé að borga fyrir matinn, — þvi hann er einn. 1 augnablikinu finnst honum ekkert jafnast á við bernsku- stöðvarnar. þar sem að dala blessuð brá brosir móti sólar ljóma. Og þannig var Simon beztur og eðlileg- astur. En þannig var hann ekki að öllum jafni. Hann óttaðist að vera of einlægur i augum fólksins — og það hafa fleiri gert — en þó lét hann slík kvæði á prent með öðrum kvæðum sinum. A seinni árum sinum flakkaði Simon með Guðmundi nokkrum, sem kallaður var Gvendur „dúllari”, og nefndi hann skrifara sinn. — Til er mynd af þeim, þar sem þeir sitja á húströppum i vetrarhrið, sjálfsagt nýkomnir úr ferðalagi, eða að leggja upp i langa ferð, búnir þeim skjólflikum, sem þeir hafa átt skárstar, meö vafða fætur og stafi I höndum. Sú mynd af Simoni er af honum eins og hann leit oftast út á flakki sinu, vetur, sumar, vor og haust; en til eru fleiri myndir af honum, en ólikar hver annarri. Simon andaðist að Bjarnastaðahlið I Vesturdal I Skagafirði árið 1916, 72 ára gamall. Hann hafði verið mjög heilsuveill siðustu árin. LjöT) Jón Gunnlaugsson fró Klaufabrekknakoti: Vorgestir (Jr suðri fuglinn flýgur frjáls um loftinn blá. Afram óra vegu yfir breiöan sjá. Þreytist þaninn vængur þó er flogið hátt. Bráðum blika tindar beint f norður átt. Fagnandi iandið lita i Ijúfri morgunsól. Aö ferðalokum finna falið i lyngi skjól. Þeir eignast unga smáa og unnast dægrin löng. vorið um bjartar byggðir brosir mót fuglasöng. Haustvísa Farið er sumar, fölnar jörö falda hvitu tindar. Fyllir hrföin fjallaskörð fokið skafla myndar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.