Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 19
A síöari árum hélt Simon þvi fram, aö
hann væri launsonur Sigurðar Breið-
fjörBs. Um það var auðvitað enginn til
frásagnar, en mikið hefir honum þótt til
koma, þegar sagt var um hann, að hann
væri Sigurður Breiðfjörð endurborinn, en
það hrós fékk hann einu sinni i visu frá
kunningja sfnum.
Sem dæmi um áhrif Sigurðar Breiðfjörð
I skáldskap Simonar má nefna þessa visu:
Sólin háum himni frá
húmi sjáleg ryður,
hélugráar grundir á
geislum stráir niður.
Og auðvitað er Sigurður Breiðfjörð
fyrirmyndin þar sem Simon reynir að
vanda sig i rimum sinum. En i ljóðum
hans mörgum gætir sterkra áhrifa frá
Jóni Thoroddsen. Hann kemur fram með
sams konar skoðanir og lýsingar og Jón,
og nefni ég hér dæmi til skýringar. Eitt
þekktasta kvæði Jóns Thoroddsen er án
efa „Oft er hermanns örðug ganga”, sem
segir frá gistingu hans á kotbæ einum,
þegar hann var hermaður og hafði hrakizt
langt frá bækistöðvum sinum, aðfram-
kominn af þreytu.
Simon Dalaskáld yrkir kvæði, er hann
nefnir „Næsturgistingu”, mjög svipaðs
efnis og undir sama hætti. Þar er þetta
erindi:
Bjó upp siðan mærin mjúka
mér til handa góðan beð.
bar á millum dýrra dúka
dasaður ég leggjast réö.
Lét ég þá I ljóðum fjúka,
lifnaði til kvæða geð.
Munurinn er sá, að hann er ekki her-
maðurinn, dauðþreyttur og hungraður,
sem ætlar að gera sér að góðu að leggjast
til svefns á steinhellunni við bæjardyrnar,
heldur er hann skáldið, sem er meira en
guðvelkomið i bæinn og kemst i skáldlega
stemningu, þegar hann leggst þreyttur i
vel uppbúið rúm. Auk þessa dæmis má
geta þess, að hann yrkir nokkur kvæði,
undir sama hætti og kvæöið „I fögrum dal
hjá fjalla bláum straumi” eftir Thorodd-
sen, og er eitt þeirra mjög svipaðs efnis og
það, og heitir „Draumur”.-------
I skoðunum þeim á mönnum og málefn-
um, sem fram komu hjá Simoni, gætti oft
áberandi mótsagna. En hann var jafnan
óragur að láta i ljós álit sitt á hlutunum og
virtist ekkert tiilit taka til þess, hvort vel
kynni að láta i eyrum rikra manna i þjóö-
félaginu, ef þvi var að skipta. En svo átti
hann lika til að hæla öðrum i hástert, sem
honum fundust þess verðir. Og aldrei virt-
ist hann I vafa um það, að dómar slnir
væru réttir. Þessu olli hið ótakmarkaða
sjálfsálit hans og það, hversu giftusam-
lega honum tókst að sætta sig við hlut-
skipti sitt i lifinu að öllum jafni. — Það er
einkenni margra hamingjusamra manna,
að þeir minnast oftar gleðistundanna i lifi
sinu, heldur en þeirra, sem valdið hafa
leiðindum. Og Simon var I hópi þeirra
manna. Hann lifði i þeirri trú, að hann
væri sjálfur það mikill maður að illmæli
annarra væru ekki til annars en svara
þeim kröftuglega; og það gerði hann eftir
beztu getu. Og auk þess hefir það hvatt
hann og aukið honum lifsánægju, að ýms-
ir málsmetandi menn töluðu hlýtt til
hans, eða ortu jafnvel til hans þakklætis-
visur. Matthias Jochumsson var einn
þeirra; þeir voru góðir vinir, Simon og
hann, og dvaldi Simon eitt sinn hjá honum
á jólum, þegar Matthias bjó að Móum á
Kjalarnesi. Ekki losnaði Simon við að-
finnslur og hnútuköst samtíðarmanna
sinna. Það er ekki ætlun min að rifja hér
upp neitt af þvi, en oftast lét Simon
viðkomandi menn fá óþvegin svör,og mun
hann ekki alltaf hafa fengið að koma þvi á
prent eins og það var. t eftirmála við
ljóðabókina „Starkað” sem út kom á
Akureyri árið 1877, segir hann, að nið-
UR.
sömlum
l BLÖÐUMj
Elias Mar
greinarnar um sig flykkist að sér sem
„krapahrið um háan jökultind”. En
sjálfsagt hefir hann vitað, að allmikið má
snjóa til þess,að sjáifur jökullinn hefði
nokkuð verra af. Þó er eins og i þessum
sama eftirmála gæti meiri hógværðar hjá
honum heldur en viða annars staðar. Ég
vil til gamans taka hér orðréttar fáeinar
linur til viðbótar úr eftirmálanum, en
þær sýna nokkuð vel, hvernig Simon hefir
ritað óbundið mál:
„En þess vil ég biðja alla lærða menn,
sem eru og þykjast vera, að virða mér til
vorkunnar, þó ljóð min séu ekki betri en
þetta, þar eð ég fyrir efnaleysi gat einskis
lærdóms aflað mér, og varð að sitja á
smalaþúfunni fram yfir tvitugsaldur,
hvar engin menntunarblóm spruttu — og
dæma mig ekki hart, — þó mörgum sinn-
um háfleygari og andrikari kvæði komi
frá skáldaþrenningunni i Reykjavik, sem
ljómar eins og sól á himni visdóms og
þekkingar, hvar ótal smærri smástjörnur
skipa sér i kringum og taka sinn ljóma
aL” -
Skáldaþrenningin, sem hann minnist á
voru þeir Steingrimur Thorsteinsson,
Matthias Jochumsson og Benedikt Grön-
dal. Hvað hann meinar með þvi að segja
að „smærri skáldstjörnur” taki ljóma
sinn af þeirri þrenningu, má skilja sem
svo, að smáskáldin hafi lært af þeim, eða
hlotið hrós þeirra og viðurkenningu — eða
hvort tveggja. En vert er að taka tillit til
þess að þessi hógværi eftirmáli er aftan
við eina af fyrstu bókum hans, en heldur
jókst sjálfsálit hans eftir þvi sem ritlingar
hans urðu fleiri að tölu.
Yfirleitt var Simon vinsæll flakkari.
Hann var þó engin fyrirmynd i framkomu
á mælikvarða hefðbundinnar siðvenju,
heldur var hann klúr og bersögull einkum
ef hann var með vini, en það var oft á
seinni árum hans. Hann hafði það mjög
fyrir venju að yrkja um hvern heim-
iíismann, þar sem hann kom á bæi og
aldrei var hann spar á þá tegund skáld-
skapar, sem hann hafði upp á að bjóða.
Ekki dró það úr vinsældum Simonar,
hvaða yrkisefni hann valdi sér, og á það
einkum við um rimurnar. Hann orti rimur
út af merkustu sögupersónum okkar, eins
og t.d. Ingólfi Arnarsyni, Kjartani Ólafs-
syni og Gunnlaugi ormstungu, — svo
nefnd séu dæmi. Auk þess samdi hann
hagyrðingatal i bundnu máli og skaut þvi
inn I rimur sinar sem mansöngvum (t.d. I
Búa rimum Andriðssonar og rlmum af
Hávarði tsfirðing) Og hann átti það til að
yrkja andleg ljóð og „hugleiðingar um
guðs mikilleik i náttúrunni”, en einhvern
•>
19
«