Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 9
Fylltar pönnukökur BAKIÐ þunnar pönnukökur úr þessu deigi: 5 dl hveiti, 5 msk sykur, 3 egg, 4 dl m mjólk. Þeytið saman og látið standa svolitið. Þegar pönnukökurnar eru komnar, er bara að velja fyllingu. Nota má allt frá ís og ávöxtum til afganga af siðustu máltið. Hér eru nokkrar uppástungur: Banana-hnýti með ís Aætlið einn banana og tvær pönnukökur á mann. Skiptið banönunum langs um. Leggið hálfan banana á miðja pönnuköku og við hlið hans 1 msk af sætri sultu og stráið nokkrum rúsinum yfir. Pakkið siðan bananann vel inn I pönnukökuna. Leggið pakkana hlið við hlið i eldfast fat, látið nokkra dropa af sftrónusafa drjúpa yfir og setjið smjörklipu hér og þar. Setjiö fatið inn i meðalheitan ofn og hitið vel, eða þar til pakkanir eru vel linir. Beriö þá fram með vanillu-ís. Skinkupakkar með osti Bakið pönnukökur án sykurs, en með 1/2 tesk af salti I staðinn. A hverja pönnu- köku er lögð skinkusneið og ofan á hana nokkrar þykkar sneiöar af osti og 1/2 hringur af ananas úr dós. Stráið dálitlu af hvitlaukssalti yfir. Vefjið pönnu- kökurnar vel saman, svo að osturinn renni ekki út. Leggiö pakkana I eldfast fat og látið vera 15 minútur i 200 stiga heitum ofni. Gleymið ekki nokkrum smjörklipum og að smyrja fatið fyrst. Stráið 2 dl eða svo af rifnum osti yfir og látiðstanda i ofninum, þangaö til osturinn er bráðnaður og farinn að brúnast svolitið. Berið fram strax, gjarna meö grænu salati, eða brauði. Pönnukökur með kjötdeigi Hafið ekki sykur I pönnukökudeiginu, en 1/2 tesk af salti. Búið til kjötdeig úr 250 gr af hakki, 2 dl flnrifnu káli, 1 dl finrifinni púrru, 2 msk kinverskri soju (eða 3 msk sterku soði) pipar og salti. Steikiö hakkið á pönnu, þar til það losnar vel sundur, bætið þá kálinu og púrrunni i og látið það steikjast saman i fast deig. Hellið þá sojunni eða soðinu i og bætið viö það, ef deigið er of þurrt. Leggið nú tvær stórar skeiðar af deiginu á hverja pönnuköku, sem sfðan er pakkað saman, og þær lagðar þétt i eldfast fat. 9 UUI

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.