Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 28
Sagnir um einhyrninga Þessi dularfulla skepna hefur verið tilefni fjölda dæmisagna og þjóðsagna um allan heim DÝR hafa alltaf gegnt miklu hlutverki i goBsögnum og þjóðsögum um aldir og ein- hryningurinn er gott dæmi um slikt dýr. Þetta undarlega dýr er oftast i sögunum meö höfuð og skrokk hests, afturfætur antilópu, ljónsrófu og langt snúið horn fram úr enninu. Óteljandi teikningar eru til af einhyrningnum, gerðar í hinum óiik- ustu samfélögum. Eins og er um flest önnur goðsagnadýr, hafa visindin ekki getað sannað, að slik skepna hafi nokkurn tima verið til. En imynd einhyrningsins hefur frá alda öðli haft mikil áhrif á sagnir fólks og hefur jafnvel enn i dag. Þess má geta, að i skjaldarmerki brezku konungsfjölskyld- unnar er einhyrningur. Elztu sagnir sem vitaö er um um ein- hyrninginn eru frá þvi ár 2500 fyrir Krist. Þetta eru reyndar myndir, ristar i grjót og fundust þær við fornleifauppgröft i Ind- landi. Margar þessara mynda eru hrein listaverk og á þeim eru auk einhyrnings- ins nashyrningar, filar og tigrisdýr. En einhyrnda dýrið likist einna helzt nauti og stendur horniö beint fram úr enni þess. Margt af þvi sem ritað hefur verið til forna um einhyrninginn, er ákaflega ruglingslegt og óljóst. Það elzta sem vitaö er um er siðan um 400 f. Kr. og þar er lýst dýri, sem ætla má að hafi verið ind- verskur nashyrningur. Griski heim- spekingurinn Aristóteles, sem uppi var frá 384 til 322 f. Kr. trúið þvi aö til væri einhyrnd skepna. Meira að segja i Gamla testamentinu er talað um einhyrning og átt við evrópskan uxa. Margir eru þeirrar skoðunar, að þýðendur Gamla testamentisins hafi unnið út frá myndum, sem sýndu uxann frá hlið, þannig að aðeins annað horn hans var sýnilegt. En þegar orðið einhyrningur var komiö inn i Bibliuna, varð enginn endir á sögum um skepnuna. Allir, sem dirföust að efast um tilurð hennar, voru ásakaöir fyrir að vantreysta Bibliunni og slfkt var guðlast. Áriö 1551 sýndi þýzkur náttúrufræð- ingur tréristu af einhyrningi og hélt fyrir- lestra um þessa dýrategund. Hann hélt þvi fram, að til væru eða hefðu veriö þrjár tegundir einhyrninga. Þá sagði hann að horniö væri gætt miklum lækningamætti. Arið 1827 lýsti maður að nafni Baron Cuvier þvi yfir, að einhyrnd skepna með klaufir gæti alls ekki verið til, þvi slikar skepnur hlytu að hafa samsett einnisbein og út úr þvi gæti ekki vaxið horn. Margir komu með gagnkenningar og bentu á ná- hvelið máli sinu til stuðnings og héldu þvi jafnvel fram, að hvalur þessi væri hinn upprunalegi, eini og sanni einhyrningur. Þvi miður eru engar sannanir til fyrir þvi. Visindamönnum hafði tekizt að hrekja allar kenningar um tilveru ein- hyrningsins, þegar þeir fengu skell i mars 28 A myndum hefur einhyrningurinn venjulega skrokk og haus hests og langt snúiö horn fram úr enninu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.