Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 34
með Bastian i útréttri hendi, fastan á hnakka- drambinu allan timann. Svo opnaði hún úti- dyrnar og fleygði honum niður tröppurnar. Bastian fór geysilegan kollhnis á leiðinni, en hann var orðinn ýmsu vanur undanfarið og var þvi ekki sérstaklega undrandi. Hann hugsaði sig vel um og kom niður á alla fjóra fæturna á stigapalli nokkru neðar. — Þetta var nú það, sagði hann við sjálfan sig. — Allt tekur enda, en endirinn er alltaf byrjunin á einhverju öðru. Það er bezt að muna það, annars yrði maður bara sorgmæddur og leiður. Svo lagði hann af stað niður á næstu hæð og leit á hurðirnar á leiðinni. Á þeirri hægra megin stóð Hansen og á þeirri til vinstri stóð lika Hansen. — Þarna sér maður, hugsaði Bastian, á göngunni. — Sheherasade var ann- ars vænsta kisa, þegar maður fór að kynnast henni. Kannske hefðum við getað orðið góðir vinir, ef ég hefði verið hjá henni svolitið lengur. Hann gekk framhjá hurðunum á ibúðunum fyrir neðan. Á annarri þeirra stóð Hansen. — Hann býr sæmilega, þessi Hansen, hugsaði Bastian og leit á hina hurðina. Þar stóð Jóhan- sen. — Lengi lifi tilbreytingin, sagði Bastian við sjálfan sig og hélt áfram niður. Á hæðinni fyrir neðan stóð „Július Katt” á hurðinni til hægri. — Ég verð að biða með að heimsækja hann þangað til seinna, hugsaði Bastian og leit á hina hruðina. Þar btóð hvorki meira né minna en H.O.S.P. Snarpburstsen — hringið þrisvar”. — Nú, jæja, sagði Bastian við sjálfan sig, — fyrst hann endilega vill, er bezt að gera eins og stendur þarna. Hann reisti sig upp á afturlapp- irnar, og með hægri framlöppinni náði hann einmitt upp i dyrabjölluna. Hann ýtti þrisvar á hnappinn. Innan við dyrnar kvað við hávær hringing. Bastian hélt áfram niður stigann, en var ekki kominn nema hálfa leið niður á næstu hæð, þegar dyrnar hjá H.O.S.P. Snarpbusstsen opnuðust og maður i náttfötum stakk syfjulegu andlitinu fram um gættina og skimaði til allra átta. — Hvaða bófi leyfir sér að hringja hjá mér um miðja nótt? stundi hann. En maðurinn var svo syfjaður, að hann gat varla opnað augun og þess vegna sá hann alls ekki Bastian. — Undarlegt, undarlegt, tautaði hann. — Mig er liklega að deyma. Þetta er martröð. Sennilega hef ég borðað of mikið. Já, það er þess vegna. svo lokaði hann dyrunum aftur. En nú var Bastian kominn að útidyrum húss- ins og til allrar hamingju var hann búinn að 34 læra að opna dyr. Einn, tveir, þrir — og hann var kominn út á götu. Það var farið að birta af degi og á gangstéttinni hinum megin götunnar kom hann auga á bröndóttan kött. — Pssst! sagði bröndótti kötturinn, þegar hann kom auga á Bastian. — Pssst! svaraði Bastian og settist niður á gangstéttina. Bröndótti kötturinn stóð upp, teygði skottið upp i loftið og heilsaði. — Halló! — Halló svarði Bastian rólega og sat kyrr. Honum leizt ekki alls kostar á þann bröndótta. Hinn teygði sig aftur, geispaði og sagði: — Halló, halló! Bastian svaraði i sama máta en hreyfði sig ekki. En þá þóttist hinn verða móðgaður og gerði sig liklegan til að standa alveg upp og fara leiðar sinnar. En hann var allt of forvitinn til þess. Hann snerist bara nokkra hringi um sjálfan sig en settist svo niður aftur. — Góðan daginn! sagði hann loks. — Góðan daginn, svaraði Bastian og sat enn kyrr. — Ég þekki þig ekki, sagði sá bröndótti. — Varstu kannske að koma með fjögur-strætó? — Nei, svaraði Bastian. — Ég kom með flug- vélinni i gærkvöldi. En ég tafðist vegna ungrar stúlku, sem ég hitti við komuna. Bröndótti kötturinn vissi ekki almennilega, hverju hann átti að svara þessu og þess vegna sagði hann ekkert, góndi bara út i loftið og geispaði nokkrum sinnum, eins og hann væri búinn að steingleyma Bastian. Loksins sagði hann: — Það litur út fyrir, að veðrið ætli ekki að verða mjög gott i dag, ekki eins gott og i gær. En það verður vonandi betra en i fyrra- dag, eða að minnsta kosti ekki eins slæmt og á fimmtudaginn var, þvi það var reglulega vont. — Já, reglulega, svaraði Bastian, þó hann myndi alls ekki hvernig veðrið hafði verið á fimmtudaginn var. — Eigum við ekki að borða saman morgun- mat? spurði sá bröndótti. — Hann er borinn fram bak við hurðina þarna. — Það hljómar vel, sagði Bastian og svo gengu þeir báðir að hurðinni, sem var aðeins neðar við götuna. Sá bröndótti sagðist hafa snúið á sér eina löppina, svo Bastian yrði að opna dyrnar, en hann var ekki i vandræðum með það. Innan við hurðina stóðu tvær mjólkurflöskur önnur stór, en hin pinulitil. — Þú mátt fá þá stóru, sagði sá bröndótti. — Takk kærlega, sagði Bastian, reif tappanri Framhald.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.