Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 7
kringumstæðum. Þess vegna er óliklegt að margir þekki þig eins og þú raunveru- lega ert, og þeir sem þér þykir vænt um, verða bara að treysta þvi, að þér þyki vænt um þá. 24. nóvember ÞÚ hefur sterkan persónuleika með mörgum sérkennilegum dráttum. Sálar- styrkur þinn er einstakur og þú getur þolað þyngstu áföll. Þú ert þrár og hefur mikiö sjálfsálit. Þó eru ýmsir mannlegir veikleikar, sem hrjá þig og sem þú verður að sigrast á, ef þú átt að komast til frama. Þér hættir til að öfunda og verða af- brýðissamur gagnvart þeim, sem hafa meira en þú sjálfur. En öfundin verður til þess að þú leggur haröar að þér til að ná ákveðnu marki, getur það haft ýmislegt gott i för með sér, en ef þú gerir þig bara niöurdreginn og óánægðan með sjálfan þig, svo þú gerir ekki neitt, er það skaðlegt bæði fyrir sjálfan þig og um- hverfi þitt, og þú mátt til að bæta úr þessu sem fyrst. Þú ert ástúðarfullur aö eðlisfari, en átt erfitt að láta tilfinningar þinar i ljós. Það er lika erfitt að gera þér til hæfis, og sú manneskja, sem þú binzt, þarf alltaf að gera sitt bezta, ef þú átt að vera ánægður. Ef þú gætir lært að opna þig meira tilfinningalega, gleddirðu marga. Lif þitt gengur I bylgjum, gott og illt til skiptis Bezti timinn fyrir þig til að byrja á ein- hverju nýju er, miður vetur og mitt sumar. í annan tima skaltu halda þig að þvi venjulega og ekki hætta á neitt. 25. nóvember Þú ert mikill mannvinur og það er sama i hvaöa starfi þú hafnar, þú munt alltaf fyrst og fremst hafa áhuga á velferð þess fólks sem þú umgengst. Þér dettur ýmis- legt óvenjulegt I hug og það er langt frá þvi aö allir skilji skoðanir þinar, en þú kærir þig þó ekki alltaf um að ræða þær. Afleiðingin er sú, að það sem þú ætlar að gera, virðist oft fljótfærni i augum annarra. Þó þu sért mjög raunsær, er snefill af listamanni i þér, og þú verður verulega ánægður, ef þeir hæfileikar fá að njóta sfn. Ef til vill er það tónlist, myndræn list, bókmenntaleg eða þess háttar og þig langar jafnvel til að verða leikari. Ef þig langar til að ferðast, er eitthvað af þessu hentugt fyrir þig. Mikilvægt er, aö þú reynir snemma i lifinu aö þroska þá hæfileika, sem þér hafa verið gefnir. Þú hefur afar næma tilfinningu fyrir hlutunum og ef þú ferð eftir henni, er nokkurn veginn vist, að þú gerir það rétta hverju sinni. Þú ert gædd- ur þeim eiginleika að eignast alls’. staðar yini og vera sivinsæll. 26. nóvember. MIKILL viljastyrkur þinn er liklegur til aö fleyta þér gegn um hvers kyns vand- ræði, hversu mikil sem þau kunna að virðast. Styrkur þinn og framkvæmda- gleði gerir að verkum að þú átt oft erfitt meö að starfa með öðrum. Þar sem þú ert góður skipuleggjari og nákvæmur i starfi, geturðu tekið að þér mikilvæg verkefni. Þú skalt gæta þess að teyma þig ekki yfir of mikið. Lærðu að einbeita þér að einu ákveðnu atriði i einu, i stað þess að eyöa orku i margt i einu. Þú veröur að reyna að velja úr áhugamálum, annars gefstu upp á einhvern hátt. Til er gamalt orðtæki, þar sem segir eitthvað á þá leið, að þvi hraðar, sem maður eyði lifinu, þeim mun styttri verði það. Hugsaðu um það. Þú ert mjög opinn og gjafmildur að eðlisfari og ekkert nema áhuginn á þvi fólki.sem þú reynir að hjálpa. Iðulega eyðir þú meiri tima I þágu annarra en gott er og leggur kannske starf þitt til hliðar á meðan. Þú hefur mikinn áhuga á öllum mannúðarmálum og kynni þin af þeim geta komið sér vel I starfi. Kennsla,bókmenntir, og stjórnarstörf i sambandi við allt, sem við kemur skrift- um hæfa þér vel og á þvi sviði geturðu náð lagt. 27. nóvember STJÖRNURNAR hafa gefið þér listræna hæfileika, sem þú átt að nýta. Margir eru þeirrar skoðunar, að það sé skemmtileg- ast af öllu að standa á leiksviði, aðrir. vilja skrifa og nota hugmyndaflugið þannig. Enn aðrir vilja skrifa um raun- verulega hluti og þá er blaðamennska óskadraumurinn En hvaða tjáningarform sem þú velur þér, kemurðu sérhæfileikum þinum á framfæri. Sumir sem eiga afmæli þennan dag, geta jafnvel náð frama á fleiri en einu sviöi lista. Þú hefur persónulegt aödráttarafl og margir bera virðingu 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.