Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 5
reka. Sem betur fór gerðist þetta einmitt 1. april. Sviarnir hrósuðu sér lika af bezta gabbinu árið 1962, þegar sokkalita-sjón- varpið var fundið upp. Með þvi að klippa sundur gamlan silkisokk og teygja hann yfir skjáinn, var hægt að eignast ágætis litasjónvarp. Þótt ótrúlegt megi virðast, reyndu tugþúsundir manna... Sænska sjónvarpið stóð sig lika vel, þegar fréttaþulurinn varð skyndilega 40 árum eldri við fréttalesturinn. Þá má nefna að 30 þúsund Bretar komu á vett- vang til að sjá brezka ljónið þvegið, eftir að öllum höfðu verið send skrifleg boðs- kort. Lögreglan i London hefur sjaldan haft eins mikið að gera og þann daginn, þegar útskýrt var fyrir fólki, hvaða dagur var. En Norðmenn hafa lika fundið upp á mörgu stórskemmtilegu 1. aprfl. í Þránd- heimi var ekið á styttuna af ólafi Tryggvasyni og siðan tekin upp sam- keppni við Pisa og skakka turninn þar. 1. april sama ár var brotizt inn i Þjóðarleik- húsið i Osló og báöum frimerkjunum stol- ið! Skortur á fjármagni þekktist svo sem i leikhúsheiminum i þá daga lika, en samt sem áður var mikil eftirspurn eftir óslit- andi þjóðbúningi úr stálull. Það urðu miklar biðraðir við lyfjabúðir, þegar tilkynnt var, að töfralyfið „aprill- in” hefði veriö fundið upp, en vonbrigðin urðu jafn mikil og yfir fréttinni um mik- inn oliu- og spiritusfund á norska land- grunninu. Jafnframt var tilkynnt stofnun fyrirtækisins Alconoco til að nýta þessar auðlindir. Fréttir um ókeypis áfengi, bensin eða bjór hafa um árabil og i mörgum löndum orðið til að aka þúsundum manna af staö með ilát, m.a. hér á Islandi. Eitt sinn tilkynnti blaðið Aftenposten, aö tölvurnar hjá skattstofunni i Osló hefðu bilað og eyðilagt fjölda skattskráa, þann- ig að þeir sem kæmu með nýja skatt- skýrslu sina fyrir miðnætti 1. april, fengju 10% lækkun, fór simakerfið i ráðhúsinu úr skorðum. Ekki minnkuðu skattarnir við það. Arið 1959 var lagður skattur á loftið i bfldekkjunum, en einhvernveginn virðist fólk vera hætt að taka öllu grini um skatta og álögur. Allt of langt mál yrði að tina til allt, sem gert hefur verið til að gabba fólk 1. april. Við minnumst margs gabbsins hér heima, siöast gallaðir seðlar i sjónvarpinu og hver man ekki eftir hestinum með falskar tennur i Morgunblaðinu. i Alþýðublaðinu sprakk háskólinn utan af námsfólkinu, i Timanum gekk laxinn I torfum á land i Kollafirðinum o.s.frv. En eitt gabb Tim- ans, nokkurra ára gamalt, er orðið að veruleika. Þar var sagt frá þvi að Is- lendingar ætluðu að fara að flytja út vatn. Aö visu var það gert siðar i allt ööru formi, en það var samt vatn. Nú seinni árin hafa islenzkir fjölmiðlar verið latari við aprilgabbið og er það skaöi. Fólk þarf að geta hlegið, ef ekki að gabbinu, þá að þeim sem láta gabbast. Þetta óhapp eyöilagöi þúsundir af skattskýrslum Norömanna, en sem betur fer geröist þaö 1 april. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.