Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 26
Gleymda landið Heimurinn veit lítið sem ekkert um AAali, aðeins nafnið Timbuktu. En AAalí á sér merkilega sögu og má muna fífil sinn fegri en nú eftir þurrkana miklu. MALl — þurrkahrjáð, landlukt lýðveldi i Vestur-Afriku berst nú fyrir tilveru sinni. Áöur en þurrkurinn kom, gátu ibúar landsins verið stoltir af þvi að framleiða meiri fæðu, en þeir höfðu not fyrir. Það er ekki svo litið fyrir nýlegt land i þróun, þar sem auðvelt var að flytja út alla þá fæðu sem ekki var borðuð heima. Mali á sér merkilega sögu, eins og reyndar flest hin nýsjálfstæðu riki i Afriku. Fæstir vita margt um fortið Mali, nema hvað flestir munu hafa heyrt nefnda hina fornfrægu borg, Timbuktu, sem er i suðurjaðri Sahara-eyðimerkurinnar En einu sinni var landið eitt mesta konungs- rlki i Vestur-Afriku um tveggja alda skeið. Allt frá miðöldum var flutt fila- bein, gúmmi, strútsfjarðrir, þrælar og gull á úlfaldalestum eftir vissum leiðum fram og aftur, til og frá Mali. A 13. öld stækkaði Mali vesturfá bóginn og tók þá yfir landssvæði Ghana, sem var enn eldra konungsriki. Á 14. öld varð Timbuktu miðstöð viðskipta með salt og gull og þangað lágu leiðir allra i viðskiptaerind- um, einnig Evrópumanna. Á 15. öld réðust Songhaiar inn i landið og hertóku það. Songhaiar eru enn mik- ill hluti ibúa Mali. Þeir stofnuðu höfuðborgina Jenne við Beni-ána og réðu flestu i landinu. Konungur Marokko hafði hug á Mali og sendi her sinn yfir Sahara i til að hertaka Timbuktu, sem var mjög auðug borg. Tvö hundruð ára ógnarstjörn með stöðugum ættbálkastyrjöldum varð afleiðingin. Um aldamótin 1800 hertóku Tuaregar Timbuktu, en þeir voru herskár ætt- bálkur, sem bjó að mestu i eyðimörkinni. Bretar og Frakkar fengu áhuga á Timbuktu á öldinni sem leið og 1881 tóku Frakkar að eigna sér land meðfram Niegerfljóti, en þegar þeir náðu til Timbuktu, komu þeir að rústum einum. En Frakkar reistu borgina við og undir þeirra stjórn varð hún auðug og voldug á nýjan leik. Það var svo árið 1893, sem Frakkar réðust inn i landið og nefndu það Franska Súdan. Þeir komu upp sam- göngukerfi, og iðnaði og hefði þeim tekizt að ljúka við gerð mikils járnbrautar- kerfis, hefðu öll landluktu Vestur-Afriku- rikin átt greiða leið að sjó. En áður en sá draumur Frakka rættist, vildu nýlendurnar fá sjálfstæði og franska Súdan fékk sjálfstæði i áföngum, þar til árið 1960, að það var lýst sjálfstætt lýðveldi og nefndist Malí. Frakkar skildu eftir litla og ófullkomna járnbrautarleið til sjávar, en fullkomið vatnsveitu- og áveitukerfi i norðurhluta landsins. Aðeins áætlanir voru til um áveitu fyrir suðurhlutann, en nú eftir þurrkana miklu, eru þær áætlanir I náinni athugun, þvi fimm milljón ibúar landsins eiga allt sitt undir vatni. Þurrkarnir hafa tekið mjög á landið og ibúa þess og þrátt fyrir aðstoð alþjóðastofnana munu liða ár eða áratugir, þar til allt verður þar með eðlilegum hætti á ný. Moskan fræga I fornu höfuöborginni Jenna. Aldagamlir veggirnir eru þaktir þornaðri lcðju. 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.