Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 18
Elfas Mar:
Símon
Sá tlmi er nú liöinn, er fólk lifði á ver-
gangi og flakkaði bæ frá bæ og byggð úr
byggð ár út og ár inn. Þó er ekki lengra
siðan þetta átti sér stað en svo, að mið-
aldra menn muna mætavel eftir hinum
siðustu úr þeirri iöngu lest tötralýðs, er
dregið hefir fram lifið með slikum hætti
hér á landi. Einn þessara manna var
Simon Dalaskáld Bjarnason, er andaðist
1916, rösklega sjötugur að aldri. Nú I
sumar (1944) voru hundrað ár liöin frá
fæðingu hans, og var minningu hans þá
nokkur sómi sýndur af þvi tilefni, og inn-
an fárra daga kemur væntanlega út
sagnakver, sem er honum heigað og f jall-
ar að mestu um hann, skráð af Snæbirni
Jónssyni bóksala. Loks er I ráði að gefa út
úrval skáldskapar hans áður en langt Ifð-
ur, og hefir séra Þorvaldur Jakobsson
annazt undirbúning þeirrar útgáfu. —
Grein sú um Slmon, sem hér birtist, er
eftir Ellas Mar, sem iesendum Tlmans er
nokkuð kunnur af ýmsum greinum hans.
Annan júli (1944) var dagskrá rikisút-
varpsins helguð Simoni Dalaskáldi i til-
efni þess, að 100 ár voru liðin frá fæðingu
hans. Kunnáttumenn lásu upp úr verkum
hans og sögðu frá ævi hans og starfi; mað-
ur var fenginn til þess að kveða og gömul
islenzk þjóðlög leikin. Má segja, að ekki
hafi annars alþýðuskálds verið öllu betur
minnzt opinberlega um langt skeið. Ég
hafði mestu ánægju af kvöldinu, og svo
hugsa ég, að verið hafi um fleiri, sem
hlustuðu á útvarpið það kvöld. Þetta varð
til þess, að næstu daga fór ég að kynna
mér það, sem eftir Simon liggur á prenti,
en það er ekki svo litið, miðað við allar að-
stæður hans, en er þó ekki nema litið brot
af öllu þvi, sem hann orti um ævina, og er
nú eiliflega glatað.
Ég mun hér, að litlu leyti, skýra frá
þeirri niðurstöðu, sem ég komst að um
Simon af verkum hans og þvi, sem ég náði
i af rituðu máli um hann. En auðvitað er
ekki hægt að gera hér rækilega grein fyrir
neinu, heldur verður að nægja að geta
hvers eins með fáum orðum.
Varðandi bernsku Simonar minnist ég
einkum einnar visu hans, þar sem hann
segir, að á æskuárum sinum hafi hann
þótt mjög ódæll, en siðar hafi hann orðið
„spakur vel” og telur þá breytingu frekar
viðkunnanlega. Hann likir þar bernskuár-
um sinum við úfinn sjó, en fullorðinsárun-
um við „breiðan lög tlmans”, þar sem
lygnara sé og kyrrlát^ra.Hvað sem um
18
Dalaskáld
Simon Dalaskáld
siðari samlikinguna má segja, þá mun
óhætt að telja hina fyrri nokkuð rétta.
Hann elst upp hjá móður sinni og fóstra
við sæmileg kjör, eftir þvi sem gerðist og
gekk i þá tið, en þótti snemma nokkuð
ódæll og meinyrtur, og kom það einkum
fram, er hann tók að yrkja visur, en það
var snemma. Bólu-Hjálmar lét svo um
mælt, að skáldefni væri i Simoni, og það
meira en litið. Og alla tið hafði Hjálmar
álit á Simoni, enda þótt þeir ættust við á
timabili og sendu hvor öðrum miður vin-
gjarnleg skeyti.
Ekkert varð úr þvi, að Simoni væri
komiö til mennta, enda þótt svo horfði til
um skeið. Má segja, að það hafi verið
meginólánið i lifi hans, að hann gat ekki
notið menntunar ungur, nema mjög ein-
hliða fræðslu, varðandi skáldskap, með
lestri rimna og fornsagna.
Fóstri Simonar, Slmon Þorleifsson,
hafði ætlað sér að koma Simoni i nám hjá
systursyni sinum, Þorleifi á Auðólfsstöð-
um, en hann dó áður en hann gæti komið
þvi til leiðar. Og upp úr þvi varð Simon
rótlaus alla tið, að heita mátti. Hann
kvæntist þó, og bjó um skeið, en flosnaði
upp frá búskapnum, enda átti hann erfitt
með að vera heima við, eftir að hann fór
aö selja bækur sinar, en það varð hann að
gera sjálfur og flakka með þær um landið,
þvi að engin var bókaverzlunin.
Eins og áður hefir verið minnzt á, tók
Slmon einkum rimnakveðskapinn til
fyrirmyndar og varð eitt af siðustu
rimnaskáldunum. Hann hafði i bernsku
heyrt rimur kveðnar og lesið þær, enda
ekkert nærtækara af bundnu máli, nema
kannski guðsorðið, en það virðist aftur á
móti siður hafa geðjazt honum.
Símon mun snemma hafa fengið löngun
til þess að láta á sér bera/Og liklegt er, að
sá þáttur hafi verið ærið rfkur i sálarlifi
hans að verða á sem flestra vörum, kom-
ast á prent og gerast frægur, hvað sem
það kostaði og — hvort sem afurðirnar
væru, oft og tiðum, góðar eða lélegar. Um
rimur hans má segja, að þær séu hvorki
betri né verri en allur þorrinn af þess
háttar kveðskap frá þeim timum. Þær
urðu margar hverjar allvinsælar, enda
þótt þær séu nú búnar að lifa sitt fegursta
fyrir löngu.
Fyrsta bók Simonar kom út árið 1871, en
það voru Rimur af Kjartani Ólafssyni. Þá
var Slmon 27 ára gamall.
Siðan rak hver bókin aðra, og urðu þær
yfir tuttugu alls. Mikið af þeim voru rim-
ur, en aðrar voru samsafn lausavisna og
ljóöa, sem honum þóttu þess verð að kom-
ast á prent. Auk þess safnaði hann drög-
um að ævisögu Bólu-Hjálmars og má það
teljast eitthvert þarfasta verk Simonar,
enda þótt bera megi brigður á sannleiks-
gildi sumra frásagnanna i þeirri bók.
Brynjúlfur Jónsson frá Minnanúpi sá um
útkomu hennar og bætti við hána.
Þegar maður litur yfir visur Simonar og
ljóöhans, getur verið gaman að bera þau
saman við það, sem ort var hér á landi á
þeim tima.Við lauslegan yfirlestur finnst
manni einkum gæta áhrifa frá tveim
skáldum, þ.e.a.s. Sigurði Breiðfjörð og
Jóni Thoroddsen. Ljóð þeirra beggja hefir
Slmon lesið ungur og orðið fyrir miklum
áhrifum af þeim. En óneitanlega kemst
maður að þeirri niðurstöðu, að hann þyk-
ist upp yfir þá báða hafinn, og hvergi
minnist ég þess, að hann viki að þvi, að
hann hafi lært nokkuð af þeim höfundum.