Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 21
Föndurhornið Strengja- hljóðfæri HÉR koma tvö strengjahljóðfæri, ættuð frá 'Sviþjóð, en óvist er hvað þau heita. 011 mál á teikningunni eru i milli- metrum nema 17/18. Efnið i plötuna að neðan er 10 mm krossvirður, en i hausinn er bezt að nota harðvið, mahony eða hnotu. Þykktin á hausnum er einnig 10 mm (1 sm). Hálsinn, eða gripbrettið er úr furu, heflaðri fjöl að stærð svo sem 34x4,5x2 sentimetrar. Hálsinn og hausinn eru limdir fastir, eins og myndin sýnir. Einn strengur er notaður, til dæmis pianóstrengur og er hann festur að ofan, i skrúflykkju, sem slegin hefur verið flöt rétt neðan við augað (sjá C á myndinni) Þar er sett smágat fyrir strenginn. Að neðan er strengurinn festur með einni skrúfu. Gripin á hálsinn eru sett með heftibyssu, eins og þeim er húsgagna bólstrar nota til að festa áklæði. Ef þið hafið ekki þannig byssu tiltæka, gætuð þið e.t.v. borað fyrir virnum með ál og rekið heftin i hálsinn með hamri. Þegar þið hafið svo sagað út (með laufsög) neðri hluta hljóðfærisins, eða kassann, þarf að slipa vel brúnirnar með finum sandpappir og kannski mála þær dökkar með þekjulit. Hálsinn er limdur bæði við haus og kassa og látinn standa fjóra tima i klemmu. Að siðustu mætti svo lakka allt saman með leifturlakki. G.H. 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.