Heimilistíminn - 21.11.1974, Blaðsíða 38
® Frídagur
held þér svo félagsskap, ef þú vilt ekki
heldur vera ein.
— Nei, viðurkenndi ég. Kannski var
hann lika einmana og auk þess stóð ég i
þakkarskuíd við hann. — Þakka þér fyrir
umbúðirnar, sagöi ég.
Hann var ekki fyrr búinn að loka dyrun-
um, en siminn hringdi aftur. Ég dró djúpt
andann og hægt og varlega tók ég tólið og
lagði það að eyranu.
— Ert þetta þú, Unnur? sagði Silla. —
Ég reyndi að hringja áðan, en það slitnaði
vist. Ég ætla bara að láta þig vita, að ég
verð sein i kvöld, svo þú þarft ekki að biða
með matinn.
— Allt i lagi, sagði ég. — Bless.
Ég hallaði mér aftur á bak i stólnum.
Sveinn mundi ekki hringja aftur. Það
skiptir annars engu máli, hugsaði ég rugl-
uö.
Reynir kom meö teketilinn og pakka af
súkkulaðikexi.
— Jæja, var þetta hringingin, sem þú
beiðst eftir?
— Já, það var Silla. Hún kemur ekki
heim fyrr en seint i kvöld, útskýrði ég.
— Fint, sagði hann. — Ég get ekki látið
þig vera eina hér. Ekki með togaðan
ökkla.
— Þú ættir heldur að lesa, sagði ég lágt.
— Það gerir ekkert til, ég hef vel
undan, sagði hann létt og brosti til min. —
Eiginlega hafði ég hugsað mér að hætta i
dag, þegar þú . . . datzt.
Ég hugsaði um hárið á mér og fötin,
götótta skóna og óreiðuna. Aldrei hafði ég
getað látið Svein sjá mig svona, en það
var annað með Reyni.
Mér hefur alltaf geðjast vel að rauð-
hærðum karlmönnum, en ekki dökkhærð-
um, myndarlegum. Mér féil vel við and-
litiö á Reyni. Munnurinn var ákveðinn og
hakan sterkleg. Augun voru góðleg. Skrit-
ið, að ég skyldi ekki hafa tekið eftir hon-
um fyrr — þannig.
Allt i einu varð ég ákaflega glöð. Sum-
arið er dásamlegur árstimi.
H$GIÐ
Jón: — Ég borða aðeins náttúrufæðu.
Ég snerti til dæmis aldrei mat, sem i
eru rotvarnarefni eða sprautaður er
með kemiskum efnu. og ég boröa
heldur ekki kjöt af dýrum, sem alin
hafa verið á gervifæðu.
Karl: — Jæja, og hvernig líður þér
svo?
Jón: — Ég er alltaf svangur.
— Já, hver er þaö.
— Ég skal segja þér, að hann Jónatan
er sá kurteisasti maöur, sem ég hef
kynnzt. Til dæmis þegar hann teflir
skák, þá hreyfir hann aldrei kónginn
án þess að segja: Fyrirgefið, yöar há-
tign.
tes?
— Ég er búinn, má ég fara heim?
Axel var að koma úr siglingu og kom
til tollvarðanna með stóra tösku undir
hendinni og sagði: — Ef ég kem á
morgun með sex viskýflöskur, fæ ég
þá að fara með þær f gegn, ef ég gef
ykkur eina?
— Ég er nú hræddur um ekki, þrumaði
töllvörðurinn. — Við þiggjum ekki
mútur hér.
Axel svaraði engu en hélt áfram ferð
sinni. Daginn eftir fór hann um borð og
siöan aftur gegn um tollinn með
töskuna undir hendinni. Töllvörðurinn
ieit á hana og spuröi:
— Hvar eru viskýflöskurnar, sem þú
varst að tala um f gær?
— Ó, þær, svaraði Axel. — Ég fór með
þær i gegn í gær.
— Náöu i dósahnif svo við getum
losaö um fötin hans.
38