Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 10

Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 10
Ef þið týnið öðrum hanzkanum ERTþú meðal þeirra, sem alltaf eru að týna öðrum hanzkanum sínum? Ef svo er, þá veiztu líklega, að ekkerter einsgremjulegtog að eiga bara hinn eftir. Flestir f leygja honum einmitt bara þess vegna. En bíðið aðeins, einn hanzki getur orðið til gagns. Til dæmis má alltaf nota annan hanzkann við ýmiss konar óþrifaverk, sem maður notar aðra höndina að mestu við. Og ef maður á fleirj en tvo staka hanzka, þá gerir ekki svo mikið til undir þeim kringumstæðum, þó að þeir séu ekki samstæðir. En f leira er hægt. Sé hanzkinn verulega fallegur, er þjóðráð að fylla hann vel af sandi og loka honum að neðan, þannig að hann geti staðið, upp á endann. Sem slíkur er hann tilvalinn til að geyma skrautlega hringa á. Þá má nota hanza sem mót og hella í hann gipshræru og láta storkna. Klippið síðan hanzkann utan af höndinni, pússið hana og lakkið og dragið hringana á f ingur henni. Nú einnig má troða hanzk- ann út með bómull eða öðru mjúku og nota hann fyrir nálapúða Sem slíkur getur hann orðið til ánægju fyrir augað. En hvað sem þið gerið, þá fleygið ekki hanzkanum. 10

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.