Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 11

Heimilistíminn - 28.11.1974, Page 11
BÓTA Gólfteppi, prjónað úr afgöngum llekluð teppi og mottur eru nú mjög i tisku, bæOi það sem hekiað er i hring úr öllum regnbogans litum svo og hitt, sem heklað er úr fiskigarni og snæri. Allt er þetta heimilislegt mjög á ungum heimilum, þar sem hlutirnir eru ckki teknir allt of hátiðlega. En hvers vegna ekki að reyna einnig að prjóna teppi? Það er hægt að prjóna all- stór stykki á tvo langa prjóna. Ef teppið á að vera ennþá stærra, er ekki annað aö gera en prjóna það I mörguin stykkjum og sauma þá saman með stórum sporum, eins og sést á myndinni. Þetta er auðveld og skemmtileg handa- vinna og árangurinn getur orðið fallegt gólfteppi eða motta, einkum ef prjónaö er úr mjög grófu garni eða margföldu á mjög grófa prjóna. Teppið á myndinni er sett saman úr stykkjum, sem eru þrjár breiddir sinar á lengdina. Þannig er hægt að sauma saman þrjú og þrjú og láta rendurnar liggja langs og þvers til skiptis. HpÖGIÐ — Já, ég sé að þú átt fyrir höndum að trúlofast einhverntima i framtiö- inni, sagpi spákonan. — En einhver reynir þó að koma i veg fyrir trúlofunina. — Já, það er áreiðanlega konan min, hún skiptir sér af öllu. Hansina fót til læknis og kvartaöi undan miklum verkjum. — Hvað færðu þessa verki oft? spurði læknirinn. — Þriðju hverja minútu. — Og hvað standa þeir lengi? — Svona tuttugu minútur i einu. 11

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.