Heimilistíminn - 28.11.1974, Qupperneq 24
Helgi Hjörvar
\
Fósturlandið
„Óskastund er yfir heiði og ströndum:
iskalt hrimið snýst i blóm og gróður,
skuggabrekkur fyllast hvitum hjörðum,
laufgast björk við björk um höggin
rjóður.”
Það er stundum talið til dyggðar eða
skyldu að elska fósturland sitt. En það er
svipuð dyggð og sams konar skylda, sem
að bera virðingu fyrir sjálfum sér. Þvi
fósturland mannsins er ekki einhver hlut-
ur i heiminum, það er ekki hægt að fara
frá þvi og skilja það eftir á sinum stað,
enginn maður getur i raun og veru yfir-
gefið ættland sitt, ef honum var sá mann-
dómur áskapaður að skilja og skynja þá
eign. Aðrir geta svipt hann þvi, eins og
þeir geta höggvið af honum hönd eða fót,
en enginn biður bætur þess. En fari hann
frjáls ferða sinna, þá fylgir ættlandið
honum um heiminn. Þvi að fósturlandið
er hluti af manninum sjálfum, hluti af
vitund hans og örlögum, það verður ekki
greint frá lifi hans og uppruna fremur en
blóð ættar hans og það eðli, sem hann ber,
ekki fremur en móðurmálið og sú menn-
ing, mikil eða litil, sem rann barninu i
blóð og merg.
Hitt villir margan mann, að hann þarf
aldrei að sjá af landi sinu, ætlar sér það
ekki og órar ekki fyrir að hann kynni að
þurfa þess. Atvikin hræra aldrei fast við
þeim strengjum, sem liggja milli hjartans
og landsins. Hann á land sitt sjálfkrafa,
eins og andrúmsloftið, eins og Ijós sólar
og dags, þvi finnur hann ekki að þetta sé
mikilsvert, að hann hefir aldrei reynt
annað. Og honum kann stundum að finn-
ast ættjarðarást og ættjarðarljóð vera
eins konar skraut og fögur orð, fyrir þá,
sem gott tóm hafa til að sinna öðru en
brýnustu nauðsynjum lifsins.
En nú um langa hrið hefir hrakizt um
lönd menningarþjóðanna ótölulegur fjöldi
manna, jafnvel svo að heilum þjóðum
gæti numið, menn sem beöið hafa þau
fáheyrðu örlög að eiga llf og limu, heilsu
og atorku, sýn sólar og dags, en verið
sviptir réttinum til að stiga frjálsum fæti
á nokkurn blett á þessari jörð. ÞaB> eru
hinir landlausu menn, ættjarðarlausir, út-
lagar veraldar. Islendingurinn, sem átt
hefir og á land sitt, vitt og frjálst, hálf-
numið, afmarkað efalausum mörkum og
ágreiningslausum, hann á varla i vitund
sinni tilfinninguna fyrir slikum örlögum,
að eiga hvergi rétt á að vera I öllum
heimi, hvergi samastað á viðáttu jarðar,
hvergi grafarrúm i mold allra landa.
Það verður hlutskipti flestra að vinna
landi sinu orðalaust, án ástarjátninga, án
sársauka, án allra lofsöngva. Þetta er
jafnvel hlutskipti flestra hinna nýtustu
manna, stritandi feðra og fórnandi
mæðra. Verk þeirra og lif þeirra verður
eitt og sjálfkrafa þeirra ættjarðarljóð.
Einnig þetta er harla gott.
En hverjir hafa þá til þess arðið að
halda uppi ættjarðarástinni I orði? Og
hverjir hafa þar mest um mælt?
Stórskáldin sjálf hafa þar mest um mælt,
andans menn og hinir gæfumestu forvig-
ismenn hverrar þjóðar hafa þar rikast að
orði kveðið. Það eru þeir menn sem dýpst
og innilegast hafa skynjað örlög manna
og þjóöa. Eins og þeir menn skilja bezt
sögu þjóðar sinnar gæfu hennar og ógæfu
svo skynja þeir jafnan dýpst og mest hin
órjúfandi tengsl milli þjóöar og lands,
milli mannsins og moldarinnar og náttúr-
unnar þar sem hann óx. En heitust og sár-
ust varð jafnan ást slikra manna til ætt-
jaröar sinnar, ef þeir höfðu sjálfir orðið af
henni að sjá. Sá þráir daginn heitast, sem
r
UR,
gömlum
: blöðuma
ekki má njóta birtu hans. Jónas Hall-
grlmsson kvað Ferðalok um þá ást, sem
misst var, hún gengur hjarta næst. Svo fór
og um ættjarðarljóðokkar tslendinga : hið
fegursta, innilegasta og hreinasta ljóðið
kvaðsá, sem örlögin höfðu skilið frá landi
slnu:
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þins heimalands mót.
Hann skildi það bezt Islenzkra skálda og
sagði það með fegurstum hætti að fóstur-
landið og llf sálarinnar er eitt:
Fjarst I eilífðar útsæ
vakir eylendan þin:
nóttlaus voraldar veröld,
þar sem víðsýnið skin.
Þetta er hin fyrsta og æðsta skylda
hvers manns gagnvart landi sinu að vita
þaö, aöhann er sem hluti af ættlandi sinu,
blómi þess eða hnignun eru örlög hans
sjálfs. Þar næst er hverjum manni aö
gera sér skynsamlega grein fyrir gæðum
lands slns, sjá kost þess og löst. Þaö er
eins og að meta sem réttast sjálfa sig,
24