Heimilistíminn - 28.11.1974, Síða 28

Heimilistíminn - 28.11.1974, Síða 28
Þeir rændu „hertogaynjunni" Þegar Worth og menn hans rændu frægu Gainsborough- mólverki, hófust deilur, sem stóðu í 25 ór t>ó aö hertogaynjan hafi veriö 25 ár á töskubotni, er hún jafngóö og áöur. 28 Aöstandendur listmunafyrirtækisins Agnew’s i London voru með réttu ákaf- lega hreyknir af málverkinu „Hertoga- ynjan af Devonshire” eftir Thomas Gainsborough, sem þeir höfðu nýlega eignazt. Þeir komu málverkinu fyrir i sýningarsal sinum og listunnendur viðs- vegar að úr heiminum komu til að dást að þvi. En einn aðdáandinn, Adam Worth hafði öllu meiri áhuga á skipulagningu hús- næðis safnsins og öryggisútbúnaði, en fegurð hertogaynjunnar. — Við stelum henni, sagði hann lágt við vin sinn, Jack Philips. — Nei, svaraði hann. — Það er ekki hægt og þar að auki kaupir enginn hana. — Nei, svaraði Wort, — en ég held, að Agnew’s muni greiða 3000 pund fyrir að fá hana aftur. Philips kinkaði kolli og ákvað að láta Worth um skipulagningu verknaðarins. Þvl Worth var snillingur á sinu sviði, haföi framið sitt af hverju, sem ómögu- legt var að sanna á hann og um þessar mundir var Pinkerton’s frægt bandariskt leynilögreglufyrirtæki að leita hans. Þaö var svo snemma morguns 26. mai 1876, að Worth og nokkrir félagar hans brutust inn hjá Agnew’s, en þeir vissu að næturvörðurinn var annars staðar i hús- inu þá stundina. Worth skar hertogaynj- una úr rammanum með snöggum hand- tökum, vafði strigann upp og lét hann detta út um gluggann, þar sem fleiri biðu og klifraði siðan út aftur. Þegar ránið var uppgötvað, voru Worth og félagar komnir á öruggan stað i NV- London og myndin stolna var vel falin i tösku með fölskum botni. Daginn eftir bauð Agnew’s 1000 pund fyrir myndina, en það var ekki nóg fyrir. Worth. Hann var sannfærður um, að geta fengið meiri peninga. Vikurliðu, án þess að nokkur spor fynd- ust eftir ránsmennina. Allt útlit var fyrir

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.