Heimilistíminn - 28.11.1974, Qupperneq 33
Gunhild
Hesting:
■> t í j
<& <D-
IAC ó' tt ur /° n n
3t*sL! tsn
af stærri flöksunni og byrjaði að lepja af öllum
körftum. En þessi mjólk var eitthvað undarleg
á bragðið.
— Hvers konar mjólk er þetta? spurði Basti-
an.
— Ummm svaraði sá bröndótti. — Þetta ei
alveg ekta ný súrmjóik.
— Er lika súrmjólk i þinni flösku? spurði
Bastian.
— Nei. Eiginlega ekki, svarði hinn. —Það ei
eiginlega rjómi, skilurðu. Ég þoli ekki súr-
mjólk, þvi miður.
— Einmitt það, sagði Bastian og hugsaði
með sér að þarna hefði hinn platað sig laglega.
— Jæja, nú er ég búinn með allt saman,
sagði þá sá bröndótti. — Það er eitthvað svo lit-
ið i þessum litlu flöskum. Hann sleikti út um
beggja mcgin og strauk á sér kviðinn.
En i sama bili heyrði Bastian konurödd
hrópa reiðilega: —Nú eru árans kettirnir enn
einu sinni búnir með mjólkina. Ég skal svei
mér ná i þá núna! Svo tók hún sóp og fleygði á
eftir þeim og sópurinn flaug rétt við eyrun á
Bastian og þá tók hann undir sig stökk út um
dyrnar og út á götuna. Hann vissi ekki, hvert
hann átti að hlaupa og þess vegna hljóp hann
bara á eftir þeim bröndótta.
Nokkur hundruð metrum neðar við götuna,
hlupu þeir yfir byggingarlóð og bak við skúra.
Þar hvarf sá bröndótti inn um gluggann á ein-
um skúrnum. Bastian elti.
— Það munaði litlu, að hún hitti okkur,
stundi Bastian, þegar þeir voru orðnir öruggir i
skúrnum.
— Æ, ert það þú aftur? hvæsti sá bröndótti.
— Ég hafði nú ekki hugsað mér að bjóða þér i
hádegismat, en þú býður kannske?
— Heyrðu mig nú, sagði Batian svolitið reið-
ur. — Þú áttir áreiðanlega ekkert i mjólkinni
var það?
— Það fer eftir þvi hvernig á það er litið,
svaraði hinn. — Nú á ég hana, þvi hún er i
maganum á mér og ef maður á ekki það, sem
maður hefur i maganum, hver á það þá?
—Við vorum að drekka mjólkina sem konan
átti og það veiztu vel, sagði Bastian.
— Ég er ekki viss um það, sagði sá bröndótti.
— Ég held, að mjólkurpósturinn hafi átt hana.
Konan var nefnilega ekki búin að borga hana
og þess vegna átti hún hana ekki.
— Þá stalstu henni frá honum, sagði Batian.
— Þú skalt ekki vera að ásaka mig um þjófn-
að, hvæsti sá bröndótti. — Ég þoli ekki að fólk
Ijúgi upp i opið ginið á mér. Það hefur enginn
stolið neinu frá mjókurpóstinum og hann vill
gjarnan losna við mjólkina, áður en hún súrn-
ar. Bara að hann fái peninga fyrir hana. Og
hann fær þá hjá konunni, sem hann seldi
mjólkina. Þarna sérðu! Þú skalt ekki koma hér
og þjófkenna mig!
— Fyrirgefðu, sagði Bastian. Hann botnaði
ekki lengur neitt i neinu. En samt var hann al-
veg viss um, að þetta væri ekki alveg eins og
það ætti að vera.
— Allt i lagi, sagði sá bröndótti, — en ég skal
láta þig vita að ég segi alltaf sannleikann og
33